Fréttatíminn - 11.02.2017, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 11.02.2017, Qupperneq 2
Kristján G. Gunnars- son formaður Verka- lýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur er kominn með nóg af einkaaðilum sem græða á því að leigja þurfandi farandverka- fólki bæli út um allt Reykjanes. Verkalýðsmál Mörg hundruð farandverkamenn búa í ónýtu hús- næði um allt Reykjanesið. Kristján G. Gunnarsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavík- ur, segir flest húsanna ekki vera mannabústaði og jafnvel hættuleg. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Þetta á ekkert skylt við mannabú- staði,“ segir Kristján G. Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur, og bendir á hrörlegt fiskverkunarhús sem stendur innan um gamalt járnadrasl á hafnarsvæð- inu, rétt við sjávargarðinn. Við erum á rúntinum um Reykjanesbæ til að kynna okkur aðstæður farandverka- fólks. Á neðri hæð gamla fiskverk- unarhússins eru lokaðar bílskúrs- hurðir en í einum risglugganum glittir í þvottasnúrur þar sem nærföt og sokkar hanga til þerris. „Niðri eru ennþá geymslur en uppi í risi búa Pólverjar sem borga 60-100.000 kall í leigu fyrir eitt her- bergi, í þessu hreysi sem er að grotna niður. Við vitum að það er allskonar gas og súr og tæki og tól sem eru ekki hæf mannabústöðum í þessum hús- um. Það er svo sem ekki við fyrirtæk- in sem ræður fólkið í vinnu að sak- ast, það er ekki alltaf á þeirra ábyrgð að útvega fólki húsnæði, heldur við Verkafólk á ekki að búa svona einkaaðila sem græða á því að leigja þurfandi fólki ónýtt húsnæði,“segir Kristján. Eftir að hafa keyrt um hafnar- svæðið, fram hjá nokkrum gömlum bílaverkstæðum og fiskverkunarhús- um sem í dag hýsa farandverkafólk, liggur leið okkar í Grófina, iðnað- arsvæði Reykjanesbæjar. Þar hef- ur öðru hverju húsi verið breytt í verkamannabústaði. Flestir verka- mannanna eru Pólverjar sem lang- flestir koma einir og vinna í fiski eða á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er kannski löglegt en þetta er alls ekki boðlegt,“ segir Kristján. „Í mörgum tilfellum virðist þetta vera heilsuspillandi húsnæði og alls ekki öruggt. Ég sé ekki neyðarútganga og slökkvitæki í þessum húsum. Það er ekki í lagi að láta fólk liggja eins og hunda í einhverjum bælum. Verka- fólk á ekki að búa svona.“ Kristján segir mörg hundruð manns búa við óviðunandi aðstæð- ur á Reykjanesi, þetta séu aðeins örfá dæmi. Honum var verulega brugðið í síðustu viku, þegar einn maður lést og annar slasaðir illa vegna brenni- steinseitrunar i svefnskála á vegum fiskvinnslunnar Háteigs í nágrenni HS Orku á Reykjanesi. „Hvaða vit- leysa er það að þvælast með svefn- skála við hliðina á fiskverkunarhúsi lengst úti á nesi. Þetta er bara með ólíkindum,“ segir Kristján sem hefur lagt til við Reykjanesbæ að skipaður verði starfshópur til að athuga hvort leyfi séu til staðar, hvort öryggismál séu í lagi og til að meta fjölda þessara híbýla. Hann segir erfitt að nálgast upplýsingar frá verkafólkinu því það sé hrætt við að missa húsnæð- ið. Nokkrir Pólverjar hafi þó nálgast hann í algjörum trúnaði. „Þetta er strangheiðarlegt fólk sem er bara að leita að lífsbjörginni og það hrætt við að kvarta því það hefur ekki í önnur hús að venda.“ Grófin Í verksmiðjuhverfinu Grófinni er að sögn Kristjáns búið að fylla hvern lausan krók og kima af verkafólki. „Þetta var einu sinni nektardansstað- ur en er núna billjardstofa og á efri hæðinni veit ég að búa Pólverjar,“ segir hann. „Á neðri hæðinni er verið að vinna harðfisk en uppi er búið að útbúa íbúð- ir fyrir nokkuð marga Pólverja. Þau vinna í fiskverkuninni á neðri hæðinni og þurfa svo ekki að fara nema upp stigann til að sofa. Það kviknaði í þarna fyrir tveimur árum og þá voru gerðar athugasemdir,“ segir Kristján. Hverfið við gömlu höfnina „Hér er búið að breyta gömlu fisk- verkunarhúsi í mannabústaði, hér býr hellingur af Pólverjum uppi á efri hæð,“ segir Kristján. „Þetta er líka gamla fiskverkunarhús- næði. Á neðri hæðinni eru ennþá geymslur en uppi í risi býr fullt af fólki sem borgar 60-100.000 kall í leigu fyrir eitt herbergi, í þessu hreysi sem er að grotna niður. Ég bara þoli ekki þegar verið er að níðast svona á fólki,“ segir Kristján. „Þetta hús sem kallast Röstin hefur verið braggi í mörg ár. Hér býr aðal- lega farandverkafólk en bærinn leigir hér líka út íbúðir fyrir skjólstæðinga sína,“ segir Kristján. „Hér er slægingarþjónusta og verið að vinna á fullu á neðri hæðinni en uppi búa Póverjarnir. Ég get ekki ímyndað mér