Morgunblaðið - 08.08.2017, Page 13
Ljósmynd/Team Zambía
Hjálparstarf Hjúkrunarfræðinemarnir sjö glaðir á góðri stundu. Einstakt vinasamband myndaðist þegar þær
létu draum sinn um að láta gott af sér leiða, ferðast og að öðlast dýrmæta reynslu rætast í ævintýraferð í Zambíu.
um við sendar í lestrar- og
stærðfræðikennslu, listasmiðjur og
fleira. Það sem okkur fannst
áhugaverðast voru verkefni sem
kallast „Health Club“ og „Girl
Impact“. Health Club fólst í því að
fara í nálæga grunnskóla og kenna
börnunum fæðuhringinn og mikil-
vægi þess að drekka vatn,“ segir
hópurinn og bætir við að það hafi
verið gaman að sjá hvað krakk-
arnir voru áhugasamir.
„Girl Impact var verkefni sem
hafði mikil áhrif á okkur. Girl Imp-
act fólst í því að styrkja sjálfsmynd
ungra stúlkna og kynna þeim rétt
þeirra. Stelpurnar búa í samfélagi
þar sem konur eru lítils metnar og
njóta ekki sömu réttinda og karlar.
Það er mikilvægt að gera þeim
grein fyrir hvers virði þær eru og
að þær eigi sig sjálfar,“ segja
hjúkrunarnemarnir alvarlegir.
Þeir segja sjálfstyrkingar-
námskeiðið fjölbreytt. „Við rædd-
um um óléttu, getnaðarvarnir og
tíðarhringinn við ungar stelpur og
kenndum þeim að þær væru ekki
skyldugar að eignast börn. Þjálf-
uðum fullorðnar konur í að skapa
sér atvinnutækifæri. Til dæmis
með því að fara með túrista í leið-
söguferðir um bæinn sinn. Það var
ómetanleg tilfinning fyrir okkur að
geta veitt þessa hjálp.“
Hjúkrunarnemarnir eru
ánægðar með hvernig ferðin hefur
gengið. „Það hljómar kannski ótrú-
lega en það hefur ekki verið neitt
vesen að ferðast í sjö manna hópi.
Sambúðin hefur gengið mjög vel.
Við erum ólíkar en höfum lært að
taka tillit til hver annarrar. Vin-
áttan sem við eignumst á þessu
ferðalagi er engu lík.“
Það er kostnaðarsamt að
ferðast til Afríku og hópurinn var
duglegur í fjáröflun. „Fjölskylda og
vandamenn eiga hrós skilið fyrir
allan þann lakkrís, hlaup, klósett-
pappír og sjúkratöskur sem þau
keyptu af okkur. Við vorum dugleg-
ar að vinna í sjúkragæslu á mennta-
skólaböllum, heldum bingó og næld-
um okkur þannig í aukapening,“
segir hópurinn ánægður með að
hafa safnað fyrir 1/3 af kostnaði
ferðarinnar. Hjúkrunarfræðinem-
arnir hvetja alla til þess að fara í
svona ferð. Þær segja alla hafa gott
af því að kynnast menningu sem
stangast á við gildi vestrænnar
menningar.
„Við mælum sérstaklega með
þjónustu African Impact. Það var
tekið vel á móti okkur og utan-
umhald gott. Aðstaðan var til fyrir-
myndar, miklu betri en við þorðum
að vona, segir team Zambía. Þær
benda á að African Impact sé einn-
ig með verkefni sem tengjast heil-
brigðisþjónustu, kennslu-, íþrótta-,
samfélagsuppbyggingu og um-
hverfi.
Hjúkrunarfræðingarnir eru nú
á ferðalagi sem hófst í Zimbabwe
og endar Namibíu. „Við erum bún-
ar að sjá fjöldann allan af dýrum,
gista á eyðieyju með engu rafmagn,
vatni, klósetti eða munaði og eiga
ótrúlega skemmtilegar stundir í
tjöldum í afrískri náttúru,“ segja
hjúkrunarfræðinemarnir sem
hlakka til að koma heim í rútínuna
en hefðu verið tilbúnar að vera
lengur úti.
Hlýja Hjálparstarfmenn eru oft eina
von íbúa í Zambíu sem treysta á þá.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017
TWIN LIGHT GARDÍNUM
Betri birtustjórnun með
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
Ríkjandi dragdrottning Íslands, Sig-
urður Heimir Guðjónsson, öðru nafni
Gógó Starr, og Margrét Erla Maack,
Miss Mokki, hafa tekið höndum sam-
an og stefna á ferð til Evrópu næsta
sumar.
Þar munu þau skemmta á fjöl-
listasýningum, burlesque-sýningum,
sveittum pöbbum, leynistöðum og
dragsýningum. Tilgangur ferðalags-
ins er, auk þess að sýna sig og sjá
aðra, að mynda tengsl; fá listamenn
til þess að skemmta og kenna í vax-
andi drag- og burlesque-senu í
Reykjavík og sýna þeim hversu góð
íslenska senan er.
Söfnun er hafin á Karolina Fund
sem gengur vel. Ef nægt fjármagn
fæst munu Gógó Starr og Miss Mokki
bjóða þeim sem styrkja ferðalagið á
sýningu áður en þau leggja af stað í
ferðina.
Sýningarferðalag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gógó Starr og Miss Mokki safna
Blátindur var reisulegt
hús sem fór undir hraun í
eldgosinu á Heimaey
1973. Hluti hússins stóð
út úr hraunkantinum að
gosi loknu og hefur laðað
að fjölda ferðamanna.
Í tímans rás hefur
molnað undan rústunum
og var því brugðið á það
ráð að endurgera glugga-
hlið Blátinds og svala-
handrið. Í glugganum má
nú sjá ljósmyndir sem
segja sögu fjölskyldunnar
og eldgossins 1973. Sama
fjölskyldan bjó í húsinu
frá því að það var byggt
1942 þar til það eyðilagð-
ist í eldgosinu.
Vert að skoða …
Morgunblaðið/Ófeigur
…Blátind, rústir húss við
hraunkantinn í Vestmannaeyjum
Hinsegin dagar í Reykjavík hefjast í
dag, þriðjudaginn 8. ágúst, og standa
til sunnudagsins 13. ágúst. Gleði-
gangan á laugardaginn er hápunktur
hátíðarhaldanna, en þá sameinast
lesbíur, hommar, tví- og pankyn-
hneigðir, transfólk, intersexfólk og
aðrir hinsegin einstaklingar í einum
hópi ásamt fjölskyldum sínum og vin-
um til að staðfesta tilveru sína, sýni-
leika og gleði, ásamt því að minna á
þau baráttumál sem skipta hvað
mestu máli hverju sinni.
Uppstilling göngunnar verður frá
kl. 11 á Hverfisgötu, milli Ingólfs-
strætis og Klapparstígs. Gengið verð-
ur niður Hverfisgötuna kl. 14, eftir
Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og endað á
útitónleikum í Hljómskálagarðinum.
Á vefsíðu Hinsegin daga eru upplýs-
ingar um viðburði og annað sem
tengist hátíðinni og gleðinnar göngu.
Þar má t.d. hlusta á Liti regnbogans,
lag Hinsegin daga 2017, í flutningi
Daníels Arnarssonar.
Vefsíðan www.hinsegindagar.is
Morgunblaðið/Ófeigur
Hápunktur daganna Gleðiganga Hinsegin daga er hápunktur hátíðarinnar.
Allt um viðburði og gleðinnar
göngu á einum stað
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.