Gripla - 20.12.2017, Side 22
GRIPLA22
ings.51 Framhjá því verður þó ekki litið að bæði riddarasögur og rímur voru
lesnar og skráðar fram á 20. öld og að lesefni aþýðufólks á 19. öld hefur
verið fjölbreytt.
Í bréfasamskiptum Sigurðar við Jón kemur fram að Sigurður hafi
skráð ævintýri eftir Elísabetu á Desjarmýri á árunum 1860‒62 áður en
fjölskyldan flutti til Hallormsstaðar sumarið 1862 og var Elísabet þá á
aldrinum 14 til 16 ára. Elísabet samsvarar því ekki vel hinni hefðbundnu
ímynd um sagnafólk. Hún er ung, kemur af efnuðu prestsheimili og er vel
skrifandi og menntuð, með metnað til að læra meira. Samkvæmt því sem
fram kom hjá dóttur hennar, Sigrúnu P. Blöndal, var hún „handgengnust“
föður sínum, sem hún aðstoðaði við skriftir og ýmis störf. í því samhengi
er ekki ljóst hvers vegna Elísabet skrifaði ekki sjálf upp sögur sínar, eins
og Sigurður stakk upp á í bréfi sínu til Jóns Árnasonar, þegar hann sagðist
ekki nenna að skrá fleiri sögur eftir dætrum sínum, enda gætu þær gert
það sjálfar.
Samtals sendi Sigurður rúmlega 200 sagnir og ævintýri til Jóns, en lang-
flestar þeirra fékk hann aðsendar frá kunningjum og sóknarbörnum sínum;
sögurnar eru varðveittar á víð og dreif í þjóðsagnahandritunum Lbs 416–25
8vo. Við flestar uppskriftirnar eru upplýsingar um heimildarmenn með
rithönd Sigurðar en sögurnar sjálfar eru með ólíkum rithöndum. Samtals
fékk hann efni til safnsins frá tólf heimildarmönnum; fjórum konum og
átta körlum. Þar sem heimildarmenn hans voru allir úr næsta nágrenni má
líta á Sigurð sem eins konar milligöngumann milli sveitunga sinna og Jóns;
milli þjóðsagnasafnarans í Reykjavík og fólks af ólíkum stéttum, sem flest
kunni að skrifa sögur sínar sjálft.
Lára Sigfúsdóttir
Önnur þeirra tveggja kvenna sem skráðu þjóðsögur handa Sigurði var Lára
Sigfúsdóttir (1843–1920) sem var þjónustustúlka á Desjarmýri áður en
Sigurði var veitt brauð að Hallormsstað. Hún var fædd í Gilsár vallahjáleigu
á Borgarfirði eystra en í manntalinu frá 1860 er hún skráð sem vinnustúlka
á Desjarmýri, þá 18 ára gömul og var hún þar á sama aldri og Margrét
Sigurðardóttir, en einungis þremur árum eldri en Elísabet. Foreldrar hennar
51 Sbr. Loftur Guttormsson, „framleiðsla og dreifing ritaðs máls,“ Alþýðumenning á Íslandi
1830–1930: Ritað mál, menntun og félagshreyfingar, ritstj. Ingi Sigurðsson og Loftur
Guttormsson, Studia Historica 18 (reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003), 60.