Gripla - 20.12.2017, Qupperneq 16
GRIPLA16
sitt.33 í mun færri tilvikum virðast konur af alþýðustétt hafa getað aflað sér
menntunar á borð við skriftarkunnáttu. Samkvæmt sagnfræðingnum Erlu
Huldu Halldórsdóttur hafa langflest varðveitt einkabréf kvenna frá 19.
öld verið skrifuð af konum úr efri lögum samfélagsins. Mun færri dæmi
um einkabréf alþýðukvenna eru til frá sama tímabili og eru þau nokkuð
frábrugðin bréfum yfirstéttarkvennanna: „Bréfin eru stutt, fyrst og fremst
send af nauðsyn eða löngun til að vita hvort viðkomandi ættingi sé á lífi;
eru illa skrifuð og full af villum.“34 Hér má þó hafa í huga að opinberlega
var ekki gert ráð fyrir skriftarkunnáttu barna fyrr en með Lögum um upp-
fræðing barna í skrift og reikningi árið 1880, meira en 20 árum eftir átak Jóns
Árnasonar til söfnunar þjóðsagna.
Nokkuð er varðveitt af bréfum eftir dætur Sigurðar. Elísabet skrifaði
á fullorðinsárum sínum fjölmörg bréf til eldri systur sinnar, Margrétar,
sem var gift Jóni Jónssyni (1825–1900), síðast presti í Stafafelli í Lóni.
Bréfaskiptin milli Elísabetar og Margrétar voru ítarleg og hættu ekki fyrr
en Margrét lést árið 1899. í bréfi frá árinu 1897 gerir Elísabet grein fyrir
þeirri menntun sem systrunum var veitt á æskuheimili þeirra og kemur þá
í ljós skýr skoðun hennar á menntamálum:35
Það held ég sé satt að við höfum haft upplag til að læra ýmislegt til
bókar, og að pabbi hafi kennt okkur tiltölulega lítið eftir því sem
hann kenndi öðrum, en þó var það mikið í samanburði við það sem
stúlkur fengu að læra annars staðar, en þú manst nú að mamma var
stundum á Desjarmýri að segja að við lærðum aldrei neitt verk að
vinna fyrir lærdómi, því hún hafi svo mikið að gjöra sjálf. Mér getur
33 Sbr. Loftur Guttormsson, „fræðsluhefðin: kirkjuleg heimafræðsla,“ Almenningsfræðsla á
Íslandi 1880–2007 I, Skólahald í bæ og sveit 1880–1945, ritstj. Loftur Guttormsson
(reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008), 31–2.
34 Sjá t.d. Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur, 31. Guðrún Ingólfsdóttir gerir þó ráð
fyrir því að bækur og handrit hafi oft verið í eigu kvenna og nefnir hún nokkur dæmi af
„bókakonum“ meðal alþýðufólks á 17. og 18. öld sem áttu bækur og handrit, sjá Guðrún
Ingólfsdóttir, Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar: Bókmenning íslenskra kvenna frá mið-
öldum fram á 18. öld, Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 20, ritstj. Davíð ólafsson, Már
Jónsson og Sigurður Gylfi Magnússon (reykjavík: Háskólaútgáfan, 2016), 204–6.
35 Ekki er til skipulagt safn bréfa Elísabetar, en bréf hennar til Margrétar eru varðveitt í
bréfasafni Margrétar Sigurðardóttur, prófastsfrúar, á Héraðsskjalasafni austur-Skaftafells-
sýslu í Höfn í Hornafirði. um bréfaskipti Elísabetar og Margrétar og helstu umræðuefni
þeirra má lesa í Erla Hulda Halldórsdóttir, „„Elskulega Margrét:“ úr bréfasafni Margrétar
prófastsfrúar á Stafafelli,“ Skaftfellingur 8 (1992): 29–37.