Fréttatíminn - 11.02.2017, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 11.02.2017, Qupperneq 6
Skattaskjól Ríkisskattastjóri fékk nýlega gögn um viðskipti Íslendinga í skattaskjólum í gegn- um Nordea-bankann. Íslendingar voru fjölmennastir í skattaskjóls- viðskiptum hjá Mossack Fonseca í gegnum Nordea í fyrra. Ingunn Wernersdóttir og fiskútflytj- andinn Sigurður Gísli Björnsson voru tveir af viðskiptavinum Nordea sem notuðu skattaskjól. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Embætti skattrannsóknarstjóra athugar þessa dagana skattaskjóls- viðskipti tæplega 30 Íslendinga sem voru viðskiptavinir sænska Nordea- bankans í Lúxemborg í fyrra og eru það hugsanlega enn- þá. Þetta segir Bryndís Krist- jánsdóttir skattarannsóknar- stjóri. Málin eru einungis hluti þeirra sem embættið hefur haft til skoðunar sem tengjast skattaskjólum og viðskiptum í gegnum Mossack Fonseca. Eins og Fréttatím- inn greindi frá í síð- ustu viku þá voru Íslendingar f jöl- mennastir á lista yfir viðskipti við panamaísku lög- mannsstofuna Mossack Fonseca í gegnum Nordea í fyrravor. Alls voru 27 Íslendingar viðskiptavin- ir Nordea bankans í Lúxemborg og Mossack Fonseca en næst þar á eftir voru Rússar, 25 talsins, og svo 19 Danir. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem Nordea bank- inn vann um skattaskjólsviðskipti viðskiptavina bankans í gegnum Mossack Fonseca. Tölurnar sýna ótrúleg umsvif Íslendinga í skatta- skjólum en ef sama hlutfall Rússa hefði verið í viðskiptum við Nordea hefðu þeir verið rúmlega tólf þús- und talsins og Bretarnir hefðu verið rúmlega 5300. Áður hefur komið fram að álíka margir Ís- lendingar, um 600, stunduðu viðskipti í skattaskjólum í gegnum Mossack Fonseca og Svíar jafnvel þótt Svíþjóð sé 30 sinnum fjölmennara en Ísland. Íslendingar áttu því heimsmet í skatta- skjólsviðskiptum mið- að við höfðatölu. Í samtali við Frétta- tímann segir skatt- rannsóknarstjóri orð- rétt að embættið hafi „undir höndum upplýsingar um nöfn Íslendinga sem eru í viðskipt- um við Nordea í Lux auk þess að hafa yfir hönd- um gögn um bankavið- skipti þeirra, þ. á m. bankayfirlit.“ Bryn- dís segir hins vegar aðspurð að athugun gagna sé stutt á veg kom- in og því hafi embættið ekki farið í neinar aðgerðir eins og húsleitir út af þeim eða sent einhver tilfelli til ákæruvaldsins vegna gruns um skattalagabrot: „Þessi gögn eru nokkuð nýlega komin í hús og er nú verið að fara yfir þau og greina,“ segir Bryndís. Fjölmargir Íslendingar úr við- skiptavinahópi Landsbankans í Lúxemborg færðu sig yfir til Nordea-bankans eftir bankahrunið árið 2008. Í nýlegri skýrslu sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið um umsvif Íslendinga í skattaskjól- um kemur fram að Nordea-bank- inn var í þriðja sæti yfir þá aðila sem stofnuðu flest aflandsfélög fyr- ir Íslendinga eða samtals 36 tals- ins. Þó verður að taka með í reikn- inginn að í einhverjum tilvikum færðu íslenskir viðskiptavinir fé- lög sem búið var að stofna fyrir þá annars staðar yfir til Nordea-bank- ans þannig sú tala segir ekki alla söguna. Meðal íslenskra viðskipta- vina Nordea bankans og Mossack Fonseca má nefna Ingunni Wern- ersdóttur, fjárfesti og fyrrverandi hluthafa í Milestone, og fiskútflytj- andann Sigurð Gísla Björnsson hjá fyrirtækinu Sæmark. Eins og Fréttatíminn greindi frá í haust þá lét Sigurður Gísli félag á Panama vera millilið í viðskiptum fyrirtæk- is hans með fisk frá Íslandi og fékk það greiddar ráðgjafaþóknanir á ár- inu 2014. Skattrannsóknarstjóri rannsakar aflandsviðskipti Íslendinga hjá Nordea Bryndís Kristjáns- dóttir skattrann- sóknarstjóri segir að gögn vegna viðskipta Íslendinga í skattaskjólum í gegnum Nordea-bank- ann hafi nýlega borist til embættisins og séu nú til skoðunar. Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 11. febrúar 2017 Öldrunarþjónusta Níu aldraðir einstaklingar dvelja enn á dvalar- og hvíldarheimilinu á Kumb- aravogi á Stokkseyri en flytja eftir mánaðamótin. „Við erum ekki að loka Kumbaravogi. Húsin eru þarna og við finnum þeim eitt- hvert hlutverk, það kemur margt til greina,“ segir Guðni Kristjáns- son forstöðumaður Kumbaravogs. Hann segir að áhugasamir hafi spurst fyrir um húsnæðið, meðal annars aðilar í ferðaþjónustu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Heilbrigðisyfirvöld ákváðu að láta loka heimilinu milli jóla og nýárs í kjölfar svartrar skýrslu frá Land- læknisembættinu. Unnur Þormóðs- dóttir formaður Færni og heilsu- matsnefndar, segir að heimilinu hefði aldrei verið lokað ef eigandinn hefði sinnt ítrekuðum kröfum um úrbætur á aðbúnaði og húsnæði. Í skýrslu Landlæknis kom fram að ekki væri hægt að tryggja öryggi heimilisfólks á Kumbaravogi. Um 20 einstaklingar hafa fengið inni á öðrum heimilum víða á landinu en Unnur segir að reynst hafi gerlegt að koma til móts við óskir fólksins að mestu leyti. Lokun Kumbaravogs hefur hinsvegar sett öldrunarþjón- ustu í Árborg í talsvert uppnám því 19 aldraðir bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili og 29 í hvíldar- innlögn. „Gamla fólkið var sátt við að vera hérna hjá okkur. Það er reitt yfir flutningunum og talar um skepnu- skap og mannréttindabrot,“ seg- ir Guðni. Ástæða þess að þetta fór svona er að ríkið greiðir of lítið með heimilisfólkinu til þess að það sé hægt að reka heimilið sóma- samlega. Þannig er þetta á fleiri dvalarheimilum en sumstaðar geta sveitarfélögin hlaupið undir bagga. Ég réði bara ekki við þetta lengur.” Kumbaravogi var lokað í kjölfar svartrar skýrslu Landæknis. Ekki er útilokað að húsin verði nýtt undir ferðaþjónustu að sögn eiganda. Skólamál Kostnaður, vegna dag- vistunnar og fæðis, sem foreldrar greiða samkvæmt almennri gjaldskrá lækkar hjá flestum sveitarfélögum þegar börn fara úr leikskóla yfir í 1. bekk grunn- skóla. Hjá forgangshópum, einstæð- um foreldrum og námsmönn- um, hækkar þessi kostnaður hins vegar en einungis tvö af fimmtán stærstu sveitarfélögum lands- ins, Kópavogur og Seltjarnarnes, veita áfram afslátt til þessara hópa þegar börn fara í grunnskóla. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í könnun verðlagseftirlits ASÍ og birtist á heimasíðu sambandsins á fimmtudag. Skoðað var hvernig kostnaður foreldra í 15 stærstu sveitarfélög- um landsins breytist við að barn færist frá leikskóla yfir í grunn- skóla. Miðað var við eitt barn í vistun í 8 tíma á leikskóla með mat og í 3 tíma í skóladagvist með hádegis- mat og síðdegishressingu. Gjaldskrár fyrir leikskóla voru bornar saman við gjaldskrá skóladagvistunar, en ekki var tek- ið tillit til neinna gjalda sem gætu verið innheimt aukalega eða mat lagt á gæði þjónustunnar. Kostnaður vegna gæslu eins barns með fæði lækkar um 3 til 62% í 13 af 15 stærstu sveitarfé- lögunum þegar barnið flyst frá leikskóla yfir í grunnskóla. Mest lækkar hann í Vestmannaeyjum, Skagafirði og í Reykjanesbæ. Kostnaðurinn hækkar hins vegar á Seltjarnarnesi um 9.702 krónur á mánuði eða 27% og í Kópavogi um 1.371 krónur eða um 4%. Grunnskólinn dýrari fyrir einstæða foreldra Kumbaravogur fær nýtt hlutverk Kostnaður fyrir einstæða foreldra og námsmenn eykst í tveimur sveitar- félögum þegar barnið fer úr leikskóla í grunnskóla. Kjaramál Þjónustufyrirtæki og smærri útgerðir eru komnar að þolmörkum vegna sjómannaverk- fallsins. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Við erum að heyra af vandræðum, og hugsanlega yfirvofandi gjald- þrotum smærri fyrirtækja sem þjónusta vinnslurnar,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfs- greinasambandsins, en hún segir félagsmenn hafa lýst yfir áhyggjum vegna alvarlegrar stöðu sem upp er komin vegna sjómannaverkfalls- ins sem hefur staðið yfir í um tvo mánuði. Engar staðfestar fregnir hafa borist af yfirvofandi gjaldþroti, en bæjarstjóri Snæfellsbæjar sagði aft- ur á móti í viðtali við Fréttatímann í gær að bærinn þyrfti á fyrirgreiðslu að halda sökum tekjutaps tengdu verkfallinu. Hann sagði hinsvegar að bæjarfélagið þyrfti ekki að súpa seyðið af því til lengri tíma litið. Það væri aftur á móti alvarlegri staða sem blasti við þjónustufyrirtækjum í sjávarútvegi, þar væri líklega um tapaðar tekjur að ræða. „Ég óttast að niðurstaða verkfalls- ins verði aukin samþjöppun í sjáv- arútvegi,“ segir Drífa en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- ráðherra, tekur í sama streng í sam- tali við Fréttatímann. Hún benti á að stærstu útgerð- irnar væru alveg við 12% hámark aflahlutdeildar. „En það er ljóst að tjónið er að verða mikið, bæði úti á landi og á meðal minni útgerða. Það mun kalla á aukna hagræðingu,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir ljóst að tjón vegna verkfallsins sé mikið. Óttast samþjöppun vegna sjómannaverkfalls

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.