Gripla - 20.12.2017, Page 7
7
Gripla XXVIII (2017): 7–38
ROMINA WERTH
oG aÐaLHEIÐ ur GuÐ MunDSDÓttIr
GLItVoÐIr GEnGInna aLDa
Um framlag kvenna til söfnunar þjóðsagna á Austurlandi
Inngangur
í þessari grein verður sjónum beint að þátttöku fjögurra kvenna við
söfnunarátak Jóns Árnasonar (1819–88) um miðbik 19. aldar. allar tilheyra
þær tengslaneti sem til varð í kringum söfnun þjóðsagna á Austurlandi og
eru því einungis lítið brot þess fólks sem tók þátt í hinu mikla söfnunar-
starfi víða um land með beinum eða óbeinum hætti. í rannsókninni kemur
meðal annars fram að raunverulegt hlutverk kvenna í þjóðsagnasöfnun á
íslandi stangast á við hina hefðbundnu sýn okkar á konur sem heimildar-
menn þjóðsagna og þá staðalímynd að þær hafi að jafnaði verið gamlar,
fátækar og ómenntaðar alþýðukonur.
Líkt og aðrir þeir sem komu að söfnun þjóðsagna á íslandi heyra kon-
urnar fjórar til stærra samfélags sem var litað af hugmyndum tíðarandans
um þjóðmenningu, auk þess sem starf þeirra markast af aukinni menntun
meðal almennings. Í þeim tilgangi að varpa ljósi á forgrunn söfnunarstarfs-
ins verður leitast við að skýra nokkra þætti við framkvæmd þeirrar söfnunar
sem lá til grundvallar safni Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri,
sem var gefið út í tveimur bindum í Leipzig í Þýskalandi árin 1862–64.1
Líkt og kunnugt er leitaði Jón mjög til presta og annarra embættismanna
víða um land, sem margir hverjir útveguðu honum efni.2 Einn þessara
manna var séra Sigurður Gunnarsson (1812–78), fyrrverandi bekkjarbróðir
1 Greinin byggir á MA-ritgerð Rominu Werth, sem var skrifuð undir handleiðslu Aðalheiðar
Guðmundsdóttur árið 2015, sbr. romina Werth, „„Vox viva docet:“ um tengslanet milli
safnara og heimildarmanna við þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar“ (Ma-ritgerð, Háskóli
íslands, 2015).
2 nánar um presta sem safnara þjóðfræðilegs efnis á Íslandi má lesa í terry Gunnell, „Clerics
as Collectors of folklore in nineteenth-Century Iceland,“ Arv: Nordic Yearbook of Folklore
68 (2012): 45‒66.