Gripla - 20.12.2017, Side 75
75
frá 1969. Framsetning efnisins í þessari gerð sögunnar hefur leitt til þess
að henni er oft skipt í fyrri og seinni hluta og verða skilin við upphaf átt-
unda kafla. Fyrri hlutinn er því aðeins um þriðjungur allrar sögunnar. í
fyrri hlutanum er fjallað um Danakonunga frá Gormi hinum barnlausa til
Haralds Gormssonar. Þá er meðal annars fjallað um svik Hákonar jarls við
Harald Gráfeld og Gull-Harald, sagt frá dauða Gunnhildar konungamóður
og skýrt frá því þegar Danmörk var kristnuð fyrir tilstilli ótta keisara og
Poppa biskups í kjölfar bardaga við Ótta og Ólaf tryggvason sem var í liði
hans. í áttunda kafla má segja að eiginleg saga Jómsvíkinga hefjist þar sem
Tóki, afi Pálnatóka sem síðar stofnar Jómsborg, er kynntur til sögunnar.
orð sögumannsins skýra hins vegar þessa skiptingu í fyrri og seinni hluta
þegar segir: „nú hefst upp annar þáttur sögunnar, sá er fyrr hefir verið en
þetta væri fram komið, og má eigi einum munni allt senn segja.“5 Þessa
klausu er ekki að finna í öðrum gerðum.
Litlu yngra en 291 er handritið Holm perg 7 4to (Perg 7) en flest
bendir til að það sé ritað á fyrstu áratugum fjórtándu aldar.6 upphaflega
var handritið stærri bók, hluti hennar er nú AM 580 4to en hluti hefur
glatast. Það er nú alls 58 blöð. í handritinu eru einkum sögur sem teljast til
fornaldar sagna og rómansa en auk þess Egils saga Skalla-Grímssonar þó að
aðeins upphaf hennar sé varðveitt í handritinu nú. Jómsvíkinga saga stendur
á milli Hrólfs sögu Gautrekssonar og Ásmundar sögu kappabana, á blöðum
27v–39r. Sagan er hér talsvert styttri en í 291, niðurskurðurinn felst yfirleitt
í því að umorða atburði í styttra máli en þó vantar einnig stóran hluta úr
fyrri hluta sögunnar eins og betur verður vikið að á eftir.
Flateyjarbók geymir texta Jómsvíkinga sögu, náskyldan 291, og þar er
sagan felld inn í sögu ólafs Tryggvasonar. Partur af fyrri hluta sögunnar er
varðveittur á blöðum 13r–14r en sá síðari á 20v–27r. Þar á milli eru „Þáttur
ottó keisara og Gorms konungs“ og „Þáttur Þrándar og Sigmundar“
sem samsvarar fyrstu 26 köflum Færeyinga sögu ef miðað er við útgáfu
Íslenzkra fornrita. Þáttur ottó keisara og Gorms konungs tilheyrir einnig
að einhverju leyti Jómsvíkinga sögu því að efni hans kallast á við 6. og 7. kafla
5 Jómsvíkinga saga, útg. Ólafur Halldórsson (reykjavík: Prentsmiðja Jóns Helgasonar, 1969),
100.
6 Vilhelm Gödel, Katalog öfver Kongl. bibliotekets fornisländska och fornnorska handskrift er (Stokk-
hólmur, 1897–1900), 45–46; Gustaf Cederschiöld, Jómsvíkinga Saga: Efter Skinnboken 7, 4to
å Kungl. Biblioteket i Stockholm (Lundur, 1875), ii; Þórdís Edda Jóhannesdóttir, „Jóms víkinga
saga,“ 26–27.
ÞrJÁr GErÐ Ir J Ó M S V Í K I N G A S Ö G U