Fréttatíminn - 11.02.2017, Síða 12

Fréttatíminn - 11.02.2017, Síða 12
www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. 12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 11. febrúar 2017 Sunna Rós er einstæð móðir sem ákvað að eignast annað barn með aðstoð tækninnar. Hún vill ekki vera öðrum háð og þarf ekki karlmann í líf sitt. Stjúpfaðir hennar misnotaði hana í æsku og móðir hennar tók afstöðu með honum. Sunna missti sambandið við fjölskyldu sína en þráði viðurkenningu og eltist við karlmenn sem hún hélt að gætu bjargað sér. Fyrir nokkrum árum tók hún hins vegar ákvörðun um að hætta að deita og vinna í sjálfri sér. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Ég fékk jákvætt próf á miðvikudaginn í síðustu viku og er því gengin fimm vikur núna,“ seg-ir Sunna Rós Baxter, 29 ára gömul einstæð móðir 8 ára gamallar stúlku. Hún fór í svokall- aða tæknisæðingu seint í janúar hjá IVF - klíníkinni í Reykjavík og ef allt gengur að óskum eignast hún ann- að barn sitt í október. Hún var ein á fyrri meðgöngunni og hefur alla tíð verið ein með dóttur sína, hún þekkir því ekkert annað. Hún vill ekki karlmann í líf sitt, ekki í bili að minnsta kosti. Ákvörðunina um að eignast ann- að barn tók hún í ágúst í fyrra, að vel ígrunduðu máli. „Mig langar í annað barn. Langar að eiga fjöl- skyldu. Mér finnst líka gott fyrir dóttur mín að fá að alast upp með systkini. Mér finnst þetta svo kjör- inn tími núna.“ Spenningurinn yfir barninu leynir sér ekki hjá Sunnu. Henni finnst tíminn standa í stað þessa dagana og hún getur ekki beðið eftir að fá bumbu. Valdi opinn sæðisgjafa Þegar ákvörðunin hafði verið tek- in pantaði Sunna tíma hjá IVF og sagðist vilja verða ólétt í janúar. Í kjölfarið fór af stað ákveðið ferli og hún fékk sendan tengil á heimasíðu með nöfnum og myndum af sæðis- gjöfum þar sem hún valdi hinn eina rétta „Upplýsingarnar um sæðisgjaf- ana eru mjög ítarlegar, en það er meðal annars hægt að sjá mynd- ir af þeim sem börnum. Það eru nákvæmar lýsingar á útliti; hæð, þyngd, beinabyggingu og andlits- falli, fjölskyldu- og starfsupplýs- ingar, ættarsaga, persónuleikapróf og fleira,“ segir Sunna en hún viður- kennir að allt þetta upplýsingaflóð hafi komið henni á óvart. Starfsfólk stofunnar gefur líka umsögn, segir hvernig þeirra upp- lifun var af gjafanum, hvernig týpa hann virðist vera, hvort hann sé rólegur eða æstur. Svo fylgir afrit af persónulegu handskrifuðu bréfi og upptaka af viðtali við hann, en gjafinn sem Sunna valdi er danskur. „Það er hægt að velja bæði lokað- an og opinn gjafa, en ég valdi síðar- nefnda kostinn. Sem þýðir að þegar barnið er 18 ára þá fær það vita hver gjafinn er og getur fengið að hafa samband við hann. Ég var ekki til- búin að taka þessar upplýsingar af barninu því fólk hefur oft þörf fyrir að vita hvaðan það kemur. Ég ætla líka að prenta allar upplýsingarnar út svo barnið geti lesið þær þegar það verður eldra. Ég mun alltaf ala barnið upp þannig að það viti hvernig það var getið. Það verður enginn feluleikur með það.