Fréttatíminn - 11.02.2017, Side 20

Fréttatíminn - 11.02.2017, Side 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 11. febrúar 2017 Tryggvagötu 15 · 101 Reykjavík · Opið 10-18 mán–fim · 11-18 fös og 13-17 um helgar · borgarsogusafn.is Jóhanna Ólafsdóttir Ljósmyndir / Photographs 28.1. – 14.5.2017 © Jó ha nn a Ó la fs dó tti r · R au nv er ul eg ís le ns k gl eð i · (B ja rn i Þ ór ar in ss on o g Bi rg ir A nd ré ss on ) · H ön nu n: H G M Ógeðslegir hlutir sem framkalla líkamleg viðbrögð Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Allt við líkamsbyggingu kakkalakka er óaðlaðandi Steiney Skúladóttir, leikkona „Mér finnst allt brak í líkamshlut- um ógeðslegt. Þegar fólk er að láta braka í puttunum á sér eða hnakkanum og svoleiðis. Margir gera þetta án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta er ógeðslegt. Ég myndi aldrei gera þetta sjálf og mér skilst að þetta eigi að vera óhollt, svo fólk má endilega hætta að gera þetta. Allskonar ískur framkallar líka hjá mér líkamleg viðbrögð, eins og þegar hnífur rekst í þurran disk. Þá fæ ég þörf fyrir að ýta á diskinn eða nudda hann eins og til að gera hann mýkri og ekki svona staman. Mér finnst líka ógeðslegt að fara með höndina ofan í holu þar sem er myrkur og maður sér ekki hvað er ofaní. Ég fríka út við tilhugsun- ina og var einhverntíma á safni þar sem þessi leikur var í boði fyrir gesti. Ég gæti ekki tekið þátt í svona, þegar þú veist ekki hver áferðin er eða við hverju eigi að búast. Að stinga hendinni ofan í eitthvað þar sem er til dæmis kakkalakki. Ég fæ hroll við til- hugsunina. Mér finnst allt við útlit kakkalakka ógeðslegt. Stærðin, fálmararnir á hausnum, áferðin og öll líkamsbygging þeirra er mjög óaðlaðandi.“ Fæ hroll af farsinu inní pulsu Berglind Pétursdóttir, dagskrárgerðarkona og samfélagsmiðlasérfræðingur „Frá því að ég var svona þriggja ára hef ég fengið svona ónotatilfinningu í gegnum allt höfuðið við tilhugsunina um farsið inni í húðinni í puls- um. Ég finn til utan- um allan heilann. Bara við það segja frá þessu finn ég pulsulykt í nefinu og kúgast. Annað sem mér finnst ógeðslegt er þegar maður er ekki bú- inn að pússa á sér neglurnar og það er svona smá flís eða eitthvað hrjúft á henni sem krækist í bómull. Mér finnst eins og nöglin geti rifnað af eða bognað í öfuga átt. Ég er alltaf með gervi- neglur og finn það núna, þegar eg er ekki með þær, að mínar neglur eru alltaf að krækj- ast í bómull. Það er jafn ógeðslegt og að klóra í töflu. Viðbjóður sem leiðir út í alla puttana.“ Svindlar á ömmu sinni Gunnar Hansson, leikari „Versta martröð sem mig hef- ur nokkurntíma fengið, hljómar kannski ekki hættulega, en hún er svo ótrúlega óþægileg að ég get ekki lýst henni með orðum. Tilf- inningin sem ég fæ þegar ég hugsa um hana er ekki ósvipuð og þegar ég hugsa um að bíta í ull, nema bara verri. Mig dreymdi þessa martröð margoft. Hún snýst um að ég var við það að setjast í sófa sem leit út fyrir að vera ógeðslega mjúk- ur. Hann var alltaf blár, risastór með grófu ullaráklæði og virtist vera svona sófi sem þig langar að fleygja þér í. Nema að þegar ég settist í hann þá var hann grjót- harður. Bara við það að segja þetta upphátt fæ ég líkamleg viðbrögð. Ég fæ svona ónotatilfinningu, það er reyndar alltof væg lýsing. Þetta er óþægilegasta tilfinning sem ég hef fundið. Þegar mig hefur fengið þessa martröð hef ég meðvitað reynt að vakna úr henni. Þegar ég vaknaði gat ég ekki lagst aftur á koddann því þá kom þessi fáranlega til- finning að það sem átti að vera mjúkt var hart. Ég fæ bara inn í bein við að hugsa um þetta. Ég er til dæmis í ullarpeysu núna og mig langar bara úr henni. Svona lagað á að vera í hryllings- myndum. Draumurinn er alltaf nátengd- ur öðrum hræðilegum draumi. Þetta er eiginlega tvískipt martröð en samt órjúf- anleg heild. Þá er ég að spila við ömmu mína og svindla. Ég vil það ekki en ég geri það samt og líður svo hræðilega illa með það. Þetta í bland við þennan sófa er verra en allt sem ég veit um. Þetta eru þeir hlutir sem virkilega hræða mig.“ Steiney Skúladóttir hatar ískur sem myndast þegar hnífur rekst í þurran disk. Þá langar hana að nudda diskinn og gera hann mýkri. Mynd | Hari Berglind Pétursdóttir fær verk í heilann af að hugsa um involsið í pulsu. Gunnar Hansson fær martraðir um hryllilegan sófa og það að svindla á ömmu sinni. Mynd | Birgir Ísleifur MIÐASALA | BORGARLEIKHUS.IS

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.