Fréttatíminn - 18.02.2017, Qupperneq 46
Úrval Útsýn er ein elsta ferðaskrifstofa landsins og þar starfar þraut-
reynt fólk sem kann sitt fag. Úrval Útsýn hlaut nafnbótina Framúrskar-
andi fyrirtæki hjá Creditinfo á dögunum.
Framúrskarandi fyrirtæki
10 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2017FRAMANDI FERÐIR
Bókaðu allt á einum stað
og láttu sérfræðingana
okkar aðstoða þig
Í byrjun árs fer fólk oft að huga að hvert skuli fara þetta árið.
Sumarfrí, vetrarfrí eða sérferðir í tengslum við ákveðin tímamót.
Unnið í samstarfi við Úrval Útsýn
Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn, sem nýlega hlaut viðurkenn-inguna Framúrskarandi fyr-irtæki hjá Creditinfo, er ein
elsta ferðaskrifstofa landsins. Úr-
val Útsýn býður upp á mikið úrval
ferða. Sólarlandaferðir, sérferðir,
hópaferðir, íþróttaferðir, golfferð-
ir, skíðaferðir, eldriborgaraferðir,
siglingar, borgarferðir, og við-
skiptaferðir. Við kíktum í kaffi í
Hlíðarsmára 19 þar sem Úrval Út-
sýn er staðsett og spjölluðum við
nokkra starfsmenn.
Mikil úrval af
spennandi sérferðum
„Það er mikil eftirspurn í þessar
sérferðir þar sem fólk virðist hafa
meira á milli handanna og ferðirnar
eru á góðu verði,“ seg- ir
Kristín Gunnars-
dóttir, deildar-
stjóri sér-
ferða- og
hópadeildar
hjá Úrval
Útsýn.
Mikið
framboð er
af spennandi
sérferðum á
næstunni. Þar
á meðal er 14 daga
páskaferð til Tælands þar sem
dvalist er níu nætur í frábærum
strandbæ og þrjár nætur í Bangkok.
Fleiri spennandi ferðir til Tælands
eru svo í boði síðar á árinu.
Þá er vert að geta afar lokkandi
ferða til Suður-Afríku, Argentínu
og Úrúgvæ og siglingar um Vestur-
og Austur-Karíbahafið. Í mars er
hægt skella sér í þriggja daga ferð
til Feneyja og New York í október
hljómar alls ekki illa.
„Svo erum við með stórkostlega
ferð um Ítalíu og Sviss þar sem
ferðast verður með hinni víðfrægu
Bernina-lest.“
Kristín segir að sérferðirnar séu
gjarnan skipulagðar langt fram í tí-
mann og því sé núna meðal annars
verið að selja haustferðir og alveg
fram að jólum. „Það er alltaf kostur
að bóka snemma því það selst upp í
flestar ferðirnar,“ segir hún.
Er mikið um fastakúnna, fólk sem
fer ár eftir ár með ykkur í sérferðir?
„Já. Við höfum mikið af
fastakúnnum sem bíða spenntir
eftir að sjá hvert við erum að fara
hverju sinni og ferðast með okkur
ár eftir ár,“
segir Kristín.
Auk ofangreindra ævintýraferða
er mikið framboð af ferðum til
helstu borga Evrópu, Bandaríkj-
anna og Kanada. Eins sér Kristín
og samstarfsfólk hennar um að
skipuleggja árshátíðarferðir fyrir
fyrirtæki.
Síminn rauðglóandi
fyrir sólarlandaferðir
„Það hefur verið mikið að gera hjá
okkur fyrir næsta sumar og síminn
er rauðglóandi alla daga. Það er líka
gaman að sjá hvað
margir koma til
okkar í Hlíðar-
smára 19, fá
sér kaffi og
ræða við
ferðaráðgjaf-
ana okkar og
fá upplýsingar
um alla áfanga-
staðina,“ segir
Jóhann Björg-
vinsson sölustjóri.
