Dagsbrún - 01.05.1894, Síða 11
83
ökkört sé til nema hið líkamlega [matter]). Yér skulum hugsa tít í ]jað
suöggvast. Hugsuu hefir enga útþenslu. Kœiieikrinn er ekki harðr.
Hvorugt þessara hefir nokkurn lit. Yonin hefir enga þá eiginleika,
sem vér tileinkum borðinu eða- bókinni eða stólnum. Og mér er ómögu-
legt að skýra liugsanir minareða tilfinningar með einkunnarorðum efn-
isins. Það sem ég áreiðanlega veit, er það, að í hvert skifti sem ég
luigsa, 'fara smáagnirnar í heilá mínum á hreifingu. Þannig þreytir
og slítr hugsunin heílanum, eins og mokstr með reku þreytir handlegg-
ina. Þegar Shakespeare var að hugsa um leikritið „Lear konuiigr,“ og
skrifa það, þá sleit hanu út heila sínum, eins og þegar dráttarhestr slít-r
kröftum sínum á því, að draga þunga draítti. Enn sem komið er hefir
enginn maðr getað brúað þetta hyldýpi milli hugsunarinnar og efnisins
(líkamans).
Enn er eitrfc eftir. Þó að ég geti ekki skýrt hugsanir og tilfinning-
ar með einkunnum efnisins, þá er hins vegar auðvelt að skýra alheim-
inn, þenna undrsamlega fasta hlut, sem vér erum vanir að hugsa oss,
íneð einkunnum hugans. Ég veit livað hngsan er og ég veit hvað til
tínning er. Ég hefi heina þekkingu á þessu. Eg skil og hvernig í því
liggr og hvernig hljóti að standa á því, að mér skuli sýnast alheimrinn
vera dauðr, þótt hann einmitt í sömu andráuni geti lifandi verið. Alt
það sem ég get haft meðvitund um, er heildin af tilfumingum þeim,
er til samans mynda hina persónulegu meðvitund mína. Þessi álheimr
getr þ’rí titrað af meðvitundárfullu lífi, þótt ég viti ekkert um það.
En fvrir mfnum augum hlýtr það (alheimrinn) að vera meðvitundar-
laust og dautt, af því að þetta Hf þess verðr ekki Ijóst fyrir meðvitund
niinni. Það, sem ég vildi koma yðr í skiluing um, vinir mínir, er það,
að þó að vér getum ekki skýrt hugsanir og tilfiimingar, ef að ekkert er
í heiminum annað en efni (ef ekkert er til nema hið líkamlega), þá
getum vér þó skýrt þetta hið leyndardómsfulla ,,eitthvað,“ sem vér
köllum efni, þó að ekkert sé annað í alheiminum en það, sem vér köll-
um anda. Þetta er ekkert bull úr mér, þó að yðr kimni að finnast það
undarlegt. Menn, eins og þeir litixley, Tyndall, Herbert Spencer og
Jón Eiske, allir þessir forkólfar hinna nýrri hugmynda lieimsins munu
segja yðr hið sama. Þeir berjast allir á móti materialism (þeirri skoðun,
að ekkert sé í heiminum annað eu það sem er líkamlegt), og segja uð
það sé hotnlaus heimspeki og alls eigi vísindaleg skoðun. Mr. Huxley
gengr jafnvel svo langt að hann segir, að ef að hann eigi að velja i