Gripla - 20.12.2017, Blaðsíða 84
GRIPLA84
Hér fylgjast gerðirnar ekki að en höfundur Perg 7 hefur þó ljóslega kunnað
rækilegri frásögn af þessum atburðum eins og orðin „eptir því sem segir í
Konungabók“ benda til.28 Þessar breytingar vekja spurningar um ætlun eða
ásetning höfundar Perg 7.
Hvernig getur staðið á því að sögugerðirnar tvær fylgjast efnislega að
fram að því sem telst 4. kafli í 291 og síðan aftur frá og með 8. kafla? Er
hægt að ímynda sér eitthvert tilefni til þess að sleppa því sem samsvarar
köflum 4–7 í 291, endursegja efnið í afar stuttu máli og vísa síðan til ann-
arra rita? Einn möguleiki er sá að höfundi hafi þótt þessi hluti útúrdúr í
sögu Jómsvíkinga og ekki eiga heima í sögu sem kennd er við þá.29 Það
er raunar athyglisvert að höfundur Perg 7 hafi sleppt svo stórum hluta af
fyrstu köflunum en séð ástæðu til þess að halda því sem þó stendur eftir
af fyrsta hlutanum. Það mælir gegn því að honum hafi ekki þótt allt efni
fyrsta hlutans standa í nægilegu samhengi við sögu Jómsvíkinga.
Því er fróðlegra að kanna hvort efnið geti borið frekari vitni. Í upphafi
er í báðum sögum greint frá konunginum Gormi sem tekur að sér barn
sem fannst úti í skógi. í Perg 7 og Flateyjarbók gat jarlinn Arnfinnur son
við systur sinni; Arnfinnur hafði því látið bera barnið út.30 Báðar gerðir
greina síðan frá Gormi hinum gamla, draumum hans og kvonfangi, sonum
og örlögum þar til Haraldur Gormsson tekur við ríki. Þessi hluti er því
eins konar inngangur eða kynning á konungi sem á eftir að leika mikilvægt
28 Hér er rætt um höfund Perg 7 sem þann óþekkta mann (eða menn) sem er ábyrgur fyrir
breytingum á sögunni. Ljóst er að það er vandkvæðum háð að nota höfundarhugtakið í
þessu sambandi en hér er það notað óháð nútímaskilningi orðsins heldur um skrifara sem
tekur vísvitandi ákvarðanir um að breyta texta. Hugtakið er vissulega óljóst í umræðu um
miðaldatexta og getur verið erfitt að draga mörkin milli skrifara, ritstjóra og höfundar sem
geta verið þrír ólíkir menn en mögulega einn og sami maðurinn í einhverjum tilvikum. Hér
er ekki ástæða til að ræða efnið í þaula en vísað til frekari umræðu til glöggvunar, sjá til
dæmis Sverrir tómasson, „Er nýja textafræðin ný?“ Gripla 13 (2002): 199–216, hér 205–
206. Sjá einnig Sverrir Tómasson, „Hǫfundr–Skáld: author, Compiler, and Scribe in old
norse Literature,“ Modes of Authorship in the Middle Ages, ritstj. Slavica ranković, 236–250
(toronto: Pontifical Institute of Mediaeval Studies, 2012) og Else Mundal, „Modes of
authorship and types of text in old norse Culture,“ Modes of Authorship in the Middle
Ages, ritstj. Slavica ranković, 211–226 (toronto: Pontifical Institute of Mediaeval Studies,
2012). Ekki er endilega víst að Perg 7 sé fyrsta handrit þessarar gerðar en hér er það notað
bæði sem heiti á handriti og heiti á gerð.
29 Sagan er ótvírætt kennd við þá í handritinu: „her hefur upp Iomsuikinga saugu“ segir í upp-
hafi bl. 27v.
30 Ekki er hægt að fullyrða að þannig hafi þetta einnig verið í 291 því að fyrsta blaðið vantar í
handritið en hér er frásögn Flateyjarbókar fylgt sem stendur næst 291.