Gripla - 20.12.2017, Side 27
27
haga sér ósiðlega, enda er þeim nær undantekningarlaust refsað fyrir það
í lokin. Hér mætti nefna sögurnar „Konan sem fór í Svartaskólann“ og
„Átta herramannsdætur“, sem gætu að vissu leyti borið vott um gagnrýni
Brandþrúðar á samfélagslegar aðstæður sínar og kynsystra hennar.
Auk þess að búa yfir sagnagáfu var Brandþrúður hagmælt og er varðveitt
lítið vísnakver eftir hana á Héraðsskjalasafni Austfirðinga.61 Kverið er tekið
saman og skráð af bróðursyni hennar, Guðmundi Magnússyni í Kjólsvík,
vorið 1893, og er til í nokkrum uppskriftum sem hafa verið í umferð
manna á milli, a.m.k. í Víkum, fram undir 1930.62 í kverinu er einkum að
finna alþýðlegan kveðskap, þar sem Brandþrúður orti að mestu leyti um
bróður sinn, Magnús, og hversdagslegar athafnir í Glettingsnesi.63 Einnig
er sagt um Brandþrúði að hún hafi samið rímur út frá fornaldarsögunni
um Göngu-Hrólf en eyðilagt þær eftir að Hjálmar Jónsson (1796–1875)
á Bólu í Skagafirði, betur þekktur sem Bólu-Hjálmar, samdi rímur af
sama söguefni.64 Þótt stúlkan Brandþrúður hafi verið álitin bæði greind
og vandvirk er þess hvergi getið í framangreindum heimildum að ritstörf
hennar hafi þótt einsdæmi og af því má ráða að fleiri alþýðukonur af sömu
slóðum hafi verið skrifandi um miðja 19. öld.65
61 Sjá Héraðsskjalasafn Austfirðinga A6-317-55, vísnakver Brandþrúðar Benónísdóttur.
62 Sbr. flutning G. ó. P. á borgfirskum ljóðum og lausavísum við vígslu Fjarðarborgar árið
1973, sjá Héraðsskjalasafn Austfirðinga A6-328-5-5g.
63 Í handritinu SÁM 30b sem varðveitt er á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
er að finna lausavísu sem hefst á orðunum „Hljóti sú sem hlemminn fær...“. Undir vísunni
er skrifað nafnið Brandfríður Benónísdóttir. Sömu vísu má finna í vísnakveri Brandþrúðar
og má gera ráð fyrir að Brandþrúður sé höfundur hennar, þó að rangt sé farið með nafn
hennar í SÁM 30b.
64 Sbr. Finnur Sigmundsson, Rímnatal I (reykjavík: rímnafélagið, 1966), 190. um sam-
bæri legan áhuga alþýðuskrifara á fjölbreyttum viðfangsefnum og tengsl þeirra við þjóð-
sagna söfn, sjá t.d. Katre Kikas, „folklore Collecting as Vernacular Literacy: Establishing
a Social Position for Writing in the 1890s Estonia,“ Vernacular Literacies: Past, Present and
Future, ritstj. Ann-Catrine Edlund, Lars-Erik Edlund og Susanne Haugen, Northern Studies
Monographs 3 (umeå: umeå university og royal Skyttean Society, 2014), 321–2.
65 Hér má benda á umfjöllun sagnfræðinganna Sigurðar Gylfa Magnússonar og Davíðs
Ólafssonar um hina svokölluðu „berfættu sagnfræðinga“ þar sem getið er um aðstæður
sjálflærðra alþýðuskrifara. Menntun þeirra hefur að mestu leyti verið óformleg og utan
stofnana. Flestir þeirra voru vinnuhjú, fátækir leiguliðar eða lausamenn sem notuðu þann
litla frítíma sem þeir höfðu að degi eða nóttu til uppskrifta. Viðfangsefni alþýðuskrif-
ara voru fornsögur, rímur, munnmælasögur og ýmiss konar þjóðlegur fróðleikur. Sjá
Sigurður Gylfi Magnússon og Davíð Ólafsson, „Minor Knowledge: Microhistory, Scribal
Communities, and the Importance of Institutional Structures.“ Quaderni Storici 140a,
XLVII, 2 (2012): 501–2. Sjá ennfremur Matthew James Driscoll, The Unwashed Children
GLItVoÐ Ir GEnGInna aLDa