Morgunblaðið - 08.08.2017, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017
✝ Jón Grétarfæddist á
Seyðisfirði 21.
september 1944.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 28.
júlí 2017.
Foreldrar hans
voru Sigríður
Jónsdóttir, f. 15.
mars 1917, d. 24.
febrúar 2008, og
Vigfús E. Jónsson, f. 1. desem-
ber 1903, d. 2. ágúst 1980.
Systkini Jóns Grétars eru
ember 1980, eftirlifandi kona
hans er Jóhanna Sigurjóns-
dóttir frá Siglufirði, f. 29.
október 1951. Einkadóttir
þeirra er Sigríður Jónsdóttir,
f. 30. apríl 1980. Maður henn-
ar er Konráð Þór Ólafsson, f.
10. janúar 1976. Börn hans úr
fyrri sambúð eru Sóley Líf og
Ísak Freyr.
Jón Grétar bjó alla tíð á
Seyðisfirði og stundaði sjó
þaðan frá 15 ára aldri eða alls
í 52 ár. Stærstan hluta starfs-
ævinnar var hann á skipum
Gullbergs hf. frá Seyðisfirði
og vann þar þangað til hann
hætti störfum í september
2011.
Útför Jóns Grétars fer fram
frá Seyðisfjarðarkirkju í dag,
8. ágúst 2017, og hefst athöfn-
in kl. 14.
Guðlaug Stefanía,
f. 9. apríl 1940, d.
4. september 2016.
Maður hennar er
Gunnar Ragn-
arsson. Borghild-
ur, f. 12. júlí 1948.
Maður hennar er
Árni Arnarson.
Ólafur, f. 3. sept-
ember 1952, og
Gunnar Árni, f. 4.
janúar 1959. Kona
hans er Ágústa Berg Sveins-
dóttir.
Jón Grétar kvæntist 26. des-
-Ég ætla að giftast Grétari
Fúsa, var svar uppáhaldsfrænku
minnar þegar ég sem krakki
spurði hana hverjum hún ætlaði
að giftast. Það skoplega var að ég
held ekki að hún hafi almennilega
vitað hver hann var þá. En já,
hún giftist honum Grétari, sem
betur fer, því ég á þeirrar gæfu
að gegna að hafa fengið að vera
eins og aukadóttir þeirra hjóna.
Húsið á Fjarðarbakkanum var
mér eins og annað heimili og hef-
ur alla tíð verið. Þar ríkir kær-
leikur og góðvild sem dró mig til
sín. Og þau eru ekki ófá skiptin
gegnum árin sem ég hef setið við
eldhúsborðið og drukkið kaffi,
borðað súkkulaði og spjallað og
hlegið langt fram eftir nóttu. Ég
var alltaf velkomin og mér leið
vel.
En það er sko sannarlega stutt
á milli hláturs og gráts í þessu lífi
sem við svo oft tökum sem sjálf-
sögðum hlut, því nú ert þú Grétar
minn farinn á betri stað og það er
ekki orðið veruleiki ennþá. Ég sat
jú hjá þér bara nokkrum tímum
áður og bað þig að fara til læknis
því mér fannst þú svo fölur og svo
hló ég með þér og fann þessa
endalausu væntumþykju sem
hjartað mitt alltaf fylltist af í ná-
vist þinni. En víst strauk ég
handlegginn þinn oftar en annars
í þetta skipti. Ég bara þurfti þess.
Og ég man svo margt og lang-
ar að skrifa svo margt, en það er
eins og hugurinn geti ekki sorter-
að á þessari sorgarstund. En allt
er samt þarna, alveg frá „er ljós í
svítunni“, til flutnings ykkar í
húsið sem mér fannst svo fallegt.
