Dagsbrún - 01.01.1893, Síða 13
—13—
önnur greinileg sönnun fyrir tjald-hugmyndinni. En stundum kem-
ur líkij fram hugmynd um, að efni himinsins sé þéttara í sér, en voð.
Þannig kemur sú hugmynd fram hjá Joh (37., 18.): „Hefur þú útþan-
ið skýin með honum, föst, eins og steyptan spegil?“ Upp yfir þessu
þaki gerðu þeir sór hugmynd um, að væri saman safnað vatn, er mynd-
aði regn og að þar uppi byggi Guð. „Hann gerir hveltingar af vatni
á sínum sal,“ segir í 104, sálmi Davíðs (3.vers). Yar hugmjrndin sú,
að Guð léti opna gluggana á sal sínum, þegar hann vildi láta rigna,
hvort heldur sem um var að gera syndaflóðs-regn,eða„manna“-regn, Isra-
els-hörnum til næringar. „Þó að hann réði yfir skýjunum að ofan til
og upp lyki himinsins portum og léti ,,manna“ niður rignayfir þá, til
matar“ (Sáim. 78, v.-23.—24.). Orðin í sköpunarsögunni „verði fest-
ing“ knýr mann til, að hugsa sér eitthvað, er þanið hafi verið milli vatn-
anna (hinna efri og hinna neðri) til þess, að skilja þau og halda í skorð-
um. Yér vitum líki, að jafnve! kringum 535 ár eptir Krists fæðing var
það almenn skoðun guðfræðinga og spekinga, að heimurinn hefði sama
byggingar-snið og musteri Gyðinga, að englarnir hengdu út sólina,
tunglið, og stjörnurnar eins og lampa og hæru himintunglin aptur og
fram um hrautir þeirra, og, að yfir öllu hvíldi hið þétta himinþak á
fjórum jörðföstum stólpum, í suðri, norðri, austri og vestri.
Heimurinn hefir lengi verið barnalegur; Það er þess vegna ekkert
ónáttúrlegt, þó höfundur þessarar gömlu sköpunarsögu lýsi heiminum
eins og feiknastóru tjaldi og fram setji sögu sína eins og hann gerir.
En þegar vísindamenn nútíðarinnar fara að „kritisera“ þessa sögu, þá
verður þeim ekki vopnafátt. Þeir sjá að vísu, að þessir gömlu grufl-
arar, sem skrifuðu söguna, höfðu rétt fyrir sér í því, að ljós og hiti er
upphaf alls lífs; ennfemur: að framleiðslu röðin er þessi: fyrst grös og
jurtir, þá hinar lægri dýrategundir, fiskar, fuglar, land-dýr, maðuriún.
En svo kemur og margt fram, er þeir verða að kasta hurtu, af því það
ekki þolir dóm nútíðar vísindanna. Þair halda því fram, að liver einn
sköpunardagur fyrir sig hafi verið óendanloga langt tímahil. Þeir
vilja segja, að dagur og nótt hafi ekki orðið aðgreind fyr, en eptir að
sólin varð til, en sköpunarsagan segir, að“hún hafi ekki verið sköpuð,
fyr on á fjórða degi. Þair vilja segja, að það sé ekki til neitt efnis-
þétt himinþak með vatnasafni þar upp yfir. Og þeir vilja halda því
fram, að grös og jurtir hafi ekki getað lifað fyr, en eptir að sólin varð
til—já, þeir vilja jafnvel segja, að sólin og stjörnurnar séu miklu eldri,
enn jörðin. Ekki vilja þeir heldur ganga inn á, að dýrin hafi verið
sköpuð löngu eptir, að grös og jurtir voru til orðin, heldur álíta þeir,
að hvorttveggja hafi verið skapað um sömu mundir.