Morgunblaðið - 08.08.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
ERFIDRYKKJUR
Sjá heimasíðu
www.veislulist.is
æmi um verð í Veislusal
Verð er fyrir 151-250 veislu og leigu á veislusal
Ef sambærileg veisla er án veislusals kr. 1.553 pr. mann
Verð
kr. 2.103
Veislulist sér um veitingar fyrir erfidrykkjur af öllum stærðum,
hvort sem er í veislusal okkar eða í aðra sali og heimahús.
Í yfir 35 ár hefur Veislu-
list lagt áherslu á góða
þjónustu og framúrskarand
matreiðslu.
Sigurður Már Jónsson gerirgervigreind að umfjöllunar-
efni í pistli á mbl.is og segir með-
al annars frá deilu tveggja fram-
sækinna manna í viðskiptalífinu,
Marks Zuckerbergs og Elons
Musk: „Til að lýsa
deilunni í stuttu
máli má segja að
Musk hafi áhyggjur
af þróun gervi-
greindar og telur
að stjórnvöld þurfi
að marka sér
stefnu og lagaum-
gjörð áður en lengra er haldið. Ef
ekki sé að gætt geti gervigreindin
orðið mannkyninu skeinuhætt og
með þeim viðvörunarorðum tekur
hann undir með ekki ómerkari
mönnum en Stephen Hawking og
fleiri vísindamönnum. Bill Gates
hefur einnig orðað ákveðnar
áhyggjur af þróun gervigreindar.
Zuckerberg telur hins vegar að
Musk sé allt of neikvæður á þróun
gervigreindar og hefur átalið
hann fyrir að taka sér stöðu
heimsendaspámannsins þegar ný
tækni er annars vegar.“
Síðar segir Sigurður Már: „Þaðer hægt að taka undir þau
orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar að hvort sem Elon Musk
eða Mark Zuckerberger hefur
rétt fyrir sér um hætturnar af
gervigreind verður óhjá-
kvæmilegt að ræða þessa þróun á
sviði stjórnmála og vera undir
hana búin þannig að hún nýtist til
framfara fyrir mannkynið en ógni
því ekki. Sá vandi fylgir hins veg-
ar gervigreind að við vitum ekki
nákvæmlega hvaða hættur geta
fylgt því að kenna vélum að
kenna sér sjálfar og um leið veita
tölvuforriti einhverskonar sjálfs-
vitund eins undarlega og það
hljómar.“
Þetta er mikilvæg umræða semof lítið fer fyrir. Gervigreind
býður upp á gríðarleg tækifæri,
en fylgja einhverjar hættur með í
kaupunum?
Sigurður Már
Jónsson
Áhættulaust?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 7.8., kl. 18.00
Reykjavík 13 léttskýjað
Bolungarvík 10 léttskýjað
Akureyri 11 skýjað
Nuuk 10 skýjað
Þórshöfn 13 skýjað
Ósló 14 rigning
Kaupmannahöfn 20 heiðskírt
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 17 léttskýjað
Lúxemborg 24 heiðskírt
Brussel 23 heiðskírt
Dublin 17 skýjað
Glasgow 17 skýjað
London 19 léttskýjað
París 26 heiðskírt
Amsterdam 20 léttskýjað
Hamborg 22 heiðskírt
Berlín 23 heiðskírt
Vín 25 heiðskírt
Moskva 21 heiðskírt
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 35 heiðskírt
Barcelona 30 léttskýjað
Mallorca 32 heiðskírt
Róm 35 heiðskírt
Aþena 35 heiðskírt
Winnipeg 23 léttskýjað
Montreal 16 skýjað
New York 19 rigning
Chicago 22 skýjað
Orlando 32 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:59 22:09
ÍSAFJÖRÐUR 4:46 22:31
SIGLUFJÖRÐUR 4:29 22:15
DJÚPIVOGUR 4:24 21:43
Reykjalundur hefur ákveðið að
breyta frárennsliskerfi setlaugar við
sundlaug heilbrigðisstofnunarinnar.
Tilefnið er mengunarslys sem varð í
Varmá 13. júlí sl. þegar setlaugin var
tæmd vegna skipta á sandi í síum,
með þeim afleiðingum að klórvatn
rann út í ána.
„Þegar sundlaug og setlaug
Reykjalundar voru byggðar á sínum
tíma voru frárennslismál laugarinn-
ar hönnuð með þeim hætti að affall
er leitt í ofanvatnskerfi bæjarins í
stað fráveitu þess. Á starfstíma
sundlaugarinnar, sem tók til starfa
árið 2000, hefur ekki verið skipt um
sand í síum lauganna fyrr en nú og
var stjórnendum Reykjalundar ekki
ljóst að atvik sem þetta gæti átt sér
stað vegna viðhalds á laugakerfinu,“
segir í m.a. í tilkynningu sem
Reykjalundur sendi frá sér.
Samstarf við Mosfellsbæ
Nú liggi fyrir að gera þurfi ráð-
stafanir til að breyta fráveitumálum
laugarinnar, til að mengunarslys
endurtaki sig ekki. Að því verkefni
verður unnið í samstarfi Reykja-
lundar og bæjaryfirvalda í Mos-
fellsbæ, sem stofnunin segir að hafi
unnið mikið starf í því skyni að rekja
uppruna mengunarinnar síðan atvik-
ið varð.
Reykjalundur breytir frárennslinu
Mengun í Varmá rakin til klórvatns
úr setlaug sundlaugar Reykjalundar
Morgunblaðið/RAX
Reykjalundur Klórvatn úr setlaug
sundlaugarinnar fór út í Varmá.
Friðarsinnar munu minnast þess
annað kvöld, 9. ágúst, að 72 ár verða
liðin frá því að kjarnorkusprengjum
var varpað á
borgirnar Hi-
roshima og
Nagasakí í
Japan. Fórn-
arlambanna
verður m.a.
minnst með
kertafleyt-
ingum á
Reykjavíkurtjörn og Minjasafns-
tjörninni á Akureyri. Jafnframt er
verið að árétta kröfu um heim án
kjarnorkuvopna.
Samstarfshópur friðarhreyfinga
stendur fyrir þessum athöfnum. Í
Reykjavík fer hún fram kl. 22.30 á
suðvesturbakka Tjarnarinnar, við
Skothúsveg. Halla Gunnarsdóttir al-
þjóðastjórnmálafræðingur flytur
ávarp og fundarstjóri verður Stefán
Pálsson. Flotkerti verða seld á
staðnum. Þetta er 33. kertafleyt-
ingin hér á landi en athöfnin á upp-
runa sinn í japanskri hefð og fer
fram víða um heim.
Athöfnin á Akureyri hefst kl. 22
annað kvöld og þar verður Logi Ein-
arsson, formaður Samfylkingar-
innar, ræðumaður.
Minnast
árásanna
Kertafleytingar
að kvöldi 9. ágúst
Morgunblaðið/Golli