Þegar Sigríður fæddist og öll
skiptin sem ég passaði hana. Þeg-
ar ég varð mamma og þú Grétar
afi. Þegar ég og fjölskyldan mín
fluttum til útlanda og þú og Anný
mín tókuð mömmu gömlu undir
verndarvæng ykkar. Þegar við
komum sumar eftir sumar í heim-
sókn og aldrei breyttist neitt og
alltaf vorum við jafn velkomin.
Ég man líka morgunspjallið
okkar gegnum árin bæði á Fjarð-
arbakkanum og í Svíþjóð, þá
ræddum við hluti sem bara við
ræddum og leystum ýmsa hnúta.
Og aldrei mun ég gleyma sam-
verustundum okkar síðastliðið ár
og öllum þeim kærleik sem þið
bæði umvöfðuð mig þegar lífið
mitt varð brothætt og mig vant-
aði skilning í þögninni.
Auðvitað er þetta bara brota-
brot af öllum minningunum um
þig, en allar eiga þær sameigin-
legt að vera ómetanlegar.
Ég held því fram að maður
læri eitthvað að öllu samferða-
fólki sínu, af þér lærði ég meðal
annars góðvild og jákvæðni og
það hefur verið og verður áfram
mitt veganesti.
En ó, hvað ég á eftir að sakna
þín mikið, elsku hjartans Grétar
minn, og ljóssins sem alltaf fylgdi
þér hvert sem þú komst.
-Ég er sorgmædd en himinn-
inn glaður og ég efast ekki um að
þú flýgur um á vegum norðurljós-
anna í fullri flugvél af páfagauk-
um, með bros á vör og lítur eftir
okkur öllum.
Samúð mína alla eiga Anný og
Sigríður og má það góða vernda
þær í sorginni.
Takk fyrir allt og allt, þú
dásamlega manneskja.
Guðmunda Jóna (Gúa Jóna)
Er einhver heima? Þetta þýddi
bara eitt! Grétar frændi var kom-
inn í heimsókn.
Elsku Grétar frændi, mikið
finnst mér skrýtið að það verði
aldrei aftur dinglað tvisvar og svo
hljómi þessi spurning. Þú varst
svo miklu meira en bara gamli
frændi okkar þarna á Leirubakk-
anum, frændi, afi og vinur var lík-
lega besta útskýringin. Mér
fannst þú alltaf einstaklega
glæsilegur maður, samanber ef
þú birtist hér eftir að hafa eitt-
hvað verið að brasa í garðinum
íklæddur köflóttri skyrtu, göml-
um gallabuxum, garðskónum þín-
um og með axlabönd, fannst mér
þú samt alltaf vel til fara, kannski
vegna þess að þannig varstu
bara.
Mér finnst það ómetanlegt að
hafa fengið að kynnast þér og
ykkur þarna á Fjarðarbakka 3 og
ég get líklega seint þakkað það að
hafa átt hjá ykkur bæði eyra og
skjól.
Ég á eins og sjálfsagt allir í
þessari fjölskyldu ótal margar
minningar um Grétar frænda,
hann Daði leit mikið upp til þín og
var alveg með það á hreinu að ef
maður varð að vera fínn og í
jakkafötum, þá var maður með
bindi eða þverslaufu, eins og
Grétar frændi. Ég er líka nokkuð
viss um að mig sé ekki að mis-
minna þegar ég segi að fyrstu
bindishnútarnir sem bundnir
voru fyrir Sindra og Daða voru
bundnir af þér, það þótti væn-
legra að fá þig til að græja þetta
fyrir drengina heldur en að pabbi
færi í það og endaði þá líklega
með fingurna bundna fasta við
bindið.
Ég hafði mjög gaman af því að
spjalla við þig um alla heima og
geima og að hlusta á þig og pabba
ræða fiskiríið á togaranum þessa
stundina, yfir kaffibolla, ég er
viss um að við systkinin vorum
sjaldan jafnviljug að hella upp á
kaffi og þegar þú varst mættur.