að loftið sé gott þarna uppi,“ segir Kristján. Myndir | Hari Nafn mannsins sem lést Maðurinn sem lést í slysi í svefn skála hjá fisk verk un ar fyr ir tæk inu Há­ teigi við Reykja nes virkjun í síðustu viku hét Adam Osowski. Hann var 43 ára gam all frá Póllandi og fædd ur árið 1974. Hann lætur eftir sig fjöl­ skyldu í Póllandi. Rannsókn stendur enn yfir en beðið er eftir niðurstöðum úr sýna­ töku. Talið er að brennisteinsvetni úr borholu HS Orku hafi borist gegn­ um kaldavatnskerfið inn í svefnskálann. Hún hefur nú verið aftengd. Jafnréttismál Jafnlauna vottun, eitt stærsta kosn inga mál Við reisn ar, er að finna á verkefnaskrá ríksstjórn- arinnar. Hanna Katrín Frið riks son, þing flokks for maður Við reisn ar, segir ótækt að Sig ríður Á. And er- sen dóms mála ráð herra haldi því fram að kyn bund inn launa munur sé ekki til. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu segir ráðherr- ann þurfa að kynna sér málin betur. Þetta sé athyglisvert í ljósi þess að rík- isstjórnin ætli að leggja fram frum- varp um jafnlaunastaðal. Dómsmála- ráðherrann verði væntanlega að fara að lögum eins og aðrir. Sig ríður Á. And er sen segir ekki hægt full yrða nokkuð um að það fyr ir finn ist kyn bundið launamis- rétti. Þetta kemur fram í grein sem hún skrif aði í árs há tíð ar rit Orators, félags laga nema við Háskóla Íslands. „Það er rétt að karlar afla almennt meiri tekna en það skýrist af meiri vinnu þeirra utan heim il is. Vafa laust er ástæðan meðal ann ars sú að kon- ur eiga enn fleiri dýr mætar stundir með börnum sínum en karl ar,“ skrif- ar ráðherrann. Kristín segir að kynbundinn launa- munur sé fundinn út þegar búið er að leiðrétta fyrir vinnutíma og menntun. Þetta sé svokallaður óút- skýrður launamunur. Niðurstöður mælinga hnigi allar í sömu átt, þar á meðal frá Hagstofu Íslands. Þetta komi þó ekki á óvart frá Sigríði, hún hafi verið eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn sérstökum jafn- réttissjóði í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. "Það er árið 2017 og konur og karlar eiga að fá borguð sömu laun fyrir sömu vinnu. Þetta er ekk ert til að ríf ast um,“ segir Hanna Katrín á Facebook. Dómsmálaráðherra verður að fara að lögum Hanna Katrín Frið- riksson segir ótækt að dómsmálaráðherra haldi slíku fram. Þetta sé ekkert til að rífast um. Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra segir að þetta komi ekki á óvart frá Sigríði Á. Andersen. 2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 11. febrúar 2017 Fararstjóri: Hjalti Kristjánsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Hjólað í Toskana Í þessari töfrandi hjólaferð verður hjólað eftir fáförnum leiðum í gegnum Toskanahéraðið á Ítalíu, sem svo marga dreymir um að heimsækja. Við upplifum fagurt landslagið með öllum skilningarvitunum og njótum hins ljúfa lífs. Dagleiðirnar, sem spanna um 25-70 km, eru flestar miðlungserfiðar og ættu að henta velflestu hjólafólki. Verð: 224.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör e hf . 17. - 24. júní Hratt vaxandi straum-ur ferðamanna stóreykur álag á ferðamannastöð-um, þjóðvegum og Keflavíkurflugvelli og álag á heil- brigðiskerfi, löggæslu og fleiri innviði. Þetta kallar á fjárfestingu. Það þarf að stækka flugvöllinn, breikka og styrkja vegina, byggja upp þjónustumiðstöðvar við fjölmennari ferðamannastaði og leggja bílastæði og göngustíga. Sömuleiðis þarf að auka útgjöld til heilbrigðisstofnana og löggæslu, svo dæmi séu nefnd. Í fyrra komu hingað um 1,8 milljón ferðamanna. Ef hver hefur dvalið hér í fimm daga að meðaltali jafngildir fjöldinn um 7,5 prósent landsmanna. Fyrir örfáum árum var sama hlutfall innan við 2 prósent. Ef við gerum ráð fyrir 50 prósent fleiri ferða- mönnum í ár en í fyrra, verða þeir að meðaltali um 11 prósent landsmanna. Það er því ekki að undra að fjölgun ferðamanna kalli á fjárfestingar. Í þær hefur hins vegar ekki ver- ið ráðist. Það hefur verið stefna stjórnvalda að njóta tekna af ferðamönnum en leggja helst ekki til fé í nauðsynlega fjárfestingu. Helst má skilja það svo að ráð- herrarnir óttist að framkvæmdir auki þenslu í hagvexti. Í ofanálag eru við völd fólk sem hefur misst trú á opinberri þjónustu. Samanlagt veldur þetta því að þau góðu tíðindi sem aukinn ferðamannastraumur ætti að vera getur breyst í martröð. Þrátt fyrir eljusemi einstaklinga og einka- aðila í ferðaþjónustu skortir nær algjörlega framlag og frumkvæði hins opinbera. Gunnar Smári SOFANDI STJÓRN

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.