“ Af hverju fórstu ekki bara í bæinn? Fólkið í kringum Sunnu hefur tek- ið ákvörðun hennar vel og styður hana. „Ég geri alltaf eitthvað sem er öðruvísi en allir aðrir. Þannig þau eru vön þessu. Ég hef líka talað um þetta í nokkur ár. Ég er reynd- ar stundum spurð af hverju ég hafi ekki bara farið niður í bæ og gert þetta frítt, því þetta kostar alveg pening,“ segir Sunna en hún borg- aði 151 þúsund krónur fyrir sæðið, skoðun, uppsetningu og snemm- sónar. „Mér finnst það bara ekki alveg rétta leiðin að fara niður í miðbæ ef mig langar að verða ólétt. Svo lang- aði mig bara að gera þetta ein. Mér finnst fullkomlega eðlilegt að ég sé að gera þetta svona og er mjög glöð yfir því að þetta sé yfir höfuð hægt. Að kona geti fengið sæði í banka og búið til fjölskyldu. Í langan tíma hef ég ekki séð fyrir mér að fara í samband og að ég eignist barn með þeim hætti. Margar konur þurfa að fara nokkrum sinnum í uppsetningu á sæði áður en þungun á sér stað, en Sunna var heppin. Uppsetningin tókst í fyrsta skipti. „Þetta tók þrjár sekúndur. Ég hefði ekki verið kom- in úr fötunum ef ég hefði farið nátt- úrulega leiðina. Svo tekur við þessi tveggja vikna bið en ég gat ekki beðið í tvær vikur. Þannig að ég byrjaði að taka próf eftir viku. Ég tók þrjú próf sem voru öll neikvæð. Það var fyrst þá sem ég áttaði mig á því að það væri möguleiki að þetta gæti ekki tekist.“ Misnotuð af stjúpföður sínum Til að skýra af hverju Sunna valdi að fara þessa leið, að eignast ann- að barn, ein, með hjálp tækninnar, þurfum við að fara nokkur ár aft- ur í tímann. Ástæðan er nefnilega ekki svo einföld að hún hafi bara gefist upp á karlmönnum eða hafi orðið þreytt á að bíða eftir hinum eina rétta. Langt því frá. Tildrög ákvörðunarinnar má rekja allt aft- ur barnæsku Sunnu, en hún var misnotuð sem barn inni á heimil- inu sínu. „Þetta voru tveir aðilar, reynd- ar ekki saman, en annar þeirra var maðurinn hennar mömmu. Mamma komst svo að því þegar ég var 14 ára, þegar hún las um það í dagbókinni minni. En það var í raun ekkert gert. Mamma hélt áfram að vera með manninum, en talaði alltaf eins og þetta væri mitt val. Hún var ólétt á þessum tíma og sagði að mikið stress gæti valdið fósturláti, en spurði mig samt hvort ég vildi að hún færi frá honum.“ Móðir Sunnu varpaði því ábyrgðinni í raun alfarið yfir á hana. Og gerði henni það ljóst að skilnaður myndi hafa slæm áhrif á fjölskylduna. „Hún var samt greinilega mjög hrædd um að ég segði eitthvað. Hún var alltaf að spyrja mig, hvort ég hefði sagt einhverjum. Hún sagði að ég yrði að láta hana vita ef ég gerði það, því yrði hún að fara frá honum. Hún gæti ekki verið með honum ef fólk vissi.“ Sunna á sex systkini, þrjú alsystk- ini og þrjú hálfsystkini sem móð- ir hennar átti með umræddum manni. „Mamma talaði mikið um að þetta myndi hafa slæm áhrif á systkini mín og ég lifði í þeirri trú að það væri því best að tala ekki um þetta. En ég flutti að heiman 16 ára og þetta komst upp þegar ég var tvítug. Frænka mín áttaði sig á hvað hafði gerst og við töluðum saman. Ég hringdi í mömmu í kjöl- farið og sagði henni að þetta væri komið upp á yfirborðið. Ég man að mér var mjög létt að tala við ein- hvern fullorðin og mér fannst það ekki jafn slæmt og ég bjóst við, að þetta kæmist upp, þegar ég og er ólétt eftir Hætti að deita setti sjálfa sig í forgang tæknisæðingu Sunna reynir að hugsa ekki um það sem hún missti heldur það sem hún hefur fengið í staðinn. Mynd | Hari Mæðgunum hefur liðið vel saman en eru nú tilbúnar að bæta öðrum einstaklingi í fjölskylduna. „Það er hægt að velja bæði lokaðan og opinn gjafa, en ég valdi síðarnefnda kost- inn. Sem þýðir að þegar barnið er 18 ára þá fær það vita hver gjafinn er og get- ur fengið að hafa samband við hann.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.