Fréttatíminn - 11.02.2017, Síða 48
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 201712 ÁSTIN
Rólegt og endurnærandi
umhverfi á Reykjavík Spa
Vinsælar spameðferðir og fjölbreytt nudd í frábærri heilsulind á Grand Hótel Reykjavík.
Unnið í samstarfi við Íslandshótel.
Reykjavík Spa er stórglæsileg snyrti- og nuddstofa með fallegri heilsulind þar sem lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi.
Reykjavík Spa er á Grand Hótel Reykjavík í
Sigtúni.
Snyrti- og nuddstofan hefur notið mikilla
vinsælda síðan hún var opnuð fyrir tæpum
fimm árum. Á snyrtistofunni eru sex rúmgóð
herbergi fyrir fjölbreyttar snyrti-, nudd- og
spameðferðir.
„Þetta byrjaði voða smátt þegar við opn-
uðum í júní 2012. Þá vorum við tvær að vinna
hér en núna erum við orðnar fjórtán. Við
erum alltaf að bæta þjónustuna og vinsæld-
irnar eru sömuleiðis alltaf að aukast,“ segir
rekstrarstjórinn Aðalheiður Ósk Þorleifsdótt-
ir, Allý, sem hefur starfað á Reykjavík Spa frá
opnun.
Vinsælar spa meðferðir
Í heilsulindinni í Reykjavík Spa eru tveir rúm-
góðir heitir pottar, 39°C og 41°C, infrarauð
sauna, gufuklefi og notalegt hvíldarsvæði
með hægindastólum, kertaljósum og róandi
arineldi. Allir gestir hafa aðgang að glæsileg-
um búningsklefum og fá baðslopp, hand-
klæði og inniskó til afnota. Aðgangseyrir að
Reykjavík Spa er 4.200 krónur en aðgangur-
inn fylgir með fyrir þá sem fara í dekur og
nudd. Opið er til 19 á kvöldin.
Hvaða spa meðferðir eru í boði?
„Spa meðferðirnar eru eins og hálfs tíma
meðferðir. Við byrjum á líkamsskrúbbi og
smá andlitsdekri. Svo er farið í sturtu og
við tekur 50 mínútna heilnudd. Þar stend-
ur valið á milli fjögurra þema; kókosdekurs,
lavenderdekurs, sítrusdekurs og þaradekurs.
Það síðastnefnda er sérstaklega vinsælt hjá
útlendingum. Við reynum að hafa þetta alveg
séríslenskt og kaupum efni inn hjá Sjávar-
smiðjunni á Barðaströnd fyrir þaradekrið og
ýmislegt frá Jurtaapótekinu.“
Auk almennra snyrtimeðferða og spa með-
ferða er líka boðið upp á nudd í Reykjavík
Spa.
„Við erum með ýmsar tegundir af nuddi,
allt frá slökunarnuddi upp í íþróttanudd,
magnesíum-nudd og nudd fyrir ófrískar kon-
ur. Þá bjóðum við upp á heitskeljanudd en
það eru mjög fáir sem bjóða upp á svoleiðis
lúxus,“ segir Allý en nuddarnir á Reykjavík
Spa eru faglærðir og hafa flestir starfað þar
lengi.
Er það rétt sem maður hefur heyrt að það
þyki ákveðinn gæðastimpill að hafa starfað
sem nuddari eða snyrtifræðingur hjá Reykja-
vík Spa?
„Já, við erum með frábært starfsfólk og ég
er þeim afar þakklát fyrir vel unnin störf. Við
reynum að hugsa vel um mannauðinn,“ segir
Allý. „Hann er jú kjarninn og hjartað í því sem
við gerum.“
Endurnærðir gestir
Þessi infrarauða sauna, geturðu sagt okkur
aðeins meira frá frá henni?
„Já, hún þykir mjög heilsubætandi og
er talin góð fyrir fólk sem er með gigt. Og
reyndar gegn öllum mögulegum kvillum. Hit-
inn í saununni á ekki að vera meiri en svona
50 gráður og fólk er þarna inni helst uppund-
ir 20 mínútur. Sumir byrja að vísu hægt og
aðlaga sig smám saman. Þetta hefur verið
mjög vinsælt sem sést á því að við byrjuðum
með lítinn klefa en stækkuðum hann mjög
fljótt. Sumir kaupa mánaðarkort og koma
hingað á hverjum degi í infrarauða saunu,
taka törn til að bæta sína líðan.“
Hún segir jafnframt að mikið sé um
fastagesti í Reykjavík Spa, fólk sem komi aft-
ur og aftur.
Er dýrt að fara á Reykavík Spa í saman-
burði við aðra staði ?
„Ég held við séum bara í góðu meðallagi.
Ég get allavega fullyrt að gestir okkar fara
upp til hópa endurnærðir og slakir frá okkur.“
Er mikið um það að pör og hópar komi
saman til ykkar í Reykjavík Spa?
„Já, það er mjög vinsælt. Við fáum til okk-
ar allskonar hópa, til að mynda gæsahópa
og stóra hópa frá vinnustöðum sem hafa
kannski tekið allan daginn hjá okkur. En við
bjóðum líka upp á fjölbreytta möguleika fyrir
hópa og þrjár týpur af tilboðum sem ættu að
henta öllum.“
Allý segir það sífellt algengara að pör komi
saman í spa-ið. „Þá gefur fólk sér gjarn-
an tíma í spa-inu, pantar sér jafnvel mat og
drykk og fer svo aftur í spa-ið. Svo eru sumir
sem fara upp á hótel og gista þar á eftir.“
Hún segir að allskonar hópar komi til
þeirra í meðferð og dekur. „Já, pör, mæðgur,
systur, vinkonur, saumaklúbbar. Jafnvel fleiri
kynslóðir saman. Fyrir jólin kom til dæm-
is óvenju margir litlir hópar, sem áttu góðar
stundir hjá okkur með sínum nánustu.“
Sífellt fleiri Íslendingar koma
Allý segir að ferð í dekur eða gjafabréf á
dekur njóti alltaf vinsælda þegar fólk vill
gleðja maka sinn eða einhvern af sínum upp-
áhalds. Hún segir jafnframt að þegar hafi
nokkrir pantað fyrir sig og makann á Valent-
ínusardaginn sem er á þriðjudaginn í næstu
viku. „Já, við erum orðnar svolítið bókaðar.
Þú verður að drífa þig ef þú ætlar að komast
að!”
Hvernig er kúnnahópurinn? Hvort er meira
um Íslendinga eða útlendinga?
„Íslendingarnir hafa verið að sækja mik-
ið á. Fyrst var þetta svona helmingur Ís-
lendingar og helmingur útlendingar. En núna
eru útlendingarnir svona 30-40 prósent.
Íslendingarnir eru að taka okkur yfir, sem er
bara gott,“ segir hún og hlær við.
Allar nánari upplýsingar má finna á
heimasíðunni www.reykjavikspa.is og í
síma 514 8090.
Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir,
Allý, hefur starfað á Reykjavík
Spa frá opnun. Myndir | Hari
Vinsælt er hjá pörum að koma saman í Reykjavík
Spa og margir hugsa sér eflaust gott til glóðar-
innar fyrir Valentínusardag í næstu viku.
Hvíldarsvæðið er afar
notalegt með kertaljósum
og róandi arineldi.
Infrarauði saunaklefinn nýtur
mikilla vinsælda, meðal annars
hjá þeim sem glíma við gigt.