Gripla - 20.12.2017, Side 17
17
ekki betur fundist en að við munum vita mikið meira en flestar
þessar kvennaskólajómfrúr á þessum tíma, en auðvitað hefði það
verið mikið meira, og ekki líkt því að ég sé ánægð með það.36
Elísabet hefði samkvæmt þessu viljað afla sér frekari menntunar í æsku.
Hún er þó ekki ein um slíka löngun til mennta og fleiri konur tjáðu sig
með sambærilegum hætti undir lok 19. aldar.37
Þótt Elísabet hefði gjarnan viljað fá enn frekari menntun var það
stelpunum til góðs að Sigurður hélt úti drengjaskóla á heimili þeirra alla
tíð. Í bréfi til Jóns Árnasonar þann 20. ágúst 1864 segir hann m.a. frá því
að hann hafi svo mörg verkefni fyrir höndum að hann geti næstum því
ekki sinnt skólanum og að engir fræðimenn væru fyrir austan sem gætu
aðstoðað hann við kennsluna. Af þeim sökum vildi hann helst nota dætur
sínar til að kenna piltunum.38 Slíkt virðist og hafa átt sér stað, því að sagt
er um Margréti, elstu dóttur hans, að hún hafi kennt piltum í skóla þegar
Sigurður þurfti að ferðast vegna embættismála.39 Elísabet hafi hins vegar
aðstoðað föður sinn við skrifstofustörf af ýmsu tagi og er eftirfarandi lýs-
ing höfð eftir Sigrúnu P. Blöndal (1883–1944), dóttur hennar og skólastýru
Húsmæðraskólans á Hallormsstað: „Móðir mín var mest eftirlæti föður
síns og honum handgengnust. Hún var bókhneigð og hjálpaði honum við
ýms störf. Las með honum og skrifaði fyrir hann.“40 Sökum þess hve áhuga-
samar og vel menntaðar dætur Sigurðar voru, sem og fúsar til að aðstoða
hann við skrifstofustörf og kennslu, kemur það ekki á óvart að hann hafi
beðið þær um að útvega sér sagnir og ævintýri.
36 Bréf frá Elísabetu Sigurðardóttur til Margrétar Sigurðardóttur þann 11. janúar 1897.
Tilvitnunin er tekin úr Hjörleifur Guttormsson og Sigurður Blöndal, Hallormsstaður í
Skógum: Náttúra og saga höfuðbóls og þjóðskógar, ritstj. Hjörleifur Guttormsson (reykjavík:
Mál og menning, 2005), 149.
37 Sjá t.d. Erla Hulda Halldórsdóttir, „„Jeg játa að jeg er opt óþægileg“: Kona í rými and-
ófs og hugmynda,“ Ritið 2–3 (2007): 220–1. Hið sama má segja um niðurstöður rósu
Þorsteinsdóttur sem telur að allir þeir sagnamenn sem hún skoðaði í rannsókn sinni
á íslenskum sagnaþulum hefðu viljað fá tækifæri til að afla sér enn frekari þekkingar
og menntunar í æsku, þótt flestir hafi fengið einhverja menntun á heimili sínu eða í
kvennaskólum. Sbr. Rósa Þorsteinsdóttir, Sagan upp á hvern mann, 153.
38 Sjá bréf (29) frá SG til JÁ þann 20. ágúst 1864 í nKS 3010 4to.
39 Bjarni Sigurðsson, „Minningar um frú Margrétu Sigurðardóttur frá Hallormsstað,“ Hlín 16
(1932): 77–8. Sjá ennfr. Erla Hulda Halldórsdóttir, „„Elskulega Margrét,“ 30.
40 Sigrún P. Blöndal, „Merkiskonur: Minningar um Guðríði Jónsdóttur og Elísabetu
Sigurðardóttur á Hallormsstað,“ Hlín 14 (1930): 74.
GLItVoÐ Ir GEnGInna aLDa