Gripla - 20.12.2017, Síða 79
79
býtum birtist síðan frásögn sem minnir á aftöku Jómsvíkinga en er þó um
margt frábrugðin. Við þetta má bæta að eftir bardaga Hákonar og sjóræn-
ingjanna frá Iulin er kynntur til sögunnar Toko sem er sagður mikil skytta
eins og nafni hans Pálnatóki í Jómsvíkinga sögu. Þeir eiga það einnig sam-
eiginlegt að hafa horn í síðu Haralds Gormssonar og leika stórt hlutverk í
dauða hans. í Jómsvíkinga sögu er Pálnatóki beinlínis banamaður Haralds en
í Dana sögu veitir Toko Haraldi sár í bardaga, Haraldur flýr til vina sinna
í Iulin og deyr þar af sárum sínum.18 Toko er þannig ekki hluti sjóræn-
ingjanna frá Iulin í Dana sögu en í Jómsvíkinga sögu er Pálnatóki sjálfur
stofnandi Jómsborgar. Af þessum samanburði má vera ljóst að einhverjar
heimildir eða arfsagnir virðast sögurnar tvær eiga sameiginlegar en hér er
ekki um rittengsl að ræða, það er að eitt ritverk hafi áhrif á annað. ótrúlegt
verður að teljast að hægt sé að rekja þessar tvær sögur aftur til sameiginlegs
forrits, slík ólíkindi eru með þeim.
íslensku verkin sem greina að einhverju marki frá sömu atburðum
og Jómsvíkinga saga eiga það öll sameiginlegt að kastljós þeirra beinist í
grófum dráttum að þremur bardögum og aðdraganda þeirra: bardaga Há-
konar jarls og Haralds Gormssonar við Harald gráfeld, bardaga Dana við
ótta keisara við Danavirki og kristnun Danmerkur í kjölfarið og bardaga
Jómsvíkinga við Hákon jarl á Hjörungavogi. í sumum tilvikum minnir
orðalag á Jómsvíkinga sögu, sérstaklega í Ólafs sögu Odds í AM 310 4to þar
sem Jómsvíkinga saga í sömu gerð og í 291 virðist beinlínis hafa verið notuð
sem heimild19 og sama má segja um Ólafs sögu Tryggvasonar hina mestu, þá
gerð sem er varðveitt í AM 61 fol.20 Hið sama gildir um báðar þessar sögur,
þær hafa allt annan tilgang en Jómsvíkinga saga og lítið annað að segja um
skyldleika þeirra við gerðir hennar en að benda á líkindi milli þeirra á við-
eigandi stöðum.
Einnig mætti spyrja hvort verið geti að þau rit sem hafa verið nefnd hér
og eiga skemmri eða lengri frásagnir sameiginlegar með Jómsvíkinga sögu
18 Saxo Grammaticus, Gesta Danorum. Danmarkshistorien 1, 639.
19 Ólafur Halldórsson, „Inngangur,“ 12; Þórdís Edda Jóhannesdóttir, „Jómsvíkinga saga,“ 22–
23. Bera má saman 6. kafla og 26. kafla í Jómsvíkinga sögu og bls. 169–175 og 228–230
í Ólafs sögu Odds, útg. Ólafur Halldórsson. Íslenzk fornrit 25 (reykjavík: Hið íslenzka
fornritafélag, 2006).
20 Ólafur Halldórsson, „Inngangur,“ 15; Ólafur Halldórsson, Danish Kings and the Jomsvikings
in the Greatest Saga of Óláfr Tryggvason (London: Viking Society for northern research,
2000), 91.
ÞrJÁr GErÐ Ir J Ó M S V Í K I N G A S Ö G U