Morgunblaðið - 08.08.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017
VEISLUÞJÓNUSTA
MARENTZU
www.marentza.is - 553 8872 - info@marentza.is
Allar gerðir af veislum
sérsniðnar að þínum þörfum
• Fermingarveislur • Brúðkaup
• Erfidrykkjur • Veitingar fyrir fundi
• Móttökur • Útskriftir
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Heimsmeistaramót íslenska hests-
ins hófst í Oirschot í Hollandi í gær
á byggingadómum kynbótahrossa.
Þrjú íslensk hross eru efst í sínum
flokki eftir daginn í gær en það eru
þau Hervör frá Hamarsey, Þórálfur
frá Prestsbæ og Finnur frá Ármóti.
Frá Íslandi taka alls sex hross þátt
í kynbótasýningu mótsins, eitt í
hverjum aldursflokki en sýnt er í
flokkum fimm vetra, sex vetra og
sjö vetra og eldri stóðhesta og
hryssna. Það má þó ekki fagna of
snemma því margt getur breyst í
röðun eftir að hæfileikadómum
næstu daga lýkur.
Reynir að verja titilinn
Í dag hefst forkeppni í fjórgangi
og þá munu þónokkrir íslenskir
keppendur koma fram. Meðal ann-
ars mun Guðmundur Fr. Björg-
vinsson reyna að verja heimsmeist-
aratitil sinn frá síðasta móti í
þessari grein en hann sigraði í fjór-
gangi á HM 2015 í Herning í Dan-
mörku á Hrímni frá Ósi.
Etja kappi við sterka knapa
Vænst er mikils af íslensku kepp-
endunum sem etja kappi við sterka
knapa frá löndum eins og Svíþjóð,
Þýskalandi, Danmörku, Noregi,
Austurríki og Sviss en alls eiga 14
lönd í Evrópu þátttakendur á
mótinu. Opnunarhátíð mótsins fer
fram síðdegis á morgun og þar
koma fram allir þátttakendur sem
fulltrúar landa sinna.
Þrjú íslensk hross efst í sínum flokkum
Heimsmeistaramót íslenska hestsins hófst á bygginga-
dómum kynbótahrossa í gær Forkeppni í fjórgangi í dag
Ljósmynd/Hilda Karen
Hross Þórálfur frá Prestsbæ og knapinn Þórarinn Eymundsson á HM í gær.
Alexander Gunnar Kristjánsson
alexander@mbl.is
Sautján sveitarfélög, hið minnsta,
munu veita grunnskólabörnum
ókeypis námsgögn á komandi skóla-
ári. Þetta kemur fram í samantekt
Barnaheilla.
Meðal þeirra eru Akranes, Reykja-
nesbær, Hafnarfjörður og Akureyri
sem munu sjá nemendum fyrir rit-
föngum og stílabókum. Þá samþykkti
bæjarráð Garðabæjar í síðustu viku
að greiða fyrir námsgögn allt að 5.000
krónur fyrir hvern nemanda. Sveit-
arfélögunum, sem þetta gera, hefur
fjölgað ört að undanförnu en Ísa-
fjarðarbær reið á vaðið fyrir nokkr-
um árum og Sandgerði í fyrra.
Erna Reynisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Barnaheilla, segir
sveitarfélög hafa tekið við sér nú í júlí
og ágúst og mörg bæst við listann.
Vonir standi til að öll sveitarfélög
landsins verði einn daginn á listanum.
„Markmiðið er að glufunni í grunn-
skólalögum sé lokað þannig að tekið
verði fyrir að hægt sé að láta foreldra
greiða fyrir hluta námsgagna,“ segir
Erna.
65% undir kostnaðaráætlun
Útboð vegna kaupa á námsgögnum
fyrir Reykjanesbæ var haldið á veg-
um Ríkiskaupa fyrr í sumar og var
lægsta tilboð 65 prósentum lægra en
kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir.
Fimm sveitarfélög; Blönduós, Garð-
ur, Hafnarfjörður, Hornafjörður og
Mosfellsbær, hafa nú ákveðið að fela
Ríkiskaupum að annast sameiginlegt
örútboð á námsgögnum sem gert er
að fyrirmynd þess í Reykjanesbæ.
Alls stunda um 6.000 börn nám í
grunnskólum þessara sveitarfélaga
en í útboðsgögnum er meðal annars
gert ráð fyrir 19.500 blýöntum og
12.000 strokleðrum. Búist er við að
niðurstöður útboðsins liggi fyrir á
næstu dögum.
Fleiri útvega
námsgögn frítt
Ríkiskaup sjá um sameiginlegt
útboð fyrir fimm sveitarfélög
Morgunblaðið/Eggert
Ritföng Fleiri fá ritföng í skólanum.
Ókeypis námsgögn
» Kostnaður við námsgögn á
innkaupalista grunnskólabarna
nemur um 10 þúsund kr.
