Gripla - 20.12.2017, Síða 24
GRIPLA24
voru Sigfús Pálsson (um 1818– um 1869), bóndi í Gilsárvallahjáleigu, og
Sigríður Stefánsdóttir (1819–50). Þegar Sigurði var veittur Hallormsstaður
í Skógum flutti Lára sennilega ásamt fjölskyldu hans þangað sumarið 1862.
Stuttu eftir það fluttist hún þó að Brekku, þar sem bróðir Sigurðar, Gunnar
Gunnarsson (1818–98), var bóndi, því Sigurður skráði á fyrstu blaðsíðu við
handrit Láru: „Lára Sigfúsdóttir á Brekku í fljótsdal“.52
Blöðin með hendi Láru hafa að geyma tvö ævintýri.53 Lára virðist vera
skrásetjari í báðum tilfellum, þótt blöðin séu að hluta til með annarri
rithönd.54 Þegar Sigurður spyrst fyrir um sögur frá Láru var hún búsett á
Brekku og hefur því verið hætt að umgangast dætur hans daglega. Ekki er
ólíklegt að hún hafi heyrt margar sögur sagðar á Desjarmýri og e.t.v. lærði
hún ævintýri sín meðan á dvöl hennar þar stóð, líkt og ráða má af ævintýr-
inu um Kisu kóngsdóttur sem bæði er varðveitt í handritum Elísabetar og
Láru.55 Vera má að Lára hafi notið tilsagnar í skrift hjá Sigurði eins og dætur
hans, eða þá hjá systrunum á Desjarmýri, sem komu að forfallakennslu,
eins og fram hefur komið.
Brandþrúður Benónísdóttir
Svo virðist sem Sigurður hafi fremur leitað til skrifandi einstaklinga en
þeirra sem einungis kunnu að segja sögur. Önnur kona úr sókn hans sem
skráði fyrir hann þjóðsögur og ævintýri var Brandþrúður Benónísdóttir
(1831–1911) sem fæddist í Hvalvík við Borgarfjörð eystra í norður-
Múlasýslu. Hún var elsta barn Benónís Gunnlaugssonar (um 1802–66)
og Ólafar Magnúsdóttur (um 1797–1849). Stærstan hluta ævi sinnar bjó
hún þó í Glettingsnesi í Víkum við Borgarfjörð eystra ásamt bróður sínum
Magnúsi og konu hans, Kristborgu Geirmundardóttur, sem fátækur ein-
52 Lbs 420 8vo, 349 (175r samkvæmt handrit.is).
53 Ævintýri Láru Sigfúsdóttur eru varðveitt í Lbs 420 8vo, bls. 349‒64 (175r–182v samkvæmt
handrit.is) og bera heitin „Sigurður og Ingibjörg“ og „Sagan af Kisu kóngsdóttur“.
54 Sbr. Jón Árnason (útg.), Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri V, 494, nr. 120.
55 Ævintýrið tilheyrir alþjóðlegu ævintýragerðinni atu 711 („the Beautiful and the ugly
twinsisters“), sbr. Hans-Jörg uther, The Types of International Folktales: A Classification
and Bibliography I, folklore fellows Communications (ffC) 284 (Helsinki: Suomalainen
tiedeakatemia, 2004), 386. Það heitir „Kisa kóngsdóttir og Ingi björg systir hennar“ hjá
Elísabetu en „Sagan af Kisu kóngsdóttur“ hjá Láru. Í gerðaskrá Einars Ól. Sveinssonar er
getið um sjö tilbrigði ATU 711, sem Einar telur vera séríslenska; tilbrigði nr. 4 er eftir Láru
og nr. 6 eftir Elísabetu. Sjá Einar ól. Sveinsson, Verzeichnis isländischer Märchenvarianten,
folklore fellows Communications (ffC) 83 (Helsinki: Suomalainen tiedeakatemia, 1929),
103–6.