Það er vond tilhugsun að ég
eigi aldrei eftir að heyra sæl
frænka og að þú sért ekki við
endann á eldhúsborðinu, drekkir
kaffi með okkur og hlustir á vit-
leysuna sem vellur næst þegar
maður verður í kaffispjalli á
Fjarðarbakka 3, hristir svo haus-
inn og glottir þegar vitleysan er
orðin meiri en góðu hófi gegnir
og færir þig inn í stofu í stólinn
þinn til að kíkja á nýjustu frétt-
irnar.
Elsku frændi, það er stórt
skarð hoggið í fjölskylduna við
fráfall þitt. Takk fyrir allt og skil-
aðu kveðju til allra þarna hinu-
megin frá mér. Ég býst við að við
sjáumst einn daginn aftur.
Þín frænka,
Guðlaug.
Jón Grétar
Vigfússon
✝ Birgir Matt-híasson fæddist
í Reykjavík 9. októ-
ber 1937. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Grund 25. júlí
2017.
Foreldrar Birgis
voru Matthías Þór-
ólfsson bóndi í Ást-
úni, f. 19. janúar
1900, d. 27. október
1961, og Steinunn
Guðjónsdóttir húsmóðir, f. 7.
september 1902, d. 15. júní
1995. Birgir átti eina systur,
Hrafnhildi, f. 3. september 1936,
maki Jón Hafsteinn Guðmunds-
son.
Hinn 5. júní 1994 kvæntist
Birgir Guðrúnu Gerði Ásmunds-
dóttur leikkonu, f. 19.11. 1935.
Birgir ólst upp í Ástúni í
Kópavogi og vann
við búskap með
föður sínum. Eftir
lát Matthíasar tók
hann við búinu.
Samhliða bústörf-
unum stundaði
Birgir ýmsa aðra
vinnu og seldi tún-
þökur í samvinnu
við Jón mág sinn.
Þegar búskapur
lagðist af í Ástúni
fluttist hann að Hrafntóftum í
Rangárvallasýslu og hóf þar
trjárækt sem hann hafði mikla
ánægju af. Einnig ráku þau
Guðrún saman lítið ferðaþjón-
ustufyrirtæki, Ferð og sögu, í
nokkur ár.
Útför Birgis fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 8. ágúst
2017, kl. 15.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði,
Hrafnhildur Matthíasdóttir.
Elsku Birgir frændi, ég og
fjölskylda mín kveðjum þig með
söknuði og þakklæti fyrir allt
sem þú hefur veitt okkur. Það
var alltaf svo notalegt að heim-
sækja þig, hvort sem var til þín
og ömmu í Ástúni, á Hrafntóftir
og einnig til ykkar Guðrúnar á
Grandaveginum.
Þú varst hvers manns hug-
ljúfi og ætíð tilbúinn að greiða
götu vina og ættingja. Þú varst
mjög handlaginn og bjóst til
marga nytsama og fallega hluti.
Mér eru minnisstæðir skíðasleð-
arnir sem þú bjóst til fyrir okk-
ur systkinin en þessir forláta
sleðar voru með bremsum sem
aðrir sleðar höfðu ekki í þá
daga.
Fallegu birkitrén og sólberja-
runnarnir í garðinum mínum eru
gjafir frá þér og minna mig á
heimsóknir okkar á Hrafntóftir
þar sem þú stundaðir ræktunar-
störf síðustu þrjá áratugina eða
svo. Það var alltaf jafn ánægju-
legt að skoða með þér fallega
skógarlundinn sem þú ræktaðir
þar og fræðast um það sem þú
varst að sinna.
Við þökkum samfylgdina.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Matthildur og Gunnar.
Við andlát Birgis Matthías-
sonar er horfinn okkar besti vin-
ur. Hann var búinn að glíma við
erfið veikindi á síðustu árum og
síðustu mánuðir búnir að vera
honum mjög erfiðir og hann orð-
inn þreyttur. Þá er gott að fá að
sofna frá þessu öllu saman.