» Barnaheill segja innkaupa-
listana brot á Barnasáttmála
SÞ um rétt til endurgjalds-
lausrar grunnmenntunar Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
„Mosfellsbær er að fara að halda
upp á 30 ára afmæli sitt en hann
fékk kaupstaðarréttindi 9. ágúst
árið 1987. Forseti Íslands kemur
til okkar og ætlar að eyða með
okkur deginum. Haldið verður
upp á afmælið alveg fram að bæj-
arhátíðinni Í túninu heima, sem
er síðustu helgina í ágúst,“ segir
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri
Mosfellsbæjar, um það sem er
efst á baugi hjá sveitarfélaginu.
Mikil uppbygging í gangi
„Unnið er að mikilli upp-
byggingu í Helgafellshverfinu.
Þar eru á milli 500 og 600 íbúðir
tilbúnar eða að verða tilbúnar á
næstu misserum. Þá er heilmikil
uppbygging í Leirvogstungum,
það hverfi verður fullbúið á
næstu tveimur til þremur árum.
Síðan í miðbænum er í farvatninu
uppbygging á um 200-250 íbúð-
um,“ segir Haraldur um vöxt bæj-
arins.
Búið er að úthluta lóðum fyr-
ir hótel og ferðaþjónusturekstur í
bænum auk þess að fjölga at-
vinnulóðum við Desjamýri, sem
er í hlíðum Úlfarsfells, að sögn
Haraldar. Þá keyptu Reitir 15
hektara atvinnusvæði í Blika-
staðalandi í júní sl., sem liggur
við mörk Reykjavíkurborgar og
Mosfellsbæjar.
Aðspurður hvort þröng í
Reykjavíkurborg, t.d. varðandi
húsnæðismál, hafi leitt til aukins
áhuga á búsetu eða að setja niður
í starfsemi í Mosfellsbæ, svarar
Haraldur að hann viti ekki hvort
hinn aukni áhugi sé eitthvað sem
að komi beint í gegnum Reykja-
vík. „Það er einfaldlega vinsælt
að búa í Mosfellsbæ. Bærinn stóð
hæst í búsetukönnun Gallup um
viðhorf íbúa til þjónustu í stærstu
sveitarfélögum landsins. Mos-
fellsbær er vinsælt sveitarfélag
og það er eftirspurn eftir íbúðum
hér. Það er meiri eftirspurn en
framboð hér að undanförnu. Þess
vegna er uppbygging í gangi,“
segir hann ennfremur.
Íbúar Mosfellsbæjar urðu 10
þúsund í júní síðastliðnum en íbú-
um bæjarins hefur fjölgað nokk-
uð hratt undanfarin ár. „Við ger-
um ráð fyrir því í aðalskipulagi
okkar að hér fjölgi um þrjú pró-
sent á ári að meðaltali. Það þýðir
fjölgun um 300-400 íbúa á ári,
eins og fjöldinn er núna. Við vor-
um komin yfir 10.100 íbúa 1. júlí
síðastliðinn. Þannig að það mun
fjölga, hvort sem það verður
hratt og örugglega eða hægt og
sígandi í bænum á næstu árum og
áratugum,“ segir Haraldur.
Helgafellsskóli í smíðum
Stærsta nýbyggingaverkefni
bæjarins um þessar mundir er
Helgafellsskóli. Verður skólinn
bæði fyrir börn á leik- og grunn-
skólastigi. Fyrsti áfangi skólans
verður, að sögn Haraldar, tekinn
í notkun um áramótin 2018 og
2019. Kostar fyrsti áfanginn um
1,3 milljarða króna en heild-
arkostnaður við gerð skólans er
um 3,5 milljarðar króna.
Framkvæmdatillögur íbúa
Önnur smærri verkefni eru í
bígerð hjá bænum að sögn Har-
aldar. „Við vorum nýlega með
íbúakosningu, þ.e. verkefni sem
við köllum „Okkar Mosó“. Íbúa-
kosningin snerist um hvaða við-
haldsverkefni og nýframkvæmdir
bæjarbúar vildu sjá. Íbúar komu
með ýmsar tillögur og í kjölfarið
var kosið á milli tillagnanna. Út
úr því komu tíu tillögur sem er
verið að framkvæma í sumar. Við
tókum t.d. í notkun nýjan strand-
blaksvöll 17. júní,“ segir Har-
aldur um tengsl íbúa við upp-
byggingu í Mosfellsbæ.
Haraldur Sverrisson er bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Morgunblaðið/Golli
Gróska Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að mikill vöxtur sé í bænum um þessar mundir.
Mosfellsbær fagnar
30 ára stórafmæli
Haraldur Sverrisson er
fæddur árið 1961 í Reykjavík en
fluttist með foreldrum sínum
til Mosfellsbæjar, þá Mosfells-
sveitar, árið 1969. Viðskipta-
fræðingur frá HÍ og lagði stund
á framhaldsnám í fjármálum
og stjórnun í Bandaríkjunum.
Giftur Ragnheiði Gunnars-
dóttur og eiga þau þrjú börn
auk þriggja barnabarna.
Starfaði lengst af sem skrif-
stofustjóri í fjármálaráðuneyt-
inu. Hann tók við sem bæjar-
stjóri Mosfellsbæjar árið 2007
og hefur leitt lista Sjálfstæð-
isflokksins í Mosfellsbæ í
tvennum sveitarstjórnarkosn-
ingum, árin 2010 og 2014.
Hver er hann?