Gripla - 20.12.2017, Síða 14
GRIPLA14
sögðu þeim sagnir og ævintýri við skrifborð þeirra.27 Oftast kynntust þeir
heimildarmönnum sínum í gegnum vini og kunningja en einnig í gegnum
fjölskyldumeðlimi eins og yngri systur sína, Charlotte Amalie Grimm
(1793–1833), eða Lotte.
Meðal þess sem rannsókn röllekes leiddi í ljós er að „Marie“, eins og
nafn hennar er skrifað í athugasemdum Grimmsbræðra í handritum þeirra,
reyndist vera hin unga og vel menntaða Marie Hassenpflug (1788–1856)
sem var af frönskum Húgenottaættum. Marie hafði áður verið talin vera
hin gamla ráðskona Marie Clar (f. 1747) sem starfaði fyrir vinafjölskyldu
Grimmsbræðra, Wild-fjölskylduna, líkt og Herman Grimm (1828–1901),
sonur Wilhelms, hélt fram.28 Samkvæmt rölleke hafði Marie Hassenpflug
þó ekki einungis verið einn af helstu heimildarmönnum Grimmsbræðra
frá upphafi söfnunarstarfs þeirra,29 heldur voru flestir heimildarmenn
Grimmsbræðra ungar og menntaðar konur úr borgarastétt og jafnvel
aðalsstétt. Tvær af hinum ungu heimildarkonum Grimmsbræðra, Bettina
von arnim (1785–1859) og annette von Droste-Hülshoff (1797–1848)
urðu seinna meir kunn kvenskáld í Þýskalandi.30 Þrátt fyrir að Dorothea
Viehmann, hin gamla alþýðuheimildarkona Grimmsbræðra, hafi vissulega
lagt sinn skerf til safnsins hefur rannsókn Röllekes breytt viðhorfi fólks til
tengslanets Grimmsbræðra og hvernig heimildarmenn þeirra störfuðu.
Eins og fram hefur komið hefur að jafnaði verið litið á þjóðsagnasöfnun
Jóns Árnasonar í ljósi samvinnu hans við menntamenn um landið allt en
27 auk þess fengu þeir ævintýri með bréfasamskiptum, sem og á skjalasöfnum, sbr. ibid., 39
og 40.
28 Sjá Heinz rölleke, „new results of research on Grimms’ Fairy Tales,“ The Brothers Grimm
and Folktale, ritstj. James M. McGlathery, Larry W. Danielson, Ruth E. Lorbe og Selma
K. richardson, James M. McGlathery þýddi (urbana: university of Illinois Press, 1988),
106. Sjá einnig rölleke og Schindelhütte (ritstj.), Es war einmal…, 251.
29 Sbr. rölleke og Schindelhütte (ritstj.), Es war einmal…, 250. Sjá einnig grein eftir Hermann
rebel, „Why not ‘old Marie’… or Someone Very Much Like Her? a reassessment
of the Question about the Grimms’ Contributors,“ Social History 13/1 (1988): 1–24.
Sagnfræðingurinn Hermann Rebel sem skoðaði sérstaklega gildi ævintýra fyrir sagn-
fræðilegar rannsóknir á samfélagi 19. aldar gagnrýnir harkalega niðurstöðu Röllekes varð-
andi heimildarmenn Grimmsbræðra. Rebel vill meina að hin gamla Marie hafi verið helsta
sagnakona Grimmsbræðra og heldur hann fast í kenningar um gamla og ólæsa sagnafólkið
án þess að hafa sérþekkingu á ævintýrum og rannsóknum á þeim. Sjá ennfremur and-
svar Ruth Bottigheimers við Rebel í Ruth B. Bottigheimer, „Fairy Tales, Folk Narrative
research and History,“ Social History 14/3 (1989): 343–57.
30 um Grimmsbræður og heimildarkonur þeirra má einnig lesa í Valerie Paradiž, Clever
Maids: The Secret History of the Grimm Fairy Tales (new York: Basic Books, 2005).