Aldrei heyrði maður hann
kvarta, sama á hverju gekk.
Ég kynntist Birgi þegar ég
var send til móður hans á vegum
heimaþjónustu Kópavogs og í
framhaldi af því fór ég sem ráðs-
kona austur í Hrafntóftir til
hans með tvo yngstu syni mína,
þá fimm og tíu ára.
Birgir var mikið ljúfmenni og
mikill barnakall enda hændust
strákarnir strax að honum.
Hann talaði mikið við þá um lífið
og tilveruna, vináttuna og um
gildi samveru og samheldni.
Hann var þeim góð fyrirmynd
og óskaplega góður og gekk
þeim svo sannarlega í föðurstað.
Ég man eftir Birgi með
drengina mína föðurlausa í fang-
inu, allir að leggja sig eftir mat-
inn eins og tíðkaðist þá í sveit-
inni og allir undir sama teppinu.
Þó að þeir væru stálpaðir strák-
ar var ekki til umræðu að þeir
lékju sér úti, þeir urðu að leggja
sig eins og Birgir. Svo eltu þeir
hann eins og litlir hvolpar hvert
sem hann fór.
Birgir var okkur einstaklega
kær og þökkum við honum af
öllu hjarta fyrir það sem skiptir
okkur öll svo miklu máli í lífinu,
ómælda umhyggju og yndislega
vináttu. Hilmar Ingi og Anton
Tjörvi þakka honum alla hjarta-
hlýjuna og föðurumhyggjuna
sem hann veitti þeim sem litlum
drengjum og allar götur síðan.
Við munum ávallt minnast hans
með virðingu og væntumþykju.
Blessuð sé minning þessa
hjartahlýja vinar okkar sem við
munum aldrei gleyma.
Líf vort er tónn, á hörpu ljóss og
húms
það hljómar skammt,
grætur og hlær
við hliðskjálfs tíma og rúms,
en hljómar samt,
síðan einn dag – þann dag veit eng-
inn spá –
er dauðaþögn og tónninn liðinn hjá.
Vinur í raun: hér hvílir þú svo hljótt,
en hjarta nær
ómar þitt líf sem lýsir gegnum nótt
einn logi skær.
Traust var þín hönd og trú við hlut-
verk sitt,
en tónsins djúp var góða hjartað
þitt.
Þökk sé þér vin: Við lifum lítil börn
og líðum burt.
Vor tónn er sár, við eigum enga vörn
– um allt er spurt.
Líf þitt er svar: á bak við skúr og skin
við skynjum þig, hinn liðna trygga vin.
(Jóh. úr Kötlum.)
Elsku Guðrún, Hrafnhildur,
aðrir ástvinir og þeir sem syrgja
fráfall Birgis. Megi almættið
leiða ykkur áfram á erfiðum
stundum.
Margrét, Hilmar
Ingi og Anton Tjörvi.
Nú er enn eitt góðmennið bú-
ið að kveðja þessa jörð. Birgir
Matthíasson frá Ástúni var
mörgum kær sem til hans komu.
Birgir var í mínum huga alger
rokkstjarna því hann átti fullt af
hestum og var ekkert nískur á
að leyfa krakkakjána úr blokk-
arhverfinu í Kópavogi að leika
sér með trippunum. Ég var með
ólæknandi áhuga á hestum og
öllu sem var sveitalegt, en þar
bjargaði Birgir öllu, sem bjarg-
að varð. Ég fékk að taka þátt í
heyskapnum og taka upp kart-
öflur ásamt ýmsum gróðurtil-
raunum á gulrótum eða gulróf-
um sem voru svo seldar beint úr
garði.
