Gripla - 20.12.2017, Síða 13
13
Dégh koma einna skýrast fram í lýsingu hennar á sagnakonunni Zsuzsánna
Palko (1880–1964):
Misery had inclosed her like plated armor, keeping her education
at a very low level. Her living conditions, her illiteracy, and, dur-
ing the last fifteen years of her life, her advanced age, prevented
her old view of the world from being transformed, through new
experiences, into a new one. Her ideas lived in the magic, religious
world in which she had sought refuge from the hardship of life.24
Líkt og Dégh telja fræðimennirnir Reimund Kvideland og Henning
K. Sehmsdorf að norrænir sagnamenn hafi flestir verið komnir um og yfir
miðjan aldur, og verið fátækir: „the average age of Scandinavian storytell-
ers was between forty and sixty years, and most of them were crofters
rather than self-owning farmers; in other words, they belonged to the
lowest and poorest level of society.“25
Ein af áhrifameiri rannsóknum innan þjóðsagnafræði hina síðustu
áratugi var gerð af Þjóðverjanum Heinz rölleke sem skoðaði handrit
Grimmsævintýra, sem og heimildarmenn þeirra Jakobs og Wilhelms um
áralangt skeið. Samkvæmt Rölleke fólst samvinna Grimmsbræðra við heim-
ildarmenn sína í tiltölulega flóknu tengslaneti ungs fólks sem ritaði upp
eða sagði sögur sínar á heimili þeirra í Kassel: „Gerade die Beiträger der
ersten Stunde bilden untereinander ein mannigfach verknüpftes netzwerk
meist junger Menschen, die in der Kasseler Marktstraße ihre Märchen
erzählten oder sie für die Brüder Grimm aufzeichneten.“26 Af þessu má
sjá að Jakob og Wilhelm söfnuðu í mörgum tilvikum ekki sjálfir; þeir létu
safna. Heimildarmenn þeirra komu svo yfirleitt í heimsókn til þeirra og
24 Linda Dégh, Folktales and Society: Storytelling in a Hungarian Peasant Community, þýð.
Emily M. Schossberger (Bloomington og Indianapolis: Indiana university Press, 1989),
188–9.
25 reimund Kvideland og Henning K. Sehmsdorf (ritstj.), „Introduction,“ All the World’s
Reward: Folktales Told by Five Scandinavian Storytellers (Seattle og London: university of
Washington Press, 1999), 8.
26 „Sérstaklega í upphafi söfnunarinnar, myndaði ungt fólk margslungið tengslanet sín á milli
og sagði ævintýri heima hjá Jakobi og Wilhelm við Marktstraße í Kassel eða skrifaði þau
fyrir Grimmsbræður.“ Heinz rölleke og albert Schindelhütte (ritstj.), Es war einmal…: Die
wahren Märchen der Brüder Grimm und wer sie ihnen erzählte (frankfurt am Main: Eichborn,
2011), 44.
GLItVoÐ Ir GEnGInna aLDa