Dagsbrún - 01.01.1893, Page 7
uð hinn andlegi þroski hennar hefir stöðvast á einn eða annan hátt,
þannig er varið og þannig'er uppkominn einn flokkur hinna helgu rita
þjóðanna.
En helgar hœkur geta og komið 'fram á annan hátt. Þœr eiga opt
rót sína að rekja til eins einasta manns. Einhver mikill maður kemur
fram, meðal þjóðar sinnar, sem trúmála höfundur. Hann fær sér á-
hangendur, boðar trú sína, hefir mikil álirif á þjóð sína og fær meiri eða
minni hluta hennar á sína skcðun. Ahangendur hans vilja geyma æfi-
sögu hans og skrásetja hin helztu atriði kenninga hans. Ef hann sjálf-
ur ritar hók eðá hœkur, þá er svo sem sjálfsagt, að þær séu hiflía flokks-
manna hans, eða að minnsta kosti aðal-kjarninn í henni. En fari svo, að
trúar-höfundurinn sjálfur láti ekkert ritað eptir sig, þá skrifa áhang-
endur hans og postulai' upp sögu af helztu verkum hans og orðum, eins
og þeir næst geta komist, og þetta er þá'hiflía þeirra, að minnsta kosti
frumpartur liinnar helgu hókar þeirra. Af biflíum þeim, sem eiga
upþruna sinn að rekja til eins einasta manns, getum vér nefnt hinar
tvær hiílíur Kínverja aðra eptir Confucius og hina eptir Laou-tsze;
Búddhista hiflíuna eptir Sakya-muni eða Búddha; kóraninn eptir Mah-
ómet og nýja Testamentið samantekið af lærisveinum og postulum
Krists.
Við þessar lielgu bœkur er ýmislegt að athuga, hvernig sem þær
eru tilkomnar og er það hið fyrsta að—tlminn helgar þœr,—
Að svo miklu leiti sem vér þekkjum til, liafa allar hinar gömlu biflíur
fengið helgi sína fyrir aldur. I fyrstu hefir mönnum eklci komið'’ til
hugar, að þær skyldii vera heilagar, guðdómlegar, heldur hefir hugsun
sú vaknað smátt og smátt á seinni tímum; eptir því sem aldurinn færð-
ist yfir þær, urðu þær helgari og helgari, eptir því sem tímar líða frá
hinni fyrstu skrásetning þeirra, fóru menn meira og meira að hneigjast
að því, að hugsa sér uppruna þeirra yfirnáttúrlegan. Það sló á þær
einhveijum dýrðlegum fortíðarljóma.
Stefna mannlegs hugar verður ætíð sjálfri sér iík, hún verður
nokkurn veginn liin sama á hvaða landi og hjá hvaða þjóð, sem er.
Hver einstakur hugsar sér henskuárin, sem gullaklur sinn, og svo er um
hverja þjóð í heiJLd sinni. Flestar þjóðir fornaldarinnar liafa annað-
hvort tilheðið forfeður sína, eða að minnsta kosti hugsað sér þá gœdda
yfirnáttúrlegu eðli. Stofnanir ýmsar eða venjur, sagnir, ritningar eða
livaða fornleifar som gengið hafa í erfðii', kynslóð fcam af kynslóð,hafa
ætíð fengið á sig meiri eða minni helgi blæ hjá hinum yngri kynslóð-
um. Einkum á þettá sér otað hjá hinum ausirænu þjóðum, moð sín-
um föstu breytingarlitlu venjum og menntun, einmitt þar, sam hinar