Gripla - 20.12.2017, Síða 15
15
lítið sem ekkert hefur verið gert ráð fyrir þátttöku kvenna við söfnunina
nema í þeim tilfellum sem þær teljast vera hefðarberar munnmælasagna.
í eftirfarandi umfjöllun verður gerð grein fyrir framlagi íslensku sagna-
kvennanna fjögurra úr tengslaneti séra Sigurðar Gunnarssonar, hvort sem
það felst í skráningu efnisins eða miðlun þess með munnlegum flutningi.
3. Heimildarkonur Sigurðar Gunnarssonar
Dætur Sigurðar
Meðan á söfnunarárunum stóð voru dætur Sigurðar Gunnarssonar, þær
Margrét, Elísabet og Guðlaug, á unglingsaldri og þekktu margar sögur,
ævintýri og kvæði. Sigurður kenndi dætrum sínum ýmislegt bóklegt og ef
til vill ívið meira en konur um miðja 19. öld áttu að venjast. Þó ber að hafa
í huga að engin yfirlitsrannsókn liggur fyrir um skriftar- og tungumála-
kunnáttu kvenna á 19. öld og þar af leiðandi er erfitt að fullyrða nokkuð um
gæði og umfang námsins. Formleg menntun kvenna hófst þó stuttu síðar,
eða á seinni hluta aldarinnar með stofnun fjögurra kvennaskóla, sem var þá
nýmæli á íslandi.31 Fyrir þann tíma eru þó vissulega dæmi þess að konur af
efnaheimilum hafi notið tilsagnar í fræðum og skrift.32 Sagnfræðingurinn
Loftur Guttormsson telur að 10–30% kvenna hafi að meðaltali verið
skrifandi árið 1839, þó að flestar þeirra hafi einungis getað skrifað nafnið
31 Fyrsti kvennaskólinn var stofnaður í Reykjavík árið 1874 og fylgdu með stuttu millibili
Kvennaskólinn á Laugalandi (1877) og Kvennaskóli Skagfirðinga (1877) sem og Kvennaskóli
Húnvetninga (1879). ungum konum voru þá aðallega kenndar bóklegar greinar, fatasaumur
sem og tilsögn í heimilishaldi. Um skólana má lesa nánar í Erla Hulda Halldórsdóttir,
Nútímans konur: Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903 (reykjavík:
Sagnfræðistofnun – rIKK og Háskólaútgáfan, 2011), 129–69.
32 Sem dæmi má nefna Jón Ólafsson í Grunnavík (1705–79) sem kenndi ungri frænku sinni,
ragnheiði Einarsdóttur (1742–1814), veturinn 1750–51 með því að skrifa lítið sagnakver
handa henni, þar sem hún gat æft sig í lestri, og að því er virðist einnig í að skrifa,
sbr. aðalheiður Guðmundsdóttir, „Barnshugur við bók: um uppeldishugmyndir Jóns
Ólafssonar,“ Vefnir 3 (2003), án bls.; sami höf. (útg.), „Inngangur,“ Úlfhams saga, Rit
Stofnunar Árna Magnússonar 53 (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 2001),
liv–lxiii. Samkvæmt Guðrúnu Ingólfsdóttur hafa bókhneigðar konur, einkum í efri lögum
samfélagsins, haft mikil áhrif á menningu og menntun þeirra sem voru lægra settir í
samfélaginu og hafa prestfrúr stundum aðstoðað eiginmenn sína við að kenna skólapiltum.
Sjá Guðrún Ingólfsdóttir, „Í hverri bók er mannsandi:“ Handritasyrpur – bókmenning, þekk-
ing og sjálfsmynd karla og kvenna á 18. öld, Studia Islandica 62, ritstj. Ármann Jakobsson
(reykjavík: Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan, 2011),
312 og 324. um kveðskap kvenna sem er varðveittur í handritum, sjá Margrét Eggertsdóttir,
„um kveðskap kvenna og varðveislu hans,“ Vefnir 2 (1999), án bls.
GLItVoÐ Ir GEnGInna aLDa