Gripla - 20.12.2017, Qupperneq 12
GRIPLA12
ings og hafi leifar þeirra einkum varðveist í sagnaskemmtun hins ómennt-
aða alþýðufólks.21
Viðhorf til sagnamanna sem ómeðvitaðra og ófrjórra hefðarbera tóku
hægfara breytingum, og þó einkum upp úr miðri 20. öld í kjölfar nýrra
aðferða og áherslna í rannsóknum. Einn þeirra fræðitexta sem hafði hvað
mest áhrif á nýja stefnu innan þjóðfræðinnar er greinin „Die Folklore
als eine besondere form des Schaffens“ eftir frásagnarfræðingana Petr
Bogatyrëv og Roman Jakobson. Samkvæmt Bogatyrëv og Jakobson felst
sköpunargáfa alþýðunnar í því að fólk nýtir sér menningararf og sagnahefð
til að tjá eigin þörf og hugsanir í samhengi við samfélagið hverju sinni.22 í
kjölfarið beindist rannsóknaráhersla þjóðfræðinga að sagnafólkinu sjálfu,
sagnaskemmtun þess, sem og flutningi og sviðsetningu. Hin nýja rann-
sóknaráhersla krafðist vettvangsathugana og nákvæmrar rannsóknar á
einstökum sagnaþulum, sem og á umhverfi þeirra og heimsmynd.23 En
þrátt fyrir nýjar áherslur í rannsóknum lifði hugmyndin um gamla og
ómenntaða sagnakonu áfram og var í sumum tilfellum studd nýjum rökum.
Sem dæmi má nefna verk ungverska þjóðfræðingsins Lindu Dégh, Folktales
and Society, þar sem höfundur styðst að mörgu leyti við hugmyndina um
að góðir sagnamenn hafi yfirleitt verið ólæsir, fátækir og gamlir. Viðhorf
21 Sbr. alan Dundes, „the Devolutionary Premise in folklore theory,“ Folklore: Critical
Concepts in Literary and Cultural Studies IV, folkloristics: theories and Methods, ritstj.
alan Dundes (new York: routledge, 2004), 395.
22 P. Bogatyrev og roman Jakobson, „Die folklore als eine besondere form des Schaffens,“
Selected Writings IV: Slavic Epic Studies (the Hague og Paris: Mouton & Co, 1966), 3.
Birtist fyrst í Donum Natalicum Schrijnen (nijmegen og utrecht, 1929), 900–13. Ensku
þýðinguna má finna í Petr Bogatyrev og roman Jakobson, „folklore as a Special form
of Creativity,“ Folklore: Critical Concepts in Literary and Cultural Studies IV, folkloristics:
theories and Methods, ritstj. alan Dundes (London og new York: routledge, 2005).
23 Sem dæmi um vettvangsrannsóknir á einstökum sagnaþulum má nefna: Mark K. aza-
dovskij, Eine sibirische Märchenerzählerin, folklore fellows Communications (ffC) 68
(Helsinki: Suomalainen tiedeakatemia, 1926); Gottfried Henssen (útg.), Überlieferung und
Persönlichkeit: Die Erzählungen und Lieder des Egbert Gerrits, Schriften des Volkskunde-Archivs
Marburg I (Münster: aschendorffsche Verlagsbuchhandlung, 1951); Juha Pentikäinen, Oral
Repertoire and World View: An Anthropological Study of Marina Takalo’s Life History, Folklore
fellows Communications (ffC) 219 (Helsinki: Suomalainen tiedeakatemia, 1978). Einnig
hafa verið framkvæmdar sögulegar rannsóknir á einstökum sagnaþulum, þ.e. rannsóknir
sem fara fram eftir andlát sagnamannsins, þegar einungis textar eða segulbandsupptökur af
sögunum hafa varðveist. Fyrir utan rannsókn Rósu Þorsteinsdóttur, Sagan upp á hvern mann,
mætti einnig nefna: Gun Herranen, „a Blind Storyteller’s repertoire,“ Nordic Folklore: Recent
Studies, ritstj. reimund Kvideland og Henning K. Sehmsdorf (Bloomington og Indianapolis:
Indiana university Press, 1989), 63–9.