Jóhann er nýfluttur
heim frá Tenerife þar sem
hann hefur starfað sem
fararstjóri fyrir Úrval Útsýn
í 5 ár. Nú sér hann um sölu
á sólarlandaferðum og seg-
ir hann marga spennandi
áfangastaði vera í boði í ár
og mikið úrval af hótelum á
hverjum stað fyrir alla aldurs-
hópa og fjölskyldur.
„Gran Canaria er að koma mjög
sterk inn eftir að við byrjuðum að
fljúga þangað allt árið í fyrra og
nýjasta nýtt hjá okkur í ár þar er nýi
fjölskyldustaðurinn Taurito, en þar
er að finna frábær hótel með öllu
inniföldu á mjög góðu verði. Ekki
skemmir að í miðju dalsins er flottur
vatnsrennibrautagarður.
Almeria er önnur fjölskyldupara-
dís sem við bjóðum upp á í sumar,
með fjölskylduvæn hótel, hagstætt
verðlag og fallegar strendur, í ró-
legu og öruggu umhverfi.
Mallorca stendur alltaf fyrir sínu,
en sú eyja býður upp á allt það
besta, heimsborgina Palma de Mall-
orca, yndisfagra náttúru og garða á
heimsmælikvarða.
Alicante, Benidorm, Albir og
Calpe eru svo ótrúlega ólíkir en
skemmtilegir staðir á Costa Blanca
svæðinu sem bjóða upp á allt milli
himins og jarðar fyrir alla aldurs-
hópa. Þar verður enginn svikinn,“
segir Jóhann sem segir ánægjulegt
hversu margir viðskiptavinir komi
aftur og aftur.
„Við erum með mikið af
fastakúnnum sem leita til okkar allt
árið, enda leggjum við mikið upp
úr frábærri þjón-
ustu og ferðaráð-
gjöf á alla okkar
áfangastaði.
Margir eru
líka farn-
ir að
stökkva til Tenerife og Gran
Canaria yfir veturinn, stoppa í viku,
en fara svo frekar aftur eða oftar
út til að stytta veturinn og taka svo
fjölskylduna með yfir sumartím-
ann.“
Mikil ásókn í golfferðirnar
„Við erum að bjóða upp á margvís-
legar ferðir núna, vorið hefur selst
gríðarlega vel á okkar vinsælasta
stað á El Plantío við Alicante þar
sem gist er í lúxus íbúðum og allt er
innifalið í mat og drykk. Á Plantío er
vinsælt að skrá sig í golfskóla til að
auka þekkinguna á golfíþróttinni
en selst hefur upp í fyrri vik-
una á meðan það eru laus
sæti í byrjun maí,“ segir
Tinna Jóhannsdóttir sem
sér um golfferðirnar hjá
Úrval Útsýn.
Tinna er þegar farin að
horfa fram á næsta haust
og þar verða nýir áfanga-
staðir í boði. Hún segir að
fólk sé þegar farið að taka
frá sæti í þær ferðir.
„Við erum búin að setja upp
ferðir til Suður-Afríku og Tælands
þar sem við reynum að blanda
saman golf- og borgarferðum en
það er svo oft
sem golfarar
ferðast og
sjá ekkert
nema
golfvell-
ina og
hótelið.
Með því
að sam-
eina smá
borgarferð í
golfferðina erum
við að reyna dýpka upp-
lifun farþega okkar. Haustið
mun einnig innihalda þessar
„hefðbundnu“ Spánarferðir en við
munum bjóða upp á hópaferðir til
Barcelona og Alicante. Það sem er
helst nýtt hjá okkur er að fólk getur
sent inn fyrirspurn fyrir hópa hvert
í heim sem er og við gerum þeim
tilboð í ferð sem yrði algjörlega sér-
sniðin þeirra óskum.“
Er mikill áhugi á golfferðum um
þessar mundir? Meiri en verið
hefur?
