Morgunblaðið - 08.08.2017, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
silestone.com
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
8. ágúst 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 104.31 104.81 104.56
Sterlingspund 138.14 138.82 138.48
Kanadadalur 82.74 83.22 82.98
Dönsk króna 16.595 16.693 16.644
Norsk króna 13.177 13.255 13.216
Sænsk króna 12.847 12.923 12.885
Svissn. franki 107.49 108.09 107.79
Japanskt jen 0.9423 0.9479 0.9451
SDR 147.32 148.2 147.76
Evra 123.45 124.15 123.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.8738
Hrávöruverð
Gull 1257.55 ($/únsa)
Ál 1888.0 ($/tonn) LME
Hráolía 51.97 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Rafbílaframleiðandinn Tesla
hyggst gefa út skuldabréf frekar
en hlutabréf til að standa straum
af kostnaði við að auka fram-
leiðslugetu fyrirtækisins. Að sögn
Wall Street Journal greindi Elon
Musk markaðsgreinendum frá að
fyrirtækið stæði frammi fyrir
verulegum framleiðsluáskorunum
og þyrfti á fjármagni að halda til
að geta keppt við aðra fjöldafram-
leiðendur bifreiða.
Er fyrirhugað að gefa út skulda-
bréf fyrir 1,5 milljarða dala, en við
lok síðasta ársfjórðungs námu
skuldir Tesla 9,67 milljörðum dala.
Handbært fé á síðasta fjórðungi
var 3 milljarðar dala en þar af
verður búið að eyða 2 milljörðum á
fyrri helmingi þessa árs.
Ekki er enn búið að ákveða
hvaða vexti nýju skuldabréfin
munu bera eða hvert innlausnar-
verð þeirra verður.
Tesla kynnti á dögunum nýjan
rafmagnsbíl, Model 3, sem er mun
ódýrari en þeir bílar sem fyrirtæk-
ið hefur framleitt til þessa. Standa
vonir til að í lok næsta árs muni
Tesla framleiða allt að 10.000
Model 3 bíla í viku hverri, en á síð-
asta ári framleiddi fyrirtækið að
jafnaði 2.000 bíla vikulega.
ai@mbl.is
Tesla gefur út
skuldabréf fyrir
1,5 milljarða dala
AFP
Vinsæll Nýr rafbíll Tesla mun reyna á framleiðslugetu fyrirtækisins.
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri júlí-
mánaðar heldur sala hjá fyrirtækjum
Haga áfram að dragast saman mælt
bæði í magni og krónum. Er sam-
drátturinn í júlí svipaður milli ára og
mældist í mánuðinum á undan. Þetta
kemur fram í tilkynningu sem send
var fjölmiðlum á föstudagskvöld.
Gera stjórnendur Haga núna ráð
fyrir að rekstrarhagnaður fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði fyrir tíma-
bilið maí til ágúst verði 20% lægri en á
samatímabili í fyrra.
Þegar rekstur sumarmánaðanna er
borinn saman milli ára þarf að taka
tillit til þess að verslunarmannahelgin
lendir á ágústmánuði í ár en var í júlí í
fyrra. Þá hefur lokun efri hæðar Hag-
kaupsverslunarinnar í Kringlunni
haft áhrif á veltu félagsins, og einnig
hefur verslun Zara í Smáralind verið
lokuð tímabundið vegna endurnýjun-
ar með tilheyrandi kostnaðarauka og
minnkun sölutekna. Samhliða hefur
gengisþróun valdið verðhjöðnun,
samkeppni harðnað og kostnaðarliðir
hækkað, m.a. vegna kjarasamnings-
bundinna launahækkana. ai@mbl.is
Afkoma Haga versnar
Bandaríska kaffihúsakeðjan
Dunkin‘ Donuts hyggst opna
útibú í borginni Pasadena í Kali-
forníu með breyttu nafni.
Nýi staðurinn mun einfaldlega
heita „Dunkin‘“, en með því að
fella burtu kleinuhringshluta
nafnsins vonast stjórnendur
keðjunnar til að tengja ímynd
Dunkin‘ meira við kaffi og kaffi-
drykki en við djúpsteikt, sykur-
húðað og hitaeiningaríkt bakk-
elsið sem keðjan er frægust
fyrir.
Gangi tilraunin vel er fyr-
irhugað að fleiri „Dunkin’“-
staðir verði opnaðir árið 2018.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu
segir að í röskan áratug hafi
kaffihúsakeðjan notað styttu út-
gáfuna af nafninu í auglýsingum
og slagorðum. ai@mbl.is
Gera tilraun
með nýtt nafn
Dunkin‘ án Donuts
Afþreyingarrisinn Netflix hefur fest
kaup á myndasöguútgáfunni Millar-
world. Er það fyrsta yfirtakan í 20
ára sögu Netflix en Millarworld á
m.a. heiðurinn að teiknimyndasög-
unum sem kvikmyndirnar Wanted,
Kick-Ass og Kingsman byggjast á.
Greint var frá kaupunum á mánu-
dag.
Mark Millar stofnaði Millarworld
fyrir 15 árum en hann hafði áður
starfað hjá Marvel Entertainment.
Að sögn WSJ er fáheyrt að svona
stórar myndasöguútgáfur séu keypt-
ar í heild sinni en árið 1968 keypti
Warner Brothers DC Comics og
Disney eignaðist Marvel árið 2009.
Kaupverðið hefur ekki fengist
uppgefið eða hvort aðrir kaupendur
höfðu augastað á Millarworld.
Kaupin tryggja Netflix eignarrétt
á söguþráðum, söguhetjum og heilu
söguheimunum sem gætu reynst
góður efniviður í sjónvarsþætti og
kvikmyndir. Almenningur virðist
mjög áhugasamur um sögur Millar-
world en tekjur af sýningum Wan-
ted, Kick-Ass og Kingsman í kvik-
myndahúsum námu samtals nærri
milljarði dala. ai@mbl.is
AFP
Metnaður Sögur Millarworld gæti reynst Netflix efniviður í fjölda þátta.
Netflix kaupir
myndasöguútgáfu
Rafmyntin bitcoin hækkaði mikið í
verði um helgina eftir að hafa hald-
ist tiltölulega stöðug frá 20. júlí til
3. ágúst. Hafði verð bitcoin sveiflast
á 2.600 til 2.800 dala bilinu í um
tvær vikur þar til að á laugardag að
myntin skaust úr tæplega 2.900 döl-
um upp í um 3.300 dali. Að sögn
BBC var það í fyrsta skiptið sem
bitcoin rauf 3.000 dala múrinn.
Bitcoin náði nýju hámarki á
mánudag þegar verðið fór hæst í
tæplega 3.452 dali, samkvæmt
verðskráningu bitcoin-markaðarins
Coindesk.
Eftir hækkun helgarinnar er
heildarvirði allra framleiddra
bitcoin-mynta samtals 56 milljarðar
dala. Hefur bitcoin hækkað um 18%
í ágúst og þrefaldast í verði frá árs-
byrjun. ai@mbl.is
Aftur rýkur bitcoin upp
Dýrt Met var slegið á mánudag þeg-
ar bitcoin fór í nærri 3.452 dali.
Atvinna