Morgunblaðið - 08.08.2017, Side 29

Morgunblaðið - 08.08.2017, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á bo rgarann Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú skalt ekki hika við að rétta fram hjálparhönd ef þér finnst á annað borð að einhver sé hjálparþurfi. Ekki af því að þú ættir að gera það, heldur af því að þeir eru hluti af því sem þú ert. 20. apríl - 20. maí  Naut Ýmsir erfiðleikar eru fram undan ef þú tekst ekki á við vandamálin hér og nú. Reyndu umfram allt að leysa málin á mýkri nótunum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sýndu öðrum næga tillitssemi, sér- staklega þar sem um sameiginleg fjárhags- málefni er að ræða. Farðu varlega í spákaup- mennsku, útkoman er ófyrirséð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Oft má leysa hlutina með hugviti og litlum peningalegum kostnaði. Bestu lausn- irnar bíða gjarnan þar sem síst skyldi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert með frábæra hugmynd sem þú vinnur að af öllu afli. Njóttu góðra stunda með öðrum og þiggðu öll boð sem þér ber- ast. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Viðbrögð fólks birtast ekki hvað síst í svipbrigðum og öðru sem ekki liggur í augum uppi. Sá/sú sem biður þig um að breyta regl- unum gerir það eflaust aftur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gefðu þér tíma til að skoða samband þitt við fólkið í kring um þig í dag. Ekki bera þig saman við aðra, einbeittu þér frekar að þín- um eigin viðfangsefnum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir peningum í dag og farðu varlega í fjármálaákvörðunum í vinnunni eða einkalíf- inu. Ein góð hugmynd getur af sér fleiri. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú finnur á þér að eitthvað er í uppsiglingu milli þín og ástvinar þíns. Farðu varlega í eyðsluseminni, þú ert ekki beinlínis óhlutdrægur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er svo margt sem þig langar til að eignast að þú veist ekki hvar þú átt að byrja. Vinir sem eru þér ekki alltaf sammála reynast þér best. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það eru allir að fríka út í vinnunni og fólk er hvert öðru skrýtnara. Ef þú segir vinum eða fjölskyldu frá hugdettu en færð ekki þau viðbrögð sem þú vilt skaltu reyna aftur seinna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hugur þinn er hvorki hér né þar. Vertu bara rólegur; allt hefur sinn tíma og þannig verður útkoman best. Fyrir helgi birti Sigrún Haralds-dóttir á Boðnarmiði skemmti- lega mynd af fjörlegum hestum með þessari stöku: Geysast þeir um á grænum teigi, gára í svörðinn pára, sé ég í leik á sumardegi sjálega og fríska klára. Hér svarar Sigrún limru eftir Fíu á Sandi, sem birtist í Vísnahorni á föstudag: Framundan bíður þín brekka og bleksvartir dagar með ekka, sturlun og dá ef stefnirðu á þá heimsku að hætta að drekka. Og enn yrkir Sigrún og virðist komið „Óþol“ í hana: Víst er í því varla nokkur akkur að viðra skoðun mína nú og hér; að Donald Trump sé fífl og froðusnakkur sem fer heil býsn í taugarnar á mér. Helgi R. Einarsson er á sömu nót- um, – Að „westan“: Með opnum örmum var tekinn, nú skældur bæði’ er og skekinn. Ef þú leikur ei með, þykist meira en peð af miskunn og náð ertu rekinn. Er rekið hann út hefur alla óþæga miðaldra kalla og obamacare enn í kortunum er undan fætinum hlýtur að halla. Síðan fer Helgi að velta „Eðlinu“ fyrir sér: Í veraldar valdabralli virðist oft kynjahalli. Gæska, þrár og göfug tár geta orðið að falli. Og ekki er að spyrja að „Eigin- girninni“: Margur er því marki brenndur að munnhöggvast á báðar hendur, brýr að brenna, boga spenna og neyta meðan á nefinu stendur. Ármann Þorgrímsson yrkir „Vísu dagsins 3.8. 2017“ á Boðnar- miði: Á eftir sumri er oftast haust á eftir hausti kemur vetur, enginn lifir endalaust en ýmsir gætu lifað betur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hestar í leik, óþol og obamacare „ÞAÐ ER OF MIKIL SKRIFFINNSKA. NÚ HVETJUM VIÐ TIL KÆRULEYSIS Í STAÐINN.“ „ÞESSI HÁRGREIÐSLA FÆR EINA OG HÁLFA STJÖRNU. VINSAMLEGAST SKRIFAÐU NAFNIÐ ÞITT HÉRNA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... tvær sælar sófakartöflur. Ó, NEI! HARMONIKKAN MÍN ER Í VIÐGERÐ SLÓ EINHVER HANA MEÐ HAMRI? AF HVERJU SPYRÐU AÐ ÞVÍ? FÁÐU ÞÉR LÖGFRÆÐING SKO... NEI, ÞETTA ER EKKI REYKJARLYKTMANSTU EKKI? HLAÐAN BRANN Í GÆR! HVAÐA LYKT ER ÞETTA? Eitt besta sjónvarpsefni sem umgetur eru lýsingar Sigurbjörns Árna Arngrímssonar frá frjáls- íþróttamótum. Heimsmeistaramótið stendur yfir þessa dagana í Lund- únum og hefur kappinn sem endra- nær farið á kostum. Sigurbjörn lifir sig gjarnan inn í keppnina og er alla jafna spenntari og sveittari en keppendur sjálfir. Það hvarflar heldur ekki að honum að fara í felur með sínar eigin til- finningar, vonbrigði og gleði. x x x Fyrst þegar Víkverji kveikti átækinu gat Sigurbjörn ekki á sér heilum tekið vegna afleitrar frammistöðu breskrar sjöþraut- arstúlku í hástökkinu. Hvað ef? Daginn eftir var hann ennþá að velta sér upp úr þessu enda sú breska framarlega í hinum grein- unum sex. Víkverji vonar að Sig- urbjörn jafni sig á þessu er líður á vikuna. Og ekki síðar en um næstu helgi. Okkar maður á ekki í nokkrum vandræðum með að halda spennu- stiginu í hæstu hæðum meðan á maraþonhlaupinu stendur, jafnvel þótt hálfur annar klukkutími sé eft- ir í mark. Loks sleit Keníumaður nokkur sig frá hópnum og þótti Sig- urbirni einsýnt að hann myndi fara með sigur af hólmi. Átti samt holl ráð handa hlauparanum: „Nú er bara að villast ekki!“ x x x Sigurbjörn er mikill áhugamaðurum spámennsku og fyrir vikið synd að hann skuli vera svona of- boðslega illa spámannslega vaxinn sjálfur; veðjar iðulega á rangan hest. Eftir að meira að segja Usain Bolt hafði brugðist honum taldi Sig- urbjörn sig alveg öruggan í 100 metra hlaupi kvenna. Þar kom til leiks Jamaíkukona sem átti ekki að geta tapað hlaupinu. En gerði það samt. Var raunar óralangt frá sigri. „Jahérna,“ gall í Sigurbirni. Annars komst hann í mesta geðs- hræringu þegar eitt hreystimennið í kúluvarpinu mótmælti því að kast þess var dæmt ógilt með því að frussa á myndavélina. Við þann gjörning flaug Sigurbjörn beint upp á háa C-ið. vikverji@mbl.is Víkverji Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Jóh. 1:1 Fasteignir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.