Fréttatíminn - 11.02.2017, Page 40
Grísk jógúrt
Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini
Lífrænar
mjólkurvörur
www.biobu.is
Morgunmatur:
Grísk jógúrt, múslí, sletta
af agave
Eftirréttur:
Grísk jógúrt, kakó, agave
chia fræ
Köld sósa:
Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka,
2 hvítlauksrif, salt og pipar
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 20174 HEILSA
Mér er
annt um
hafið
Ný bók eftir Ingibjörgu
Kr. Ferdinandsdóttur
komin út.
Unnið í samstarfi við Garð hugans.
Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir hefur sent frá sér bókina Rödd hafsins sem hún lýsir sem 15 mínútna hugleiðslu/innra ferða-
lagi þar sem þú ferð niður í fjöruna
þína og út í haf.
„Á því ferðalagi um heimkynni
hafmeyjar, sem tekur þig með sér
af stað, skoðar þú vistkerfi ná-
granna okkar sem lifa á sama tíma
svo fjarri okkur en þó svo nærri.
Ég er að tala um heimkynni sjávar.
Mér er annt um hafið þar sem ég
ólst upp við það á Kjalarnesi og á
óteljandi minningar með systkinum
mínum og bestu vinkonu. Fjörur eru
eitthvað svo nátengdar okkur Ís-
lendingum, þær eru fjársjóðsstaðir
bernskunnar, vekja von og líka ótta
við hafið sem er róandi en einnig
ógnvekjandi á sama tíma,“ segir
Ingibjörg.
„Með bókinni minni, Rödd hafs-
ins, geri ég mér vonir um að lesend-
ur finni til samkenndar með þeim
sem lifa í hafinu og virði vistkerfi
þess. Fari jafnvel að hugsa hvern-
ig þeir geti lagt sitt að mörkum í
umhverfismálum. Hafið þekur 2/3
jarðarinnar og það er sorglegt að
hugsa til þess að mörg hundruð
tonn af rusli lendi daglega í því.
Hvenær var byrjað að líta á hafið
sem sjálfsagðan ruslahaug? Maður
spyr sig...“
Hvenær fékkstu
hugmyndina að bókinni?
„Það var sumarið 2014 í fjöru
bernsku minnar á Kjalarnesi. Við
systur fórum niður i fjöru og tókum
smá hugleiðslu. Í henni kom þessi
sterka tilfinning yfir mig að ég gæti
gert hafinu gagn - gæti lagt mitt
af mörkum til að hjálpa vistkerfi
hafsins á einhvern hátt. Margt
smátt gerir eitt stórt, ekki satt? Ég
fór heim og byrjaði að hripa niður
einhverjar hugmyndir. Um nóttina
dreymdi mig síðan afar sérstæðan
draum sem kom mér af stað, að ein-
hverju viti, í skrifunum! Þannig varð
bókin til.“
Rödd hafsins fæst í öllum helstu
bókabúðum landsins og á fésbók-
arsíðu höfundar, Garður hugans.
Fegraðu þig
með fæðu
Lífræn
sleipi efni
frá Yes
Innihalda engin aukaefni eða
skaðleg efni sem geta verið
ertandi fyrir slímhúðina.
Unnið í samstarfi við Icecare.
Yes sleipiefnin eru sér-staklega hönnuð fyrir konur sem eru komnar á breytingaskeiðið, hafa ný-
lega eignast barn,
verið í meðferð við
krabbameini eða
vegna langtíma
veikinda eiga við
þurrk í leggöng-
um og slímhúð að
stríða.
Yes sleipiefnin
eru unnin úr lífræn-
um innihaldsefnum,
meðal annars Aloe
Vera, Flax extract
og Guar Gum.
Þau eru fáan-
leg með olíubasa
og vatnsbasa.
Yes sleipiefnin
hafa hlotið lífræna
vottun frá The
Soil Association í
Bretlandi. Sleipiefn-
in innihalda engin
aukaefni eða skað-
leg efni sem geta
verið ertandi fyrir
slímhúðina.
Þau klístrast
ekki, eru rakagef-
andi fyrir slímhúð-
ina og þau má bæði
nota innvortis og
útvortis fyrir samfarir.
Nánari upplýsingar
eru á www.icecare.is.
Yes línan fæst í öllum
apótekum og heilsu-
verslunum.
• Glycerin
• Hormóna
• Glycols
• Parabena
• Rotvarnarefni
• Ilmefni
• Silicon
• Jarðolíuefni
• Arginín
• Önnur ertandi efni fyrir húð.
Yes sleipiefnin eru laus við:
Avokadó er frábært til þess að nota
í andlitsmaska. Stappaðu avokadó,
heitu vatni og hunangi saman og
smyrðu á andlitið. Leyfðu þessu
að næra andlitið í nokkrar mín-
útur og skolaðu það síðan vel með
volgu vatni.
Gamla góða trixið með gúrku-
sneiðarnar er alltaf klassískt til
þess að fríska upp á augnsvæðið
en kældir tepokar með svörtu tei
eru líka vel brúklegir til þess
að draga úr baugum og
þrota.
Settu olífuolíu í bað-
ið, 1-2 matskeiðar.
Gerir sama gagn
og dýrar baðolíur.
Þú getur sett dropa
af náttúrulegri ilm-
kjarnaolíu til þess að
fá smávegis ilm.
Búðu til líkams/andlits-
skrúbb með sykri, hunangi og
kókosolíu. Einnig geturðu notað
blöndu af haframjöli, sítrónusafa
og hunangi.
Eplaedik má nota tvisvar í
mánuði til þess að hreinsa
eiturefni sem safnast upp í
hárinu. Eplaedik má einnig
nota sem tóner fyrir andlitið,
það styrkir húðina og minnkar
svitaholur.
Smyrðu kókosolíu á þig
alla/n og þú verður
mjúku/ur sem barnsrass.
Hana má líka setja í bað-
ið, á andlitið og nota sem
djúpnæringu fyrir hárið.
Það getur verið freistandi að fjárfesta í rán
dýrum maska og kremum sem eiga að gera
kraftaverk fyrir útlitið. En stundum má nota
það sem hendi er næst til þess að fríska upp á
húð og hár og það þarf ekki að kosta formúu.