Gripla - 20.12.2017, Síða 19
19
sumar þær álít eg góðar. ... Viljirðu fá mikið af slíkum, kann eg að
geta fengið þær skrifaðar eftir stelpum mínum, sjálfur nenni eg því
varla.44
Þó að Sigurður segi að dætur sínar hafi kunnað mörg ævintýri, virðist sem
Elísabet sé hér fulltrúi stelpnanna og a.m.k. heimildarmaður þess efnis sem
hann sendi í það skiptið. Í sama bréfi kemur fram að hann treysti stelp-
unum til að skrifa sögurnar upp sjálfar en það reynist þó aldrei hafa verið
gert, því að Sigurður er í öllum tilfellum skrásetjari þeirra sagna sem hafðar
eru eftir þeim og hann sendir Jóni.45
Um vorið 1862 sendir Sigurður í síðasta sinn sögur eftir Elísabetu til
Jóns Árnasonar. Hér má finna góðan vitnisburð um aðferð hans við að skrá
sögurnar:
Eg læt Betu dóttur mína segja mér þenna skolla og hripa svo á eftir
sem stytzt eg get. Hún lætur aðra segja sér. … Þessar kerlingasögur,
sem eg rispaði, segja nú sjálfsagt sínir með hverju móti, svona voru
mér sagðar þær af Betu minni og henni af öðrum.46
Hér kemur fram að Sigurður lætur Elísabetu fyrst segja sér sögurnar en
skrifar þær svo upp skömmu síðar. auk þess bendir hann á að Elísabet
hafi heyrt sögurnar frá öðru fólki eða látið fólk segja sér, hugsanlega í þeim
tilgangi að safna efni fyrir Jón Árnason. Þetta er a.m.k. það sem Sigurður
gefur í skyn og mætti skilja sem afsökun fyrir hönd Elísabetar, þar sem
hún sýni áhuga á slíku efni sem er að vissu leyti óviðeigandi afþreying
fyrir prestsdóttur. Þó að dætur Sigurðar hafi verið menntaðar og vel sið-
44 Bréf (22) frá SG til JÁ þann 18. mars 1861 í nKS 3010 4to. Úr fórum Jóns Árnasonar:
Sendibréf I, 281–2.
45 Sögurnar sem Sigurður skráði eftir frásögn Elísabetar, eru varðveittar í þjóðsagnahandritinu
Lbs 423 8vo, bls. 65–128 (33r–64v samkvæmt handrit.is) og 145–201 (73r–100r samkvæmt
handrit.is). Ein sagan, „Snotra álfkona“ hefur þó verið kennd við Sigurð Gunnarsson sjálfan,
þó að sú saga sé inni á milli annarra sagna Elísabetar (bls. 173‒6; 87r–88v samkvæmt
handrit.is). Á bls. 201‒14 (100r–106v samkvæmt handrit.is), beint á eftir ævintýrum
Elísabetar, eru skrifaðar fleiri sagnir sem Sigurður virðist hafi skráð eftir minni. Það er
þó erfitt að greina milli sagna Elísabetar og Sigurðar, því Sigurður skráði sagnaefni sitt
allt í einum rykk. Þannig er hugsanlegt að sumar sagnir sem eru kenndar við Sigurð í
þjóðsagnasafninu séu í raun og veru eftir sögn Elísabetar, dóttur hans, þótt henni séu ein-
ungis eignuð ævintýrin.
46 Bréf (25) frá SG til JÁ þann 28. apríl 1862 í nKS 3010 4to. Úr fórum Jóns Árnasonar:
Sendibréf I, 377.
GLItVoÐ Ir GEnGInna aLDa