Morgunblaðið - 08.08.2017, Síða 15

Morgunblaðið - 08.08.2017, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017 Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520 Útihátíðin SPOT var haldin um helgina í áttunda skiptið fyrir neðan húsakynni skemmtistaðarins SPOT í Kópavogi. Aðstandendur hátíð- arinnar áætla að á þriðja þúsund manns hafi mætt á viðburði hátíð- arinnar yfir helgina. Bjössi trúbador stjórnaði brekkusöng með aðstoð fé- laga sinna úr Greifunum en áætlað er að tólf til fimmtán hundruð manns á öllum aldri hafi setið í brekkunni og sungið með. Að brekkusöngnum loknum var síðan ball á SPOT með Greifunum og Sigga Hlö. Aldrei stærri brekkusöngur „Brekkusöngurinn hefur senni- lega aldrei verið stærri,“ segir Krist- ján Viðar Haraldsson, betur þekktur sem Viddi Greifi, söngvarinn í Greif- unum. „Stemningin var æðisleg. Þetta er svo friðsamt að lögreglan kemur varla við. Það eru allir óláta- belgirnir úti á landi,“ segir Viddi og hlær við. Á þriðja þúsund manns mætti á útihátíð SPOT  Um 1.500 manns mættu á brekkusönginn í Kópavogi Stuð Það var stemning og einlæg gleði í brekkunni við SPOT um helgina. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Íslenskir keppendur náðu góðum ár- angri á heimsleikunum í crossfit, sem fram fóru í borginni Madison í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum um helgina. Annie Mist Þórisdóttir náði bestum árangri Íslendinga og end- aði í þriðja sæti í kvennaflokki. Þetta er í fimmta sinn sem Annie Mist nær verðlaunasæti á heimsleik- unum, en hún hefur tvívegis unnið leikana. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir voru í fjórða og fimmta sæti og Þuríður Erla Helgadóttir endaði í 18. sæti. Í karlaflokki náði Björgvin Karl Guð- mundsson sjötta sæti, sem er hans næstbesti árangur á leikunum. Hilmar Harðarson, sem keppti í flokki karla 60 ára og eldri, endaði í öðru sæti. Tvö íslensk lið tóku þátt í liðakeppni heimsleikanna. Lið Crossfit XY endaði í 28. sæti en lið Crossfit Reykjavík neyddist til þess að hætta keppni, þar sem einn kepp- enda liðsins meiddist. Peningaverðlaunin góð búbót Heimsleikarnir eru stærsta keppnin í crossfit-heiminum og pen- ingaverðlaunin fyrir efstu sætin eru há. Alls fengu Íslendingarnir rúma 21 milljón króna í sinn hlut. „Þetta er alltaf að skána með hverju árinu og það er alltaf verið að borga fleirum. Þeir eru að borga fyrir topp 20 núna. En verðlaunaféð er bara eitt og svo eru það styrktar- samningarnir. Mestallir peningarnir í þessu koma úr styrktarsamningum og í gegnum samfélagsmiðla,“ segir Björgvin Karl Guðmundsson í sam- tali við Morgunblaðið. Hann segist þreyttur eftir mótið, en þokkalega sáttur með sinn árang- ur. „Ég stefndi auðvitað á pall, en ég get ekki verið ósáttur,“ segir Björg- vin. Hann segir frábæra stemningu hafa ríkt á meðal íslenskra áhorf- enda á áhorfendapöllunum í Madi- son og að Bandaríkjamönnum í sportinu þyki merkilegt hversu góð- um árangri Íslendingar nái ár eftir ár. Íþróttin sé í örum vexti í Banda- ríkjunum. „Þetta er farið að breiðast út og fólk er farið að vita af þessu þó svo að það sé ekki að æfa íþróttina,“ segir Björgvin, sem ætlar að taka það rólega í Chicago næstu daga. Ljósmynd/CrossFit Games Járn Annie Mist Þórisdóttir rífur í járnið á nýafstöðnum heimsleikum í crossfit. Hún hefur endað á verðlaunapalli oftast allra kvenna. Íslendingarnir eru í fremstu röð Heimsleikar í crossfit » Annie Mist náði verðlauna- sæti í fimmta sinn og hefur náð því oftast allra kvenna. » Hilmar Harðarson fékk silf- urverðlaun í flokki karla 60 ára og eldri. » Íslendingarnir fengu rúma 21 milljón króna í verðlaunafé, en féð er þó einungis hluti tekna atvinnumanna. Þrjár á palli Tvær ástralskar konur háðu harða baráttu um gullið.  Annie Mist á palli í fimmta skipti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.