Morgunblaðið - 08.08.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017
Bibione
Feneyjar
Verona
Ljubljana
Bled
ADRIAHAF
Króatía - Porec & Umag
TRIESTE
Garda
TRIESTE
Frá kr.
39.950
báðar leiðir
m/sköttum
og tösku.
á flugsæti
FY
RI
R2 1
ÁÐUR KR.
79.900
NÚ KR.
39.950FL
UG
SÆ
TI
flugsæti í sólina
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Rútubílstjóri hafði samband við
Jafnréttisstofu nýverið eftir að hún
fékk ekki að fara fjögurra daga rútu-
ferð því ferðamennirnir vildu ekki
kvenkyns bílstjóra.
„Það kom upp mál í vor þar sem
kona á rútu sótti hóp ferðamanna út
á Keflavíkurflugvöll. Svo átti hún að
halda áfram daginn eftir en þá var
henni tilkynnt að þeir vildu ekki að
kona keyrði. Svo kom upp núna í síð-
ustu viku mjög svipað mál og sú
kona hafði samband,“ segir Kristín
Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra
Jafnréttisstofu. „Þeir vilja ekki hafa
konu sem bílstjóra og leiðsögumann
því það stríðir gegn þeirra venjum,“
segir Kristín en konan sem kvartaði
til Jafnréttisstofu segir sig hafa orð-
ið fyrir vinnutapi vegna málsins.
„Hún missti af fjögurra daga
túr. Við erum búin að hafa samband
við Ferðamálastofu og láta vita af
þessu. Þetta gengur auðvitað þvert
gegn okkar lögum og venjum að fólk
geti ekki sinnt öllum störfum hvort
sem það er karlar eða konur.“
Nauðsynlegt að kæra
Kristín segir einnig að ef við-
komandi aðili vilji gera eitthvað þá
þurfi að leggja fram kæru. Málið
sem kom upp í vor var ekki kært en
þýska ferðaskrifstofan bað konuna
afsökunar. Samtök ferðaþjónust-
unnar segja að kvartanir af þessu
tagi hafi ekki komið inn á þeirra
borð. Þórir Garðarsson, stjórn-
arformaður ferðaþjónustufyrirtæk-
isins Gray line, segir það algengt að
ferðaskrifstofur og hópar séu með
kröfur um tiltekna leiðsögumenn og
bílstjóra en minnist þess ekki að
slíkar skrifstofur hafi gert kröfur
um kyn starfsmanna.
Ferðamennirnir vildu
ekki kvenkyns bílstjóra
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ferðamenn Rútuferðir eru gríð-
arlega vinsælar hjá ferðamönnum.
Meira var um alvarleg útköll hjá
björgunarsveitum um verslunar-
mannahelgina en undanfarin ár.
Þetta segir Jónas Guðmundsson, að-
gerðarstjóri hjá Landsbjörg. Það sé í
samræmi við þróunina það sem af er
ári. „Það er búið að vera nokkuð um
verkefni um allt land, en við komum
ágætlega undan helginni.“
Færri en brýnni
Jónas segir verkefnin örlítið færri
en í fyrra og sé það í takt við árið í
heild sinni. Það sem valdi hins vegar
áhyggjum sé mikil fjölgun alvarleg-
ustu útkallanna, svokallaðra F1-
útkalla þar sem líf og limir eru í
hættu. „Þar eru aukning um tugi pró-
senta milli ára,“ segir Jónas.
Hann segir alvarlegustu slysin á
borði björgunarsveitanna ekki koma
upp á útihátíðum þó að einhver þeirra
séu á fólki á leið til og frá hátíðum.
Jónas segir álag á björgunarsveit-
irnar alltaf meira um versl-
unarmannahelgi en venjulega helgi.
„Íslendingar eru allir á faraldsfæti og
svo erum við með þennan mikla
fjölda erlendra ferðamanna líka,
þannig að helgin er bara búin að vera
mjög þétt. Það verður að segjast eins
og er.“
Minna sé þó um það en áður að ein-
staka sveitir taki að sér gæslu á há-
tíðum í fjáröflunarskyni, þó að það
tíðkist enn.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
kölluð út fjórum sinnum um helgina,
seinast seinni partinn í gær þegar
tveir voru fluttir með þyrlu á sjúkra-
hús í Reykjavík eftir bílveltu á Stein-
grímsfjarðarheiði. Þá kom Gæslan
björgunarsveitarmönnum til að-
stoðar í Biskupstungum sl. laugar-
dag. alexander@mbl.is
Tugir útkalla
hjá Landsbjörg
Þyrla Landhelgisgæslunnar í fjögur
útköll um verslunarmannahelgina
Ljósmynd/Landsbjörg
Annir Þyrla Gæslunnar og Lands-
björg að störfum um helgina.
Arnar Þór Ingólfsson
athi@mbl.is
„Ég held að það sé ekki hægt að
segja annað en að það hafi gengið vel
í heild sinni yfir helgina, miðað við
þennan gríðarlega fjölda,“ segir Jó-
hannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í
Vestmannaeyjum, í samtali við
Morgunblaðið, en Þjóðhátíðin hefur
sjaldan verið fjölmennari.
Þrettán fíkniefnamál komu upp í
Heimaey á sunnudag og samanlagð-
ur fjöldi fíkniefnamála á Þjóðhátíð
var á fimmta tug. Í langflestum til-
fellum var að um að ræða neyslu-
skammta af örvandi hvítum efnum,
amfetamíni eða kókaíni. Að sögn Jó-
hannesar var lagt hald á óvenjulítið
af kannabisefnum, miðað við fyrri ár.
