Gripla - 20.12.2017, Page 32
GRIPLA32
Sagnasjóður Sæbjargar Guðmundsdóttur ber þess merki að hún hafi lært
sögurnar á æskuárum sínum. Hún hefur yfirleitt sagt sögur sem gerðust á
bernskuslóðum hennar eins og „Bjarnanessdraugurinn“ og „Huldufólkið í
nesjum“ en einnig þjóðsögur sem hafa verið taldar vinsælar á austurlandi
almennt eins og „Hesteyra-Kríta“ sem gerist í Mjóafirði.
4. Niðurlag
Þótt hér hafi einungis verið fjallað um fjórar konur, tilheyra þær tengsla-
neti sem rannsakað var í stærra samhengi á öðrum vettvangi.74 Niðurstaða
þeirrar rannsóknar, sem og umfjöllunin hér að framan, virðist stangast á
við það sem fræðimenn hafa almennt haldið fram um 19. aldar sagnafólk,
að það hafi verið gamalt, ómenntað og fátækt alþýðufólk. Konurnar úr
tengslaneti Sigurðar Gunnarssonar voru flestar hverjar ungar og skrifandi,
þó að í tilfelli dætra Sigurðar hafi það ekki leitt til þess að þær hafi skráð
þjóðsagnaefni með eigin hendi. Lára Sigfúsdóttir á Brekku og Brandþrúður
Benónísdóttir í Glettingsnesi skrifuðu hins vegar án vafa sínar eigin sögur. í
þessum litla hópi er því einungis eitt tilfelli þar sem væntanlega menntaður
einstaklingur hefur skráð þjóðsögur eftir „gamalli“ alþýðukonu (e.t.v. um
sextugt) og er hér um að ræða niðursetninginn Sæbjörgu Guðmundsdóttur
og bóndann Vigfús Guttormsson á Arnheiðarstöðum.
Þær konur sem um var rætt eiga það sameiginlegt að vera ógiftar á þeim
tíma sem söfnun þjóðsagnanna átti sér stað. Það væri því e.t.v. ekki úr vegi
að spyrja hvort og hvernig hjúskaparstaða þeirra hafi haft áhrif á möguleika
þeirra til að taka þátt í söfnuninni. Getur verið að giftar konur hafi e.t.v.
ekki haft sömu tækifæri til að viða að sér þjóðsögum og skrá þær? Var sam-
félagsstaða þeirra önnur og höfðu þær lítinn frítíma til skráningar, þar sem
þær höfðu „um annað að hugsa“, eins og Einar Ól. Sveinsson taldi?
Líta má á þekkingu og færni í miðlun sagnaarfs sem ákveðið form
alþýðlegrar menntunar. Með því að tileinka sér sífellt stækkandi sagnasjóð
gat fólk e.t.v. svalað menntunarþorsta sínum eftir því sem unnt var og
öðlast með því þekkingu sem menntamenn litu hornauga, samanber það
þegar Sigurður Gunnarsson lýsti kunnáttu dætra sinna á þjóðsögum og
ungdæmi var mikið talað um Dísu. Hún var ein höfuðpersónan á út-Héraði á þeim tímum.“
Sigmundur Matthíasson Long, „Sagnaþættir Sigmundar M. Long,“ 194.
74 Sjá Werth, „Vox viva docet“.