Gripla - 20.12.2017, Page 10
GRIPLA10
hóp safnara, sem hann skilgreinir svo í samhengi við heimildarmenn, en
hópana tvo taldi hann vera úr öllum lögum samfélagsins og á öllum aldri:
Safnarar Jóns voru margir og úr öllum stéttum þjóðfélagsins og
heimildarmenn þeirra enn fleiri og sundurleitari. Þarna voru bæði
lærðir menn og leikir, allmargir prestar og drjúgvirkir bændur og
húsfreyjur þeirra, vinnufólk og ýmsir lausamenn, fólk á öllum
aldri.12
Hér er reyndar ekki gott að sjá hverjir tilheyra hvorum hópi, en skiljanlega
hafa heimildarmennirnir verið enn breiðari hópur en þeir sem söfnuðu
sögunum og/eða skráðu.
Af tiltækum listum yfir skrásetjara og heimildarmenn sagna í safni
Jóns Árnasonar er ljóst að um er að ræða tvo nokkuð ólíka hópa, ekki
síst þegar kemur að kynjahlutfalli. Eins og fyrr segir veldur þó skortur á
upplýsingum því að erfitt er að segja með vissu um raunverulegt kynja-
hlutfall sagnafólksins, enda sýnist sitt hverjum um það og ekki er ólíklegt
að kynjahlutfall heimildarfólks fari eftir því hvaða grein munnmælaefnis
er til umræðu, t.d. hvort verið er að tala um örnefnasagnir eða ævintýri.
Samkvæmt Einari ól. Sveinssyni áttu konur drýgstan þátt í varðveiðslu á
þjóðsögum og ævintýrum hérlendis og á hann þá fyrst og fremst við varð-
veiðslu í munnlegri geymd, mann fram af manni.13 Hann taldi enn fremur
að gamalt fólk hafi oft verið „fróðara en ungt (unga fólkið lítur fram og
hefur um annað að hugsa); „sögukarl“ og „sögukerling“ eru alþekkt orð í
málinu“.14 Viðhorf Einars til aldurs heimildarmanna ber saman við almenn
viðhorf þjóðsagnafræðinga á hans dögum, þ.e. um miðja síðustu öld.
Hugmyndir um háan aldur sagnafólks má rekja til þýsku bræðranna
Jakobs og Wilhelms Grimm og útgáfu þeirra á Kinder- und Hausmärchen
á árunum 1812–15.15 í síðara bindi annarrar útgáfu safnsins sem var gefið
út árið 1819 kynntu Grimmsbræður til sögunnar hina meintu bóndakonu
12 Hallfreður Örn Eiríksson, „Sagnaval Jóns Árnasonar og samstarfsmanna hans: nokkrar
athugasemdir,“ Skírnir 145 (1971): 83.
13 Einar ól. Sveinsson, Um íslenzkar þjóðsögur (reykjavík: Sjóður Margrétar Lehmann-filhés,
1940), 61.
14 Ibid., 60–1.
15 Jakob og Wilhelm Grimm, Kinder- und Hausmärchen I–II, 1. útg. (Berlín: real schul-
buchhandlung, 1812–15).