Morgunblaðið - 08.08.2017, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2017
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á VEFSÍÐUNNI OKKAR
www.skornirthinir.is
ÖRUGG SKREF
ÚT Í LÍFIÐ
í fyrstu skónum frá Biomecanics
Biomecanics-skórnir auðvelda börnum að taka fyrstu skrefin.
Aukinn stuðningur frá hliðunum bætir jafnvægi og eykur
stöðugleika. Börnin komast auðveldar áfram og af meira
öryggi þökk sé sveigjanlegum sóla og sérstyrktri tá.
Stærðir: 18–24
Verð: 7.995
Margir litir
Morgunblaðið/Golli
raungreinar í háskóla og líta á tón-
listina sem gefandi áhugamál frekar
en starfsferil?
Kjartan segir það mikinn mis-
skilning að halda að slæmar atvinnu-
horfur bíði tónlistarfólks á Íslandi,
og raunar sýni tölfræðin að tónlist-
arhagkerfið er mikilvæg stoð í ís-
lensku atvinnulífi. „Óhætt er að full-
yrða að um 1.500 stöðugildi séu í
íslenska tónlistarheiminum, en
margir kollegar mínir telja að talan
sé nær 2.000 stöðugildum. Í þessum
hópi má finna allt frá fólki sem hefur
lífsviðurværi sitt af að semja og spila
tónlist, atvinnusöngvara sem syngja
jafnt við óperuuppfærslur og jarðar-
farir, og meðlimi sinfóníuhljóm-
sveita. Þá má áætla að um 6-700
manns starfi við tónlistarkennslu, og
væru enn fleiri ef skólarnir fylgdu
þeim fyrirmælum grunnskólalaga að
veita öllum nemendum tónmennta-
kennslu,“ segir Kjartan. „Til sam-
anburðar starfa um þúsund læknar í
landinu, og sjómenn á Íslandi eru
um 4.000 talsins.“
Tækifærin í greininni eru af ýms-
um toga, og segir Kjartan ekkert því
til fyrirstöðu fyrir ungt hæfileikafólk
að skapa sín eigin störf í tónlist. „Við
búum svo vel að gríðarleg tónlistar-
neysla er á Íslandi, og mun meiri en
flestir gera sér grein fyrir. Þarf ekki
nema að skoða tónleikaúrvalið á að-
ventunni, þegar landsmenn hafa úr
fjölda klassískra og poppaðra jóla-
tónleika að velja. Eftirspurnin er
mikil, rétt eins og framboðið ,og
kaupir almenningur gríðarlegt
magn af tónlist í einu eða öðru
formi.“
Tónlistarsenan á Íslandi er blóm-
leg, og segir Kjartan að það hafi ekki
gerst af sjálfu sér. Framsýnir menn
hafi lagt grunninn að tónlistar-
skólakerfinu eins og það er í dag, og
hugsjóninni verið haldið á lofti af
þeim sem á eftir komu. „Stór ástæða
fyrir þeim krafti sem er í tónlistarlíf-
inu hér á landi er að við höfum sent
tónlistarfólkið okkar út í heim til að
læra við fremstu tónlistarskóla aust-
an hafs og vestan. Síðan hefur þetta
fólk snúið til baka með menntun sína
og upplifanir í farteskinu, og úr
þessu orðið mjög skemmtileg
blanda.“
Til að skilja betur hvað neysla tón-
listar er stór hluti af daglegu lífi Ís-
lendinga segir Kjartan að sú hug-
mynd hafi kviknað þegar hann tók
þátt í kjarabaráttu meðlima Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands seint á síð-
ustu öld, að það gæti reynst fyrir-
taks leið til að styrkja stöðu íslensks
tónlistarfólks að halda tónlistar-
lausan dag einu sinni á ári. „Þá
myndi engin tónlist heyrast í ljós-
vakamiðlum eða útvarpi og engin
tónlist væri flutt í jarðarförum eða
messum. Ég hugsa að margir geti
hreinlega ekki gert sér það í hug-
