Fréttatíminn - 18.02.2017, Qupperneq 38
2 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017HEILSA&TÍSKA
Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300
Passaðu
vandræðasvæðin
Svona nærðu fram
sem náttúrulegastri
brúnku.
Til að ná sem raunveruleg-astri brúnku fram með brúnkukremi eða spreyi er mikilvægt hafa í huga hvernig sólin skín á okk-
ur og reyna að endurspegla það.
Til dæmis með því að leggja ekki of
mikla áherslu á innanverðan fótinn
eða á olnbogabætur og gæta vel að
vandræðasvæðunum sem eru fjög-
ur talsins.
Fætur
Smyrðu kreminu fyrst framan á fót-
leggina og aftan á en láttu ökkla og
hæla mæta afgangi og nuddaðu létt
yfir þau svæði.
Hné og olnbogar
Það er mikilvægt að nota mýkjandi
krem á þessi svæði áður en brúnku-
krem er borið á. Annars er hætt
við að kremið setjist í sprungur og
skorur.
Hendur og úlnliðir
Settu lítinn dropa af brúnkukremi
innan á úlnliðina þegar þú ert búin
að bera á allan líkamann. Nuddaðu
svo úlnliðunum saman og dreifðu
vel úr kreminu. Þetta kemur í veg
fyrir að skörp litaskil myndist í lóf-
unum.
Háls
Ef þú vilt fá brúnku á hálsinn en
ekki andlitið berðu þá brúnkukrem
upp að kjálkalínunni. Það er í góðu
lagi að það myndist smá litaskil þar
því það lítur bara út eins og „conto-
ur“ og dregur úr undirhöku ef hún
er til staðar.
VEGAN OG LÍFRÆN KREM
Sölustaðir:
Hagkaup Skeifunni og Kringlunni.
Allar heilsubúðir.
Heimkaup.is
All Round er alhliða krem fyrir andlit
og líkama. Hentar vel fyrir mjög
þurra húð og þurrkubletti.
Protection kremið er frábært
andlitskrem sem gefur næringu
og vörn í kulda.
Lavera - Hollt fyrir húðina
Fylgdu okkur á Facebook
Baldur Rafn Gylfason.
Tanja Ýr Ástþórsdóttir
er hæstánægð með
brúnkuspreyið frá
Marc Inbane og mælir
með því.
Hágæða brúnkusprey sem
kallar fram þinn náttúrulega tón
Hið þekkta merki Marc Inbane fæst nú á Íslandi og viðtökurnar hafa verið ótrúlegar.
Unnið í samstarfi við bpro
Viðtökurnar hafa verið ótrúlegar enda er þetta hágæða lúxusvara sem virkar. Og við Íslendingar
erum bara þannig að það þýðir ekk-
ert að selja okkur eitthvert rugl,“
segir Baldur Rafn Gylfason hjá bpro
sem er umboðsaðili Marc Inbane á
Íslandi.
Bpro hóf að selja brúnkusprey
frá hinu þekkta merki Marc Inbane í
lok síðasta árs og viðtökurnar hafa
ekki látið á sér standa. Fjölmargir
þekktir bloggarar og sérfræðingar í
tískuheiminum hafa prófað vörurn-
ar og umsagnirnar hafa verið
afar jákvæðar. Meðal þeirra sem
mæla með Marc Inbane vörunum
eru Theodóra Mjöll og Tanja Ýr
Ástþórsdóttir. Tanja hefur meðal
annars sagt að hún hafi aldrei próf-
að annað eins efni og það eru ekki
amaleg meðmæli. „Tanja er mjög
vandvirk þegar hún velur sér vörur
og talar eingöngu um það sem hún
getur mælt með,“ segir Baldur.
Baldur segir að vörunni sé lýst
sem „natural tanning sprey“ sem
vísar til þess að Marc Inbane
brúnkuspreyið gefur þér þína nátt-
úrulegu brúnku.
„Það er alveg magnað að prófa
þetta. Þegar ég fer í sólina fæ ég
minn tón eins og allir þekkja. Það
sama gerist með þessu spreyi. Svo
er nánast engin lykt af því, sem er
rosalega stór punktur fyrir mig,“
segir Baldur en hann segir vörurnar
líka ofboðslega auðveldar í notkun.
„Það er fínt fyrir fólk eins og mig,
ég svolítill göslari, og fyrst ég get
notað þetta þá geta það allir. Það
myndast engir blettir eða misfell-
ur en sambærilegar vörur eru oft
svolítið vandmeðfarnar. Hitt er, að
þegar þetta fer að deyfast eftir
5-7 daga þá fer þetta ekki af í
flekkjum. Þetta fer náttúru-
lega af líka. Það er mjög
stór partur. Þetta er
enda eins hrein vara og
auðið er, með mjög lítið
magn af aukaefnum.“
Brúnkuspreyið er
bæði fyrir andlit og
líkama og segir Baldur
að auðvelt sé að stjórna
útkomunni, hversu dökka þú
vilt hafa brúnkuna eða áferðina.
Henta Marc Inbane-
vörurnar öllum?
„Já, þær eru bæði fyrir karla og
konur. Við fengum fólk á öllum aldri
til að prófa fyrir okkur. Til að mynda
mömmu mína sem er nýorðin sex-
tug og er með mjög viðkvæma húð.
Hún þolir fáar vörur en þoldi þessar
fullkomlega og lýsti þeim sem ótrú-
legum. Hitt var skemmtilegra og
fyndnara að pabbi, sem er harður
kall og smiður og setur aldrei krem
í andlitið, var eitthvað að laumast
í þetta hjá mömmu. Hann sagði að
þetta væri helvíti gott og þá er nú
mikið sagt!“
Marc Inbane línan er lítil og ein-
föld. Brúnkuspreyið fæst bæði í 50
ml og 200 ml umbúðum auk þess
sem hægt er að fá það í ferðapakkn-
ingum, en í þeim er lítið sprey og
kabuki bursti í fallegri snyrtitösku.
Að auki er mjög góður hanski, bursti
og skrúbbur sem gott er að nota
áður en spreyið er sett á til að taka
dauðar húðfrumur. „Auk þess eru
nýkomin hágæða kerti. Þau eru
mjög smart og koma í þremur ilmum
í ýmist hvítu eða svörtu munnblásnu
glasi,“ segir Baldur.
Hægt er að kynna sér Marc In-
bane vörurnar betur á Facebook-
síðu bpro Iceland og á Instagram
undir marcinbaneiceland. Vörurn-
ar eru seldar á mörgum flottustu
hárgreiðslustofum landsins, en þar
er tilvalið að fá að prófa meðan fólk
situr í stólnum, og á vefversluninni
www.marcinbane.is. Þá segir Baldur
að aðrar snyrtivöruverslanir hafi
óskað eftir að selja vörurnar og það
sé í skoðun.
Brúnkuspreyið frá Marc Inbane hefur
fengið frábærar viðtökur hér á landi.
Vörurnar fást á mörgum flottustu
hárgreiðslustofum landsins og í
vefversluninni www.marcinbane.is.