Fréttatíminn - 18.02.2017, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 18.02.2017, Qupperneq 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 18. febrúar 2017 Jón Yngvi hjálpar ráðvilltum foreldrum ungra grænmetisætna að bjóða upp á fjöl- breytta grænmetisrétti á heimilinu. Með mikilli vitundarvakningu á dýravelferð og umhverfisvitund fjölgar þeim sífellt sem gerast græn- metisætur og vegan. Börn og ung- lingar eru stór hluti þessa hóps, og hafa gjarnan sterkar skoðanir á því hvað þau vilja setja ofan í sig. En hvað skal til bragðs taka þegar barnið þitt kemur til þín og tilkynnir þér formlega að það sé hætt að borða kjöt og sé orðið grænmetisæta? Og þú kannt ekkert annað en að gufusjóða brokkolí og gulrætur sem meðlæti. Jón Yngvi Jóhannsson, bók- menntafræðingur og áhugamaður um matseld, hefur svarið við þessu og miðlar eigin reynslu í bók sem kemur út með vorinu og ber heitið: Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta! En undirtitill bókarinnar er: Mat- reiðslubók fyrir ráðvillta foreldra, vanafasta heimiliskokka, fátæka námsmenn og alla aðra sem ættu að borða meira grænmeti. „Þessi bók varð til þannig að dætur mínar þrjár eru allar græn- metisætur, og hafa verið í nokkur ár. Þegar þær ákváðu það þá varð einhvern veginn að bregðast við. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mat, séð um alla matargerð á heimilinu og eldað frá grunni, þannig það kom í minn hlut að bregðast við þessu. Og einfaldasta leiðin er auð- vitað sú að elda fleiri grænmetisrétti handa öllu heimilisfólkinu,“ segir Jón Yngvi. Hann heyrði það svo hjá dætr- um sínum að vinkonur þeirra, sem líka voru grænmetisætur, áttu ekki allar foreldra sem höfðu jafnmik- inn áhuga á matreiðslu og hann og lentu í vandræðum. „Þær voru þá kannski voða mikið að borða brauð með hnetusmjöri eða bök- uðum baunum og jafnvel nammi. Allir sem hafa kynnst unglingum sem ákveða sjálfir að verða græn- metisætur vita hvernig það getur farið. Þessi bók er eiginlega mitt framlag til að aðstoða þetta fólk og alla aðra sem ættu að borða meira grænmeti. Því auðvitað ættu allir að borða meira grænmeti og minna kjöt.“ | slr Jón Yngvi á þrjár dætur sem allar eru græn metis­ ætur. Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta! Leikarinn Hallgrímur Ólafsson segir karakterinn úr Skaupinu vera orðinn miklu þekktari en hann sjálfur. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is Magnús er orðinn miklu þekktari en leikarinn Hallgrímur Ólafsson sem er bú-inn að vera í brans- anum í 15 ár. Það veit enginn hver Hallgrímur er, en allir hver Magn- ús er,“ segir Hallgrímur Ólafs- son leikari sem sló í gegn í Ára- mótaskaupinu sem hinn taktlausi Magnús Magnús Magnússon, sem bara gat ekki náð víkingaklappinu fræga, hvað sem hann reyndi. Vinsældir karaktersins hafa verið svo miklar að Hallgrímur annar eiginlega ekki orðið eft- irspurn. „Þetta er búið að vera svolítið vígalegt. Síminn byrjaði bara að hringja 1. janúar,“ segir hann hlæjandi. En það virðast fáar samkomur Magnúsi óviðkomandi. „Ég hef verið að koma fram hér og þar, fyrir alla. Á leikskólum og allt, meira að segja. Ég kom fram á leikskóladeginum með Guðna forseta um daginn. Svo er ég að fara á þorrablót og árshátíðir og það er meira framundan. Vinnu- staðir hringja og vilja fá mig í pepp í hádeginu. En ég hef ekki náð að gera þetta allt því ég er í vinnu í Þjóðleikhúsinu,“ segir Hallgrímur, en það hvarflaði ekki að honum að Magnús yrði svona eftirminni- legur. „Ég hef nokkrum sinnum leikið í Skaupinu og veit að það horfa á allir á þetta, en ég bjóst ekki alveg við því að svona margir myndu tengja við þennan blessaða mann. Hann greinilega endurspeglar þjóðina svolítið. Ég hugsa að það finni margir til með honum og skilji hann.“ Hallgrímur mætir á sjálfsögðu alltaf á svæðið sem Magnús Magn- ús Magnússon íklæddur landsliðs- treyjunni. Segir aðeins frá sjálfum sér og klappar fyrir viðstadda, alltaf jafn taktlaust. Karakterinn hefur eðlilega þró- ast eitthvað aðeins síðustu vikur, enda eyðir Hallgrímur eiginlega meiri tíma sem Magnús heldur en hann sjálfur. „Hann Magnús er frekar óvanur þessu, hann er búinn að vera fræg- ur svo stutt. En hann er aðeins að opna sig. Hann er að venjast þessu og er alltaf að verða betri og betri, en klappinu nær hann aldrei. Enda finnst honum þetta fáránlegt klapp. Það meikar ekki sens.“ Allir vilja hitta Magnús Magnús Magnússon Hallgrímur telur að Magnús endurspegli þjóðina að mörgu leyti og það finni margir til með honum. Mynd | Hari Kjóll Verð: 8.990 kr PÓSTSENDUM FRÍTT HVERT Á LAND SEM ER Opið alla virka daga frá kl. 11-18 & Laugardaga frá kl. 11-16 Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is KJÓLAR FYRIR FERMINGUNA Skoðaðu úrvalið á curvy.is eða kíktu til okkar í Fákafen 9 Stærðir 14-26 eða 42-54 HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA 8. – 19. apríl ALBANÍA WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. (Per mann í 2ja manna herbergi) VERÐ 299.950.- per mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. PÁSKA- FERÐ

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.