Gripla - 20.12.2017, Page 80
GRIPLA80
hafi mögulega byggt á eldri sagnaritum en ekki sjálfstæðri Jómsvíkinga
sögu. Jómsvíkinga saga er stutt, að einhverju leyti byggð á sögulegum fyrir-
myndum og atburðum en fyrst og fremst er hún saga með sínu upphafi og
endi. Sjónarhornið er annað vegna þess að sagan er ekki sögð í samhengi
við stærri sögu af konungum líkt og í öllum hinum ritunum. Það má gera
ráð fyrir að vinnubrögð skrifara Jómsvíkinga sögu og sagnaritanna hafi ekki
endilega lotið sömu lögmálum.
í Perg 7 eru tvö rit nefnd sem heimildir, Konungabók og Konungasögur.21
í AM 510 er auk þess vísað til Sæmundar fróða.22 Titill ritanna sem nefnd
eru í Perg 7, ef um tvö er að ræða fremur en að sama ritið hafi gengið undir
tveimur nöfnum, bendir til að um einhvers konar samsteypurit um kon-
unga hafi verið að ræða. Þannig þyrfti ekki að gera ráð fyrir einni frumgerð
Jómsvíkinga sögu, sem allar stórar og smáar frásagnir af Jómsvíkingum
séu komnar frá, heldur tveimur hefðum sem þróast. Annars vegar hafi
verið sagnarit þar sem efni er sett saman eftir tilgangi og hins vegar saga
sem inniheldur blöndu af munnlegum arfsögnum og þekktum stefjum úr
sagnaritum þegar hún er fyrst rituð en hún taki síðan breytingum eins og
lýst verður hér á eftir. Þar með er þó ekki sagt að þau sagnarit sem hafa
varðveist fram á okkar daga geti ekki hafa nýtt skriflega Jómsvíkinga sögu.
Líkur benda til að Jómsvíkinga saga hafi þegar verið til þegar Heimskringla
var rituð og kann vel að vera að hún hafi verið meðal heimilda en það þarf
ekki endilega að gera ráð fyrir að hún hafi verið eina tiltæka heimild höf-
undar Heimskringlu um Jómsvíkinga.
Fjölbreyttar niðurstöður um gerðir Jómsvíkinga sögu eins og þær hafa
verið raktar hér að framan endurspegla ekki síst hve flókin textageymdin
er. Niðurstöðurnar eru auk þess missannfærandi og sumar ályktanir eru
getgátur sem byggja fremur á bókmenntalegum smekk en vísbendingum
handritanna. í samanburði á gerðum sögunnar stillir John Megaard til
dæmis saman einstökum setningum og dregur ályktanir um hvað sé eldra
út frá því hvaða texti sé fyllstur eða nákvæmastur.23 Með því á hann við
að ef samanburðurinn sýni að einn texti hafi meiri upplýsingar en hinn
hljóti hann að vera upprunalegri. Stemma varðveittra handrita er gagnleg
21 Jómsvíkinga saga. The Saga of the Jomsvikings, útg. n. f. Blake (London: thomas nelson,
1962), 8 og 44.
22 Jómsvíkinga saga (efter Cod. Am. 510, 4to) samt Jómsvíkinga drápa, útg. Carl af Petersens
(Lundur: Gleerup, 1879), 54.
23 Megaard, „Studier i Jómsvíkinga sagas stemma,“ 135–140.