arlund hvernig umhverfi okkar og líf
væri ef við hefðum enga tónlist.“
Fólk vill búa þar sem er tónlist
Tónlistarsenan gerir meira en að
skapa tónlistarfólki laun og gleðja
tónlistarunnendur. Bendir Kjartan á
að íslensk tónlist breiði út hróður
landsins og áhugaverðir tónleikar og
hátíðir bæði laði að gesti utan úr
heimi og auðgi upplifun ferðamann-
anna sem sækja landið heim. „Það er
t.d. vel þekkt að á hverja sýningu Ís-
lensku óperunnar koma óperuunn-
endur sem hafa gert sér sérstaka
ferð til Íslands, og þá sér í lagi þegar
flutt eru verk sem eru ekki á fjöl-
unum á hverjum degi í óperuhús-
unum erlendis,“ segir Kjartan og
bætir við að í blómlegri tónlist-
arsenu felist lífsgæði sem jafnvel
laði að erlenda fjárfesta og fyrir-
tæki. „Ég heyrði góða sögu frá
fyrstu hendi frá kunningja mínum
sem hafði aðstoðað erlent stórfyr-
irtæki sem var að skoða aðstæður
fyrir nýtt álver hér á landi. Hann
spurði fulltrúa fyrirtækisins hvað
myndi ráða valinu ef tveir staðir
væru í boði til að byggja álver, með
allar forsendur fyrir rekstri álvers-
ins þær sömu? Svarið var, að ef ann-
að landið væri með sinfóníuhljóm-
sveit en hitt ekki, þá væri það landið
með hljómsveitinni sem yrði fyrir
valinu. Því fólk vill búa og starfa í
löndum þar sem hægt er að finna
sinfóníuhljómsveit og öflugt menn-
ingarlíf, og búa í bæjarfélögum þar
sem hægt er að senda börnin í tón-
listarskóla.“
Tónelsk „Við búum svo vel að
gríðarleg tónlistarneysla er á
Íslandi,“ segir Kjartan um
starfsumhverfi tónlistarfólks.
Snemma í kosningabaráttu síðustu
forsetakosninga í Bandaríkjunum
spáði kvikmyndaleikstjórinn Michael
Moore því réttilega að Donald Trump
myndi vinna. Moore gerir forsetann
að umfjöllunarefni í væntanlegri
kvikmynd sem nefnist Fahrenheit
11/9 og í einleiknum The Terms of
My Surrender í leikstjórn Michaels
Mayer sem frumsýndur var í júlílok í
Belasco-leikhúsinu á Broadway í
New York.
Í nýlegu sjónvarpsviðtali við
Stephen Colbert sagðist Moore
ósáttur við Trump sem forseta. „Ég
neita að búa í landi þar sem Donald
Trump er forseti, en ég ætla ekki að
flýja land. Svo eitthvað verður að
breytast.“ Í sama viðtali sagðist hann
þeirrar skoðunar að háð og húmor
væri besta leiðin til að sigra Trump.
„Við þurfum að mynda hersingu fólks
sem ræðst að honum eins og
býflugnasveimur. Fyrir nokkrum
mánuðum stakk ég upp á því að við
hefðum her grínista, vegna þess að
ég held að leiðin til að sigra hann sé
að nota háð. Hann er svo hörundsár,
að við þurfum bara þúsund eða millj-
ón lítil háðskomment sem stinga – án
þess að meiða hann – og smjúga inn
undir húðina, vegna þess að hann þol-
ir ekki að láta hlæja að sér.“
Í viðtali við New York Times sagði
Moore um einleikinn: „Það væri ein-
földun að segja að hann fjallaði aðeins
um Trump. Ég held að áhorfendur
muni hlæja aðra mínútuna en leita að
heykvísl og kyndlum þá næstu.“ Í
frétt The Guardian um málið er tekið
fram að Belasco-leikhúsið sé aðeins
tíu húsalengjum frá Trump-turninum.
Moore segir eitthvað
verða að breytast
AFP
Átök Bandaríkjaforsetinn Donald Trump og leikstjórinn Michael Moore.