Gripla - 20.12.2017, Síða 8
GRIPLA8
Jóns, sem hlýddi kalli félaga síns og safnaði fyrir hann þjóðsagnaefni
á Austurlandi, nánar tiltekið í Norður- og Suður-Múlasýslu.3 Sigurður
starfaði sem prestur, fyrst á Desjarmýri á Borgarfirði eystra þar sem hann
bjó í sautján ár og seinna á Hallormsstað í Skógum á Fljótsdalshéraði, þar
sem hann gegndi prestakalli til æviloka.4 Hann eignaðist ellefu börn með
konu sinni en einungis þrjár dætur komust á legg, þær Margrét (1843–
99), Elísabet (1846–1927) og Guðlaug (1848–76) sem allar komu með
einhverjum hætti að söfnunarstarfi Sigurðar, einkum Elísabet.
Sigurður Gunnarsson leitaði víða fanga í nágrenni sínu og meðal þeirra
sem útveguðu honum efni voru tvær konur, vinnukonurnar Lára Sig-
fúsdóttir og Brandþrúður Benónísdóttir, sem báðar skráðu þjóðsögur með
eigin hendi. Hér eru því komnar tvær af þeim fimm konum sem taldar eru
upp meðal 127 skrásetjara þjóðsagnasafnsins, samkvæmt lista í 6. bindi nýju
útgáfunnar frá 1954–61.5 Hlutur kvenna var hins vegar stærri þegar kom
að lista yfir heimildarmenn safnsins, þ.e. þá sem lögðu til sögur án þess
að skrá þær sjálfir, en þar voru konur 110 á móti 248 körlum.6 Hér þarf
að hafa í huga að erfitt getur reynst að segja til um nákvæmt kynjahlutfall
heimildarmanna, þar sem skrásetjarar sagnanna gátu þess að jafnaði ekki
hvort skráð var eftir konum eða körlum.7 Meðal annarra heimildarkvenna
Sigurðar var niðursetningurinn Sæbjörg Guðmundsdóttir sem miðlaði
3 Samtals 52 sendibréf sem Sigurður Gunnarsson sendi Jóni Árnasyni eru varðveitt á Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (nKS 3010 4to). fyrsta bréfið er dagsett 7. mars
1852 og það síðasta er frá 12. apríl 1871. auk þess er að finna eitt bréf frá Jóni Árnasyni sem
hann sendi til Sigurðar þegar hann leitaði til hans með aðstoð við söfnun þjóðsagna og er
bréfið dagsett 25. október 1858. tíu þessara bréfa eru prentuð í Úr fórum Jóns Árnasonar:
Sendibréf I–II, útg. finnur Sigmundsson (reykjavík: Hlaðbúð, 1950–51). Hér á eftir verður
vitnað í frumheimild sé hún óútgefin, en annars í prentaðan texta.
4 Eftir Sigurð liggur lítið sjálfsævisagnakver sem hann ritaði árið 1871, varðveitt á Héraðs-
skjalasafni Austfirðinga á Egilsstöðum undir safnmarkinu A6-13-7. Handritið er óútgefið.
Jón Jónsson (1849–1920), prófastur á Stafafelli og tengdasonur Sigurðar, tók saman
helstu atriðin úr ævisögu Sigurðar og birti þau í Jón Jónsson, „Æfiágrip Sigurðar prófast
Gunnarssonar á Hallormsstað,“ Andvari 13 (1887): 1–18.
5 Listi yfir heimildarmenn og skrásetjara má finna í Jón Árnason (útg.), Íslenzkar þjóðsögur
og ævintýri VI, (ný útgáfa), Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfu
(reykjavík: Þjóðsaga, 1954), 45–50.
6 Sérstaklega má benda á að alls ellefu af samtals 127 manns sem eru skilgreindir sem skrásetj-
arar í 6. bindi þjóðsagnasafnsins tilheyra tengslaneti Sigurðar Gunnarssonar, eða 8% af
öllum þeim sem skráðu þjóðsögur í safn Jóns Árnasonar.
7 Sbr. Rósa Þorsteinsdóttir, Sagan upp á hvern mann: Átta íslenskir sagnamenn og ævintýrin
þeirra (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2011), 64.