Ekkert haggaði Birgi þó að
ærslabelgir, sem að hann átti
ekkert í væru að flækjast fyrir
honum dags daglega. Enda var
hann einstaklega barngóður og
áhugasamur um það sem aðrir
voru að gera. Hann var nú ekki
að æsa sig yfir smáhlutum og
því, sem skipti ekki máli, en allt-
af var samt eins og hann ætti í
manni hvert bein og sýnir það
best þegar ég sem unglingur flyt
út á land og langaði að hafa með
mér einn af vinum mínum úr
hesthúsinu. Falaðist ég því eftir
að kaupa eitt trippið, sem var
orðið tímabært að temja. Þá
sagði hann að ég mætti velja
mér eitt úr hópnum. Það var
erfitt að gera upp á milli, en
valdi að lokum litla brúna
hryssu, sem reyndist mér vel.
Þegar kom að því að borga grip-
inn brosti Birgir bara og sagði
að ég mætti eiga hana. Þannig
gaf Birgir mér fyrsta hestinn
minn, en þá hafði hann í samráði
við Steinunni frænku sína áður
verið búinn að gefa mér fyrsta
reiðnámskeiðið mitt svo að nú
var ég fær í flestan sjó. Ekki var
það af því hann væri svo ríkur,
því margir gefa minna sem eiga
meira. Alltaf virtist hann eiga
nóg af öllu því mér fannst hann
svo sáttur með það sem hann
hafði.
Ekki losnaði Birgir við
krakkaorminn þótt hann hætti
búskap í Kópavogi og flytti aust-
ur fyrir fjall að Hrafntóftum. Ég
fór í bændaskóla og gerðist
bóndi í nærliggjandi sveit. Svo
það var afráðið, Birgir sat uppi
með mig sem nágranna líka.
Nokkrum árum síðar giftist
hann vinkonu minni Guðrúnu
Ásmundsdóttur og þá hófst nýr
kafli í lífi þessa góða, rólynda,
þrjóska og dásamlega vinar, sem
við kveðjum með söknuði. Alltaf
geymi ég í hjarta mínu ráðlegg-
ingu sem er engu lík. Hann
glímdi við erfið veikindi síðustu
árin, þótt hann væri ekkert að
gera þau að aðalumræðuefni,
sagði hann við mig eitt sinn, er
ég spurði hann hvort það væri
ekki of erfitt fyrir hann að
standa í kæfugerð svona lasinn.
„Nei Gurrý, maður gefst aldr-
ei upp, það er bara ekki inni í
myndinni.‘‘ Elsku Birgir, ég og
mín fjölskylda kveðjum þig með
söknuði og sendum samúðar-
kveðjur til allra þinna ástvina og
frændfólks sem að skiptu þig
svo miklu máli.
Guðríður
Júlíusdóttir.
Birgir Matthíasson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
mágkona og frænka,
RÓSA EIRÍKSDÓTTIR RAMSAY
lést í St. Andrew, Jamaica, 17. júlí sl.
Bálför hennar fer fram í St. Andrew,
Jamaica 10. ágúst nk.
Eiríkur Barnaby Ramsay Marcie Ramsey
og börn
Margaret Hope Ramsey
og börn
Solveig Thorarensen
systkinabörn hinnar látnu
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURJÓN SAMÚELSSON,
bóndi á Hrafnabjörgum
í Laugardal v/Ísafjarðardjúp,
lést á hjúkrunarheimilinu Eyri föstudaginn 4.
ágúst.
Útför verður frá Ögurkirkju laugardaginn 12. ágúst kl. 14. Blóm
og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði.
Samúel Sigurjónsson Ragnheiður Þórólfsdóttir
Kristinn Sigurjónsson
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, pabbi okkar og
afi,
SKÚLI B. ÓLAFS
rekstrarhagfræðingur,
Vesturströnd 31,
Seltjarnarnesi,
lést fimmtudaginn 3. ágúst síðastliðinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðbjörg R. Jónsdóttir
Gunnar Skúlason Guðrún Gestsdóttir
Jón Björn Skúlason Steinunn Hauksdóttir
Jóhanna S. Ólafs Ingvi Arnar Sigurjónsson
og barnabörn