Gripla - 20.12.2017, Síða 76
GRIPLA76
Jómsvíkinga sögu en er lengri og um margt ólíkur. í síðari hluta sögunnar,
frá og með 8. kafla, er texti Flateyjarbókar og 291 nokkuð samhljóða.
Yngst skinnhandrita Jómsvíkinga sögu er aM 510 4to (510) sem líklegast
hefur verið ritað nálægt miðri 16. öld. Handritið er alls 96 blöð og sagan
stendur á blöðum 38v–67r. Í þessu handriti hefst sagan á öðrum stað en í
eldri handritum, eða við upphaf 8. kafla og því hefur fyrri hluta sögunnar
verið sleppt. Þessi sögugerð er þó um margt svipuð 291 en textinn hefur
verið aukinn og varðveitir einnig fleiri kvæði en aðrar gerðir.7 í handritinu
eru sjö aðrar sögur: Víglundar saga, Bósa saga og Herrauðs, Jarlmanns saga
og Hermanns, Þorsteins þáttur bæjarmagns, Finnboga saga ramma, Drauma-
Jóns saga og Friðþjófs saga frækna. Lítið er vitað um uppruna 291 og Perg
7 en aðra sögu er að segja um 510 því að nokkrir fræðimenn hafa beint
sjónum sínum að skrifurum handritsins, meðal annarra Jón Helgason,
ólafur Halldórsson og Stefán Karlsson. Samanlögð niðurstaða þeirra er sú
að tveir eða þrír hafi skrifað handritið, feðgarnir ari Jónsson prestur frá
Súgandafirði og synir hans Tómas og Jón.8 Karl ó. ólafsson rannsakaði
skrift handritsins rækilega í meistaraprófsritgerð sinni og komst að þeirri
niðurstöðu að þeir hafi allir þrír skrifað handritið.9
Hluta af efni Jómsvíkinga sögu má þar að auki finna í öðrum frásögnum
frá þrettándu og fjórtándu öld, einkum Heimskringlu, Fagurskinnu og
Ól afs sögu Tryggvasonar hinni mestu. Bergmál af einstökum atburðum má
einnig greina í Dana sögu Saxa. Tengsl allra þessara texta og einstakra gerða
Jómsvíkinga sögu eru flókin og ógerningur að rekja þau eins og um bein
rittengsl geti verið að ræða. Þetta verður ljóst þegar rýnt er í eldri rann-
sóknir á venslum varðveittra gerða og tilraunum til þess að setja þau fram í
stemma. Ekki er rými til þess að ræða þær niðurstöður í þaula hér en þó er
rétt að tæpa á nokkrum atriðum til frekari glöggvunar.
7 Hákonardrápu Tinds Hallkelssonar er til að mynda að finna í AM 510 4to en af ellefu
varðveittum vísum og vísuhelmingum eru átta eingöngu varðveittar þar, sjá Russell Poole,
„(Introduction to) tindr Hallkelsson, Hákonardrápa,“ Poetry from the Kings’ Sagas: From
Mythical Times to c. 1035. Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle ages 1. útg. Diana
Whaley (turnhout: Brepols, 2012), 336.
8 Jón Helgason, „nokkur íslenzk handrit frá 16. öld,“ Skírnir 106 (1932): 161–168; Ólafur
Halldórsson, Helgafellsbækur fornar, Studia Islandica, 24 (reykjavík: Heimspekideild Há-
skóla Íslands og Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1966), 25–26; Stefán Karlsson, „Bókagerð
ara lögmanns Jónssonar,“ Gripla 19 (2008): 12–13.
9 Karl Ó. Ólafsson, „Þrír feðgar hafa skrifað bók þessa … um þrjár rithendur í aM 510 4to
og fleiri handritum,“ (Ma-ritgerð, Háskóli Íslands, 2006).