Dagsbrún - 01.01.1893, Side 15

Dagsbrún - 01.01.1893, Side 15
—15— urnar eru miklu stærri. Þannig er Júpeter 10 sinnum meiri enn jörð- in að þvermáli og þúsund sinnum stærri enn hún að ummáli. íTokkr— ar af þessum plánetum hafa og tungl, er ganga umhverfis þær, eins og tungið um jörðina. Allar þessar plánetur eru þó 'sár-smáar í samanhurði við sólina. Hún er, að þvermáli, hundrað sinnum stærri enn jörðin og að ummáli milión sinnum meiri. I stað þess, að vera „hið stærra ljósið, til að ráða deginum“, eins og sköpunarsagan segir, er hún miðdepill sól- kerfisins og um hana snýst jörðin og allar pláneturnar. Gamli tilhúningurinn um efnisþétt himinþak með lömpum neðan í, umhverfist fyrir rannsóknum og sönnunum vísindanna í tungl, er renna hraut sína umhverfis jarðhnetti, og í jarðhnetti, 6r renna, hver sína braut, umhverfis sólina. (Framhald næst.) Matthías Jochumsson. Af hlöðunum sjáum ver, að héraðsfundur sá, er haldinn var í haust af bœndum og prestum í Eyjafjarðarprófastsdœmi hefir, í einu liljóði, lýst yfir óánægju sinni yfir árásum þeim, er skáldið okkar þjóð- kunna séra Matthías Joehumsson hefir mátt sæta í blöðunum út af kenn ingum sínum. \ér samgleðjumst þeim hrœðrum vorum þar lieima, fyrir að hafa menn, sem hafa einurð til að hrista af sér tjóðurband, sem háið er að fiétta, í hátt á annað þúsund ár, vér samgleðjumst þeim og flytjum þeim þakklæti vort fyrir að hafa haft drengskap þann, að standa við skoðanir sínar, hvað sem á eptir kæmi. Yér samgleðjumst þeim, fyrir það andans fjör, sem vér sjáum þeir háfa til að bera. .Marga þekkjum vér góða, frjálslynda drengi heima, hæði lærða og leikmenn, en Eyfirð- ingar hafa tekið heiðurskransins frá þeim öllum saman; þúsundir manna lrafa glaðst hér vestra, er þeir heyrðu fregn þessa. Brœðra- og vinahönd viljum vér xétta þoim fiændum vorum heima. Athurður þessi mun lengi verða merkis-steinn í kirkjusögu íslands.—Vér þekkj- um allir hin dýrðlegu ljóð séra Matthíasar. Þau eru sterk sönnun fvr- ir því, að vér séum andi af Guðs anda sálir af hans sálu. Sá maður getur aldrei í hlekkjum gengið, sem frjáls maður leitar hann Guðs síns í anda og saunleika, án þess að vera bundinn neinum trú- frœðislegum kreddum, dogmum eða kenningum úr meir eða minna fúnum kirkjufeðra doðröntum. Heill sé þeim öllum, sem vilja rann- saka og prófa sjálfir, öllum þeim sem leita Guðs í kærleikanum og sannleikanum.

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.