Dagsbrún - 01.01.1893, Side 12
—12—
miliónir ára, þá stranda þeir jafnharðau á aetningunni: „Þá varð
kvöld og þá varð morgun, hinn fyrsta dag.......hinn annan dag,“ o.
s. frv., því það er hvergi minnsti vottúr þess, að höfundurinn hafi
annað í huga en einn venjulegan dag, við hverja þessa setningu. Sjö-
undi dagurinn var og heilagur ger, því þá vildi Guð hvílast, segir
höfundurinn, og þessvegna er líka hver sjöundi dagur heilagur nú.
Það er auðráðin gáta, að sköpúnin öll var látin gerast á 6 dögum
og hinn sjöundi dagurinn gerður að-ln íldardegi af því, að sahbatsdag-
urinn var þá viðtekinn sem helgidagur, er sagan var rituð, Því það
er enginn efi á því, að löngu áður enn sköpunar-sagan var rituð, var
deiling tímans í vikur, er hver liafði sína 7 daga, viðtekin og búin að
! ná. hefð.Sú skipting tímans virðist eiga uppruna í dýrkun hinna sjö sýn
ilegu pláneta, að meðtaldri sól og tungli. Þessum plánetum. voru
margir hlutir helgaðir í forntíð og sjást mörg merki þess enn, þar á
meðal nöfn daganna, einkum á ensku og frönsku. Sunnudagurinn
á ensku ,,Sunday“ (sól-dagur); mánudagurinn „Monday“ (tungl-
dagur); laugardagurinn ,,Saturday“ (Saturnus-dagur); A frönsku
h eitir þriðjudagurinn ,,Mardi“ (Marz-dagur), miðvikudagurinn
,,Mercredi“ (Merkuriusar-d.) fimmtudagurinn ,,Jeudi“ (Jupiters-d.)
og föstudagurinn ,,Vendredi“ (Arenusar-d.). Bæði Assyríumenn og
Babylonar-búar voru strangir í helgilialdi laugardagsins og kölluðu
þann dag ,,Sabattu“. Eru því allar líkur til, að þaðan hafi Israels-
menn fengið Sabbats-nafnið á helgidegi sínurn og gert hann svo að
þýðingarmiklu atriði í trúarbrögðum sínum. Þannig hefir Sabbats--
helgin liaft álirif á höfund sköpunar-sögunnar og komið honum til, að
skrúfa alheims-sköpunina saman í einnar viku-verk.
Sabbats-deginum til sem mestrar virðingar, vildi höfundurinn gefa
lionum som mestan æruverðan aldur. Ilann gat ekki, svo vel væri,
gefið honum hærri aldur, enn heiminum, og setur svo í söguna, að Guð
liafi skapað himin og jörð á 6 dögum og hvílst á þsim sjöunda; þ.ess
vegna beri öllum mönnum að hvílast á þeim degi.
Israels-menn voru fiökku-þjóð og bjuggu í tjöldum. Tjöldir.
voru þeirra heimili. Því er^ekki að undra, þó þeir gerðu mynd af
heiminum eins og afarmiklu tjaldi, þar sem jörðin væri gólfið, en hinn
blái himingeimur þak. Þannig stendur hjá Esíasi spámanni, (40.,
22.): „Ilann þenur út himininn sem þunna voð ogslær honurn sundur
eins og öðru tjaldi, til að þúa í.“ Opt gekk þessi hugmund svo langt,
að sólin, tunglið oe stjörnurnar voru gerðar að lömpum, er hengðir
voru innan á þetta þak til þess, að lýsa niður á gólfið (jörðina). Enn
fremur segir Esías (34., 4.): „og himininn vefst saman einsogbókfell“;