Gripla - 20.12.2017, Síða 11
11
Katharinu Dorotheu Viehmann (1755–1815) sem helsta heimildarmann
sinn fyrir frumgermönskum (þ. urdeutsch) ævintýrum. titilmyndin sem
sýnir Viehmann þar sem hún situr við borð er eftir Ludwig Emil Grimm,
bróður Jakobs og Wilhelms, og ber heitið „Märchenfrau“ sem segja má
að samsvari hugtakinu „ævintýrakerling“ á íslensku. Þótt fyrri safnarar
hafi vissulega notast við sambærilegar staðalfígúrur,16 er talið að hugtakið
„Märchenfrau“ eigi hvað mestan þátt í útbreiðslu ímyndarinnar um hinn
dæmigerða sagnaþul í holdgervingu gamallar, fátækrar og ómenntaðrar
sagnakonu úr röðum almúgans („aus dem Volke“).17 Þeir Jakob og Wilhelm
Grimm voru þar að auki fyrstir til að gefa ævintýrakerlingunni andlit.18
Á 19. öld einkenndist ráðandi viðhorf menntamanna til alþýðunnar af
hugmyndum um að ólæst og óskrifandi alþýðufólk væri ekki fært um að
skapa sjálft heldur gæti það einungis rifjað upp og endurgert sögur sem
áður voru samdar af tilteknum einstaklingi einhvern tímann í fortíðinni
– einkum á miðöldum sem menn töldu vera gullöld sagnasköpunar. Líkt
og svissneski þjóðfræðingurinn Eduard Hoffmann-Krayer orðaði það,
voru margir fræðimenn sannfærðir um að „... the spirit of the people does
not produce, it reproduces“.19 Eingöngu einstakir höfundar og snillingar,
oftast menntaðir karlmenn, hefðu þannig getað búið yfir sköpunargáfu
og framleitt höfundarverk.20 Þessi höfundarverk hafi með tímanum
afbakast og í kjölfarið borist frá efri lögum samfélagsins niður til almenn-
16 Sjá Marina Warner, From the Beast to the Blonde: On Fairy Tales and Their Tellers (London:
Chatto & Windus, 1994), 12–26. Sem dæmi má nefna frakkann Charles Perrault (1628–
1703) sem gaf út sagnasafnið Histoires ou contes du temps passé: Contes de ma mère l’Oye eða
Sögur og ævintýri frá liðinni tíð: Ævintýri: Sögur gæsamömmu þegar árið 1697. Með fyrirsögn-
inni gefur Perrault a.m.k. í skyn að gömul barnfóstra, gæsamamman, hafi sagt börnum
ævintýri.
17 Sbr. Heinz rölleke, „Märchen über Märchen,“ ZEIT Geschichte 4 (2012): 42–4; Kathrin
Pöge-Alder, Märchenforschung: Theorien, Methoden, Interpretationen, 2. útg. (tübingen:
narr Verlag, 2011), 136. Sjá einnig Valdimar tr. Hafstein, „the Constant Muse: Copyright
and Creative agency,“ Narrative Culture 1/1 (vor 2014): 27–32. Jakob og Wilhelm Grimm
höfðu áður einungis fjallað mjög lauslega um hvaðan sögurnar komu og nefndu m.a. nokkur
svæði, eins og t.d. að ævintýrin kæmu „aus Hessen“ eða „aus den Maingegenden“, sbr.
rölleke, „Märchen über Märchen,“ 40.
18 Sbr. Valdimar tr. Hafstein, „the Constant Muse,“ 27.
19 Bengt Holbek, On the Comparative Method in Folklore Research (turku: nordic Institute
of folklore, 1992), 12; sbr. „Die Volksseele produziert nicht, sie reproduziert,“ í Eduard
Hoffmann-Krayer, „naturgesetz im Volksleben?“ Hessische Blätter für Volkskunde 2 (1903):
70.
20 Sjá Valdimar tr. Hafstein, „the Constant Muse,“ 26.
GLItVoÐ Ir GEnGInna aLDa