„Ég myndi segja að áhuginn sé
mikill og líklega er það góðum ár-
angri Ólafíu og Valdísar að þakka,
já og auknum kaupmætti í sam-
félaginu. Ég verð þó að segja að
það hefur alltaf verið mikill áhugi á
golfferðum hjá íslenskum kylfing-
um, það sem er helst að breytast
er að fólk er að kaupa stærri ferðir
eða ferðast ef til vill bæði að vori
og hausti í stað þess að velja annað
hvort.“
Græðir maður á því að
bóka tímanlega?
„Já. Með því að bóka tímanlega
er verið að tryggja sig í drauma-
ferðina en við erum núna með fólk
á biðlista fyrir vorið vegna þess að
það er orðið uppselt í nokkrar ferð-
irnar okkar. Ég mæli því alltaf með
að bóka sem fyrst.“
Er mikið um fastakúnna, fólk
sem fer ár eftir ár með ykkur
í golfferðir?
„Já, það er þó nokkuð um
það, golfdeildin hefur þó tekið
ýmsum breytingum undan-
farin ár en það er von okk-
ar að með fjölbreyttum áfangastöð-
um og nýjungum í ferðum að fólk
haldi áfram að ferðast með okkur.“
Sjáum um að bóka
næstum hvað sem er
Viðskiptaferðir Úrvals Útsýnar
bjóða upp á alhliða aðstoð við bók-
anir bæði fyrir fyrirtæki og einstak-
linga. „Við erum óháð flugfélögum
og getum bókað öll flugfélög sem
fljúga til og frá Íslandi
og nánast öll flug-
félög í heimin-
um. Við þjón-
ustum alla og
einnig stök
verkefni,“
segir Gígja
Gylfadóttir,
deildarstjóri
viðskiptaferða.
„Við erum með
mörg fyrirtæki í
föstum viðskiptum og fara
þau sjálfkrafa í hóp Úrvalsvina
Viðskiptaferða þar sem þau fá
margskonar fríðindi með því að
vera í föstum viðskiptum við
okkur. Afsláttarkjör sem fyrir-
tæki eða einstaklingar hafa hjá
flugfélögum gilda einnig hjá
okkur og á það við um innlend
sem erlend flugfélög. Við bjóðum
einnig upp á neyðarþjónustu allan
sólarhringinn fyrir fyrirtæki í föst-
um viðskiptum.“
Er mikil eftirspurn eftir slíkum
ferðum um þessar mundir?
„Já, það hefur aukist verulega að
fyrirtækin séu farin að nota okkar
þjónustu fyrir sitt starfsfólk þar
sem það skapar mikla hagræðingu
að láta reyndan þjónustufulltrúa
sjá um allt sem viðkemur við-
skiptaferðinni og jafnframt að hafa
allt ferðabókhaldið á einum stað.“
Hvernig virkar einstaklingsþjón-
ustan, sjáið þið um allt frá a-ö?
„Já, við sjáum um að bóka nánast
hvað sem er, til dæmis flug, hótel,
bílaleigubíla, lestarferðir og fer
það eftir óskum viðskiptavinar-
ins. Það skiptir viðskiptavini
okkar miklu máli að vera
með ferðina sína í einum
farseðli en það skapar mik-
ið öryggi til dæmis ef það
verður seinkun hjá flugfé-
laginu, þá sér það um að
koma farþeganum í næsta
lausa flug án auka kostn-
aðar eins og margir hafa
lent í þegar þeir kaupa far-
seðilinn á netinu.“
Eru einhverjir áfangastaðir eða
þjónustuleiðir sérstaklega vinsæl
núna?
„Asía er mjög vinsæl um þessar
mundir og erum við bæði í því að
skipuleggja pakkaferðir og selja
eingöngu flug. Við erum með mjög
góða samninga við flugfélög sem
fljúga til dæmis til Balí, Tælands,
Víetnam og Kambódíu sem eru mög
vinsælir staðir um þessar mundir.
Það er einnig mjög vinsælt að fara
til Suður-Afríku og Dúbaí.“
Taurito á Kanarí.
Almeria á Spáni.