Gripla - 20.12.2017, Page 83
83
Mörg dæmanna sýna ótvíræð merki um skyldleika textanna tveggja, eins
og orðalagið „veturnótt hina fyrstu og þrjár nætur í samt“ í b) og „eitt skip
og sex tigu manna“ í f). Í öllum þessum tilvikum er texti Perg 7 knappari
án þess að efnislegar breytingar séu stórvægilegar. Þessi tilteknu dæmi
benda eindregið til að texti Perg 7 hafi verið styttur fremur en að 291 hafi
verið lengdur. Stærri breytingar má einnig finna. Efni 4., 5., 6. og 7. kafla
Jómsvíkinga sögu í 291 er nánast öllu sleppt í Perg 7, það er þegar sagt er
frá samskiptum þeirra Hákonar jarls og Haralds Gormssonar og hvernig
þeir losa sig við Gull-Harald, Harald gráfeld og Gunnhildi konungamóður.
Í Perg 7 er aðeins tæpt á þessu í 6. kafla miðað við útgáfu Blake; hluti
efnis ins er til að mynda útskýrður svo:
Þenna vetr settu þeir Haraldr konungr Gormsson ok Hákon jarl
vélræði um Harald, Nóregs konung, ok móður Haralds, Gunnhildi.
ok um várit sviku þeir hann í Limafirði eptir því sem segir í
Konungabók at Gull-Haraldr feldi Harald. En Hákon jarl lét síðan
festa Gull-Harald á gálga. En síðan tók Hákon jarl við einvaldi yfir
nóregi ok skyldi gjalda skatta Danakonungi (8).
ÞrJÁr GErÐ Ir J Ó M S V Í K I N G A S Ö G U
og var snemmendis ýgur og æfur
og illur viðskiptis, og varð hann
fyrir því óvinsæll í sínum upp-
runum (68).
e) Tóki faðir þeirra hefir þá verið
gamall að aldri er þetta var. Og eitt
hvert haust um veturnáttaskeið, þá
tók hann sótt og andaðist úr sótt-
inni. Eigi liðu og langar stundir
áður Þórvör tók sótt og andaðist,
kona tóka (101).
f) Nú slítur þar hjali, og býst
Sigurður til þessar ferðar og hefir
eitt skip og sex tigu manna, og
fer síðan þar til er hann kömur til
Gautlands, og tekur óttar jarl vel
við honum (104).
Tóki var þá gamall ok tók hann sótt ok
andaðisk; litlu síðarr Þórvǫr, kona hans
(8).
Nú býsk Sigurðr heiman. Hann hafði
eitt skip ok sex tigi manna, ok ferr
norðr til Gautlands (9–10).