Gripla - 20.12.2017, Qupperneq 25
25
yrki. Hún giftist aldrei og eignaðist engin börn en annaðist aftur á móti
þrettán börn þeirra Magnúsar og Kristborgar. Brandþrúður lést á gamals-
aldri í Litluvík.56
í alþýðuheimild frá Austurlandi segir m.a. að Brandþrúður hafi verið
„greind og vönduð í orðum og verkum“.57 Lýsingunni ber saman við lýs-
ingu Sigurðar Gunnarssonar í bréfi til Jóns Árnasonar þann 16. nóvember
1860, þegar hann segir Jóni frá fróðri stúlku í sinni sveit: „fyrir skömmu
datt mér í hug stúlka, og það í minni sveit, afbragðs fróð og skynsöm og
minnug; hana skal eg nú biðja, því eg veit nú, að hún kann óvenju af kerl-
ingasögum, hjátrú og þulum.“58 Nokkru seinna sendir Sigurður þjóðsögur
og ævintýri úr fórum Brandþrúðar til Jóns og segir hann í bréfi sínu: „…
[Brandþrúður] hefir skrifað mér tvisvar nokkuð. … Hitt sendi eg nú –
merkt BBd, því stúlkan heitir Branþrúður Benonidóttir (hún mun enga
nöfnu eiga á Íslandi).“59
Blöð Brandþrúðar eru varðveitt í þjóðsagnahandritinu Lbs 423 8vo.60 Á
þeim tíma þegar Sigurður spurðist fyrir um þjóðsagnaefni frá Brandþrúði
var hún u.þ.b. 28–29 ára gömul. Þó að ekki sé hægt að flokka Brandþrúði
beinlínis sem ungmenni þegar þetta var er engu að síður áhugavert að
Sigurður kallar hana stúlku, sem tengist því eflaust að hún var vinnukona
og hafði í raun svipaða réttarstöðu og barn. Á hinn bóginn er hún heldur
ekki gömul, ómenntuð sagnakona sem féll að hugmyndum þeirra Grimms-
bræðra um heimildarmenn ævintýra. í þessu ljósi er áhugavert að í sögnum
og ævintýrum Brandþrúðar koma gjarnan fyrir djarfar kvenpersónur sem
56 um Brandþrúði og fjölskyldu hennar má m.a. lesa í Ármann Halldórsson, Mávabrík
(Egilsstöðum: Snotra, 1992), 52–107.
57 Sbr. Sigmundur Matthíasson Long, „Sagnaþættir Sigmundar M. Long,“ Að vestan II, 2. útg.
Árni Bjarnarson (akureyri: norðri, 1983), 156.
58 Bréf (20) frá SG til JÁ þann 16. nóvember 1860 í nKS 3010 4to. Úr fórum Jóns Árnasonar:
Sendibréf I, 262.
59 Bréf (22) frá SG til JÁ þann 18. mars 1861 í nKS 3010 4to. Úr fórum Jóns Árnasonar:
Sendibréf I, 281.
60 Handritið Lbs 423 8vo byrjar á sögnum, ævintýrum og kvæðum í uppskrift Brandþrúðar
Benónísdóttur (bls. 1‒64) (1r–32v samkvæmt handrit.is) sem halda svo áfram á blaðsíðum
129‒44 (65r–72v samkvæmt handrit.is). Eins og hér kemur fram sendi Sigurður Gunnars-
son tvisvar þjóðsagnaefni frá Brandþrúði til Jóns Árnasonar. Sögurnar sem standa fremst
í handritinu (bls. 1‒64) eru merktar BBd eins og Sigurður skrifaði réttilega í bréfi sínu til
Jóns. annað efni eftir Brandþrúði, á bls. 129‒44, sendi Sigurður hins vegar fyrr til Jóns
Árnasonar, eða með bréfi þann 2. janúar 1861, eins og Jón Árnason merkti við í handrit-
inu.
GLItVoÐ Ir GEnGInna aLDa