Gripla - 20.12.2017, Qupperneq 9
9GLItVoÐ Ir GEnGInna aLDa
sögum sínum munnlega og lagði þannig sinn skerf til söfnunarinnar. í
eftirfarandi umfjöllun verður leitast við að gera grein fyrir ómetanlegu
framlagi þessara fjögurra kvenna til þjóðsagnasafnsins, þ.e.a.s. þeirra Láru,
Brandþrúðar, Sæbjargar og Elísabetar.
2. Hugmyndir um sagnafólk
Þrátt fyrir að Jón Árnason hafi safnað þjóðsögum frá ýmsu fólki í reykja-
vík og nærliggjandi sveitum og skráð þær með eigin hendi, fólst söfnunar-
starfsemi hans að mestu leyti í móttöku og varðveislu þjóðsagnaefnis.8
Með þeim hætti gegndi Jón starfi ritstjóra, auk þess sem hann skipulagði
söfnunina með því að koma sér upp tengslaneti samstarfsmanna sem gerði
honum kleift að safna sögum alls staðar að af landinu með kerfisbundnum
hætti.9 Jón sendi fyrirspurnir sínar um aðstoð við söfnunina til 36 aðila sem
voru í flestum tilfellum prestlærðir menn og embættismenn.10
Sú hugmynd hefur lengi verið uppi að það hafi fyrst og fremst verið
þessir menn, þ.e.a.s. þeir prestar og embættismenn sem aðstoðuðu Jón
við söfnunina, sem skráðu þjóðsögurnar og oftar en ekki eftir gömlu og
ómenntuðu fólki, hver í sínu umdæmi. Jón Hnefill Aðalsteinsson vildi
til að mynda eigna þeim stóran hlut í söfnuninni og taldi að þeir hefðu
einkum skráð eftir ómenntuðu alþýðufólki: „... menntamenn áttu drjúgan
þátt í því að afrakstur Jóns varð jafngóður og raun bar vitni. Að sjálfsögðu
nutu þeir við söfnun sína og skráningu í ríkum mæli kunnáttu hins ólærða
og sögufróða almennings“.11 Hann gerði með öðrum orðum ráð fyrir að það
hafi einkum verið menntamenn sem skráðu sögurnar, eftir söguþekkingu
almennings. Hallfreður Örn Eiríksson gerði aftur á móti ráð fyrir breiðari
8 Í grein rósu Þorsteinsdóttur um tengslanet Jóns Árnasonar í reykjavík kemur fram að Jón
hafi yfirleitt safnað frá fólki sem tilheyrði efri lögum samfélagsins, eða því fólki sem hann
umgekkst sjálfur. Sjá, rósa Þorsteinsdóttir, „Jón Árnason þjóðsagnasafnari og heimildar-
fólkið hans,“ Grasahnoss: Minningarrit um hjónin Rögnu Ólafsdóttur (1944–2011) & Ögmund
Helgason (1944–2006) (Sauðárkróki: Sögufélag Skagfirðinga, 2014), 136 og 141.
9 Sbr. Rósa Þorsteinsdóttir, Sagan upp á hvern mann, 64.
10 Þeir einstaklingar sem Jón hafði samband við varðandi aðstoð við söfnunina eru taldir upp
í Jón Árnason (útg.), Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri VI, 62. Þar er sagt frá því að í handriti
Jóns Árnasonar, Lbs 540 4to í 14. kveri, 3. minnisgrein, finnist nöfn þeirra sem hann leitaði
til „um útvegun til íslenzkra fornfræða“ frá 7. október til 11. desember 1858.
11 Jón Hnefill aðalsteinsson, „Þjóðsögur og sagnir,“ Íslensk þjóðmenning VI: Munnmenntir og
bókmenning, ritstj. frosti f. Jóhannsson (reykjavík: Þjóðsaga, 1989), 290.