Gripla - 20.12.2017, Page 30
GRIPLA30
„Eftir Sæbjörgu Guðmundsdóttur á arnheiðarst“.69 Sagan sem hér um ræðir
fjallar um Dísu og bróður hennar Bjarna sem lentu í miklum hrakningum.
Bjarni skildi systur sína eftir þar sem þau höfðu grafið sig í fönn og náði
til byggða. Seinna leitaði hann Dísu ásamt Þorvaldi nokkrum og öðrum
manni. Þeir fundu hana látna en föt hennar höfðu vafist utan um mitti
hennar og neðri hluti líkamans var nakinn. Þeir reyndu að búa um Dísu og
koma henni í buxur en við það öskraði líkið. Dísa gekk aftur og er henni
kennt um að þrettán börn Bjarna bróður hennar hafi dáið ung. Sigurður
Gunnarsson bætti svo við athugasemd í lok sögunnar:
Aðrar sögur segja að Þorvaldur hafi brotið Dísu á bak aftur til þess
hún væri kyrr og hætti hún þá að orga; margar eru fleiri ljótar sagnir
um viðureign þeirra. Þorvaldur var maður vandaður og guðhræddur,
en með hjátrú eins og flestir á 18. öld og mun það réttast sem hann
sagði frá sjálfur. – Sögur segja að þau Bjarni hafi haft brennivínskút;
muni Dísa hafa verið drukkin og lifað, en Þorvaldur gjört út af við
hana í hjátrúaræði. – S.G.70
Sagan er hér skrifuð eftir manni í Fljótsdal.71
Ljóst er að Sigurður Gunnarsson hafði sjálfur heyrt ýmsar sögur um örlög
Bjarna-Dísu, eftir „manni í fljótsdal“. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að
nöfn Sæbjargar og skrásetjarans Vigfúsar Guttormssonar hafa verið strikuð
út í handritinu, e.t.v. af Sigurði sjálfum eða Jóni Árnasyni.
Sæbjörg getur þess sjálf að hún hafi heyrt söguna frá Þorvaldi Ög-
munds syni, hinum sama og fyrirkom Dísu og sem lést árið 1837: „Sagan er
skrifuð eftir sem Þorvaldur sagði mér hana sjálfur.“72 Af þeim sökum ber
einnig að líta á Sæbjörgu Guðmundsdóttur sem heimildarmann sögunnar,
þó að sagan um Bjarna-Dísu hafi verið talin mjög vinsæl meðal manna á
Austurlandi.73
69 Lbs 420 8vo, 61 (31r samkvæmt handrit.is). Þjóðsögur Sæbjargar eru m.a. varðveittar á
tveimur stöðum (bls. 61‒73 (31r–37v samkvæmt handrit.is og 309‒43 (155r–172r samkvæmt
handrit.is)) í handritinu.
70 Jón Árnason (útg.), Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri III, 301 (í neðanmáli). Sjá einnig Lbs 420
8vo, 73–4 (37r–37v samkvæmt handrit.is).
71 Sbr. Lbs 420 8vo, 74 (37v samkvæmt handrit.is). Setningin var ekki tekin upp í tilvitnuðum
texta í Íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum.
72 Lbs 420 8vo, 73 (37r samkvæmt handrit.is).
73 Sigmundur Matthíasson Long (1841–1924), vinnumaður og handritasafnari, segir: „Í mínu