Gripla - 20.12.2017, Side 74
GRIPLA74
að gerðum Jómsvíkinga sögu. Þá verða þær þrjár miðaldagerðir sögunnar
bornar sérstaklega saman til þess að útskýra betur þann mun sem má finna
milli gerða. Að lokum er kannað hvaða vísbendingar breytileiki gerðanna
þriggja gefur um afstöðu viðtakenda til sögunnar, hvort sem það á við um
skrifarana sjálfa eða njótendur sögunnar. Þessi athugun varpar ljósi á frelsi
sagnaritara og beinir sjónum að því hvernig umhverfi þeirra og menning á
hverjum tíma getur upp að vissu marki endurspeglast í breytileika einstakra
sagna.
2. Handrit Jómsvíkinga sögu og tengsl þeirra
Jómsvíkinga saga er varðveitt sjálfstæð og að mestu leyti heil í þremur
skinn handritum, aM 291 4to, Holm perg 7 4to og aM 510 4to. Þá er
hún varðveitt í tveimur hlutum í Ólafs sögu Tryggvasonar í Flateyjarbók,
GKS 1005 fol. Heimildir eru til um eitt skinnhandrit sögunnar enn sem
Arngrímur lærði hafði tiltækt þegar hann þýddi söguna á latínu. Það
handrit hefur síðan glatast en ljóst er af þýðingu Arngríms að handritið
hefur geymt fimmtu gerð sögunnar. Af handritaskrám að dæma eru
pappírs uppskriftir sögunnar 26 talsins, flestar þeirra eru afrit Holm perg 7
4to og aM 510 4to. Engin uppskrift aM 291 4to hefur varðveist.2
Elst handritanna er aM 291 4to (291) sem í handritaskrá Kålunds er
tímasett til um 1300 en Hreinn Benediktsson tiltekur með handritum frá
seinni hluta þrettándu aldar í Early Icelandic Script.3 Peter Foote taldi ljóst
að forrit 291 hafi verið nokkuð eldra vegna fjölda fornlegra mál- og skriftar-
einkenna og því hafi það verið ritað eigi síðar en 1230.4 Handritið er 38
blöð og geymir aðeins Jómsvíkinga sögu. Það er ekki alveg heilt því að í það
vantar tvö blöð, skorið hefur verið neðan af áttunda blaði og auk þess eru
rifur og göt hér og hvar. Þá er handritið dökkt og illlæsilegt sums staðar.
Þessi gerð sögunnar liggur til grundvallar útgáfu ólafs Halldórssonar
2 Þórdís Edda Jóhannesdóttir og Veturliði Óskarsson, „the Manuscripts of Jómsvíkinga
saga,“ Scripta Islandica 65 (2014): 12–22.
3 Kristian Kålund, Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling I (København: Gyl-
den dal, 1889), 838; Hreinn Benediktsson, Early Icelandic Script: As Illustrated in Verna cular
Texts from the Twelfth and Thirteenth Centuries. Íslensk Handrit, 2 (reykjavík: Manuscript
Institute of Iceland, 1965), 14–15.
4 Peter foote, „notes on Some Linguistic features in aM 291 4to,“ Íslenzk tunga 1959:
28–29.