Alls voru átta líkamsárásir kærðar
til lögreglu í Vestmannaeyjum yfir
helgina. Í alvarlegasta atvikinu
brotnuðu tennur í fórnarlambinu, en
annars voru meiðsli brotaþola minni-
háttar.
Mikið djamm á Flúðum
Á Flúðum fór fram fjölskylduhá-
tíðin Flúðir um versló og voru rúm-
lega 10 þúsund manns á svæðinu
þegar mest var á laugardag. Að sögn
Bessa Theódórssonar, eiganda So-
nus-viðburða, sem skipulagði hátíð-
ina, gengu allir viðburðir á þeirra
vegum vonum framar. „Allir við-
burðir sem við vorum með frá
fimmtudegi; tónleikar, skemmti-
kvöld og dansleikir, fóru gríðarlega
vel fram,“ segir Bessi.
Töluverð læti voru þó á tjaldsvæð-
inu á Flúðum framan af helgi og að
sögn lögreglunnar á Suðurlandi var
ölvun og fíkniefnavíma áberandi á
hluta tjaldsvæðisins, sérstaklega á
laugardagskvöld. Alls komu 15 fíkni-
efnamál til kasta lögreglu, þar af
nokkur þar sem hald var lagt á um-
talsvert magn fíkniefna, sem grunur
leikur á að hafi verið ætluð til sölu.
Margt ungt fólk var á svæðinu og
segir Sveinn Rúnar Kristjánsson, yf-
irlögregluþjónn hjá lögreglunni á
Suðurlandi, að aldurssamsetningin á
Flúðum hafi verið öðruvísi en búist
var við. „Það var meira af yngra fólki
og meira af djömmurum,“ segir
Sveinn Rúnar.
Á höfuðborgarsvæðinu var 31 öku-
maður stöðvaður vegna gruns um
akstur undir áhrifum fíkniefna eða
áfengis um helgina.
Víðast hvar annars staðar á land-
inu hafði lögregla lítið að gera þessa
helgina og skemmtanahald fór al-
mennt vel fram.
Á fimmta tug fíkni-
efnamála í Eyjum
Mest um örvandi hvít efni Lögregluerill á Flúðum
Neyðarmóttaka fyrir þolendur
kynferðisofbeldis á Landspítala
hefur fengið upplýsingar um
fimm kynferðisbrotamál, sem
upp komu um helgina.
Í Vestmannaeyjum var eitt
kynferðisbrot tilkynnt lögreglu
aðfaranótt laugardags og annað
á laugardag. Í báðum tilvikum
þekktust meintur gerandi og
fórnarlamb.
Þá komu upp tvö kynferðis-
brotamál í umdæmi lögregl-
unnar á Suðurlandi. Bæði málin
komu upp á tjaldsvæðum og eru
til rannsóknar hjá lögreglu. Einn
var handtekinn í tengslum við
annað málið, en enginn er í
haldi lögreglu.
Tilkynntum kynferðisbrotum
fjölgar frá fyrra ári, en eitt brot
tengt útihátíð kom upp um
verslunarmannahelgina í fyrra.
Fleiri brot
tilkynnt í ár
KYNFERÐISOFBELDI
„Miðað við þann fjölda fólks sem var
á ferðinni og allt það sem var í gangi,
sem oft kallar á að menn séu van-
svefta og jafnvel undir áhrifum
áfengis, þá held ég að það sé mestan
partinn svo að fólk hafi verið til fyr-
irmyndar,“ segir Einar Magnús
Magnússon, sérfræðingur hjá Sam-
göngustofu, í samtali við Morgun-
blaðið. Hann þakkar ökumönnum
það að umferðin hafi gengið stór-
áfallalaust fyrir sig um helgina.
„Það sem mér finnst athyglisvert
er að lögreglan á Vestfjörðum stöðv-
aði engan undir áhrifum áfengis alla
helgina, en þeir stoppuðu nánast
hvern þann sem fór um Ísafjarð-
ardjúpið. Þó voru allavega 17 teknir
fyrir ölvunarakstur við Landeyja-
höfn, en sem betur fer tókst að
stoppa þá áður en að þeir urðu valdir
að einhverju misjöfnu,“ segir Einar
Magnús, en á annað þúsund öku-
menn fengu að blása hjá lögreglu við
Landeyjahöfn áður en þeir keyrðu af
stað.
31 ökumaður hið minnsta var
stöðvaður fyrir ölvunar- eða fíkni-
efnaakstur á höfuðborgarsvæðinu
um helgina, samkvæmt dagbók lög-
reglu. Einar segir það skyggja að-
eins á góða ferðahelgi. „Ég veit ekki
hvort þetta sé vegna aukins eftirlits
eða aukinnar neyslu, en ég vil bara
hrósa lögreglu fyrir að taka á þessu.
Þetta er mjög óhugnanlegt og á
sama tíma og maður getur hrósað
vel flestum þá eru á því undantekn-
ingar sem eru skelfilegar. Það er
áhyggjuefni.“ athi@mbl.is
Flestir ökumenn
til fyrirmyndar
Umferðin gekk vel um helgina
Morgunblaðið/GSH
Blásið Þjóðhátíðargestir fengu að blása í áfengismæli hjá lögreglu við Landeyjahöfn áður en þeir héldu af stað.