Gripla - 20.12.2017, Page 89
89
inn jafnan lengri en í hinum gerðunum, ýmsar viðbætur og athugasemdir
má finna sem eru eins og útskýringar á því sem er ósagt látið í öðrum
gerðum. Þá er ýktara hið neikvæða viðhorf til sumra persóna, þar á meðal
Haralds Gormssonar. Þessar ályktanir eru best studdar með dæmum úr
sögugerðunum.
Ein fyrsta breytingin sem blasir við í 510 er mynd Fjölnis, frillusonarins
sem reiddist við bræðurna Áka og Pálni þegar þeir fengu meiri arf eftir
Tóka föður þeirra en Fjölnir. í öllum sögugerðum er ljóst að vegna róg-
burðar fjölnis við Harald konung, lætur konungur drepa Áka. Í 510 er lögð
aukin áhersla á þetta hlutverk Fjölnis og ekki fer á milli mála hvaða mann
hann hefur að geyma. Þegar fjölnir hvetur Harald til þess að koma Áka
fyrir kattarnef mælir hann: „eg vil yður heilráður vera þótt skyldur maður
eigi hlut í; og eigi muntu einkóngur vera yfir Danaveldi, meðan Áki er á
lífi.“ Sögumaður bætir við: „En með því að kóngur var talhlýðinn og eigi
djúpsær, enn fjölnir var bæði slægur og illgjarn, þá leggur kóngur trúnað á
það, er fjölnir ló.“38 frá þessu er sagt í 291: „fjölnir segir svo Haraldi kon-
ungi, að hann mundi eigi þykja einn konungur yfir Danmörku meðan Áki
tókason væri uppi, bróðir hans. og svo gat hann um talið fyrir konung-
inum loks, að eigi gerist óhætt með þeim Áka og Haraldi konungi“ (101)
og Perg 7 fylgir 291 nánast orðrétt.
Þessi stutta efnisgrein er athyglisverð á margan hátt. í fyrsta lagi er
samtal Fjölnis og konungsins sviðsett með beinni ræðu í 510 en hvorki
í 291 né Perg 7. í öðru lagi er lögð aukin áhersla á að Fjölnir sé illur og
slægur, sem kemur fram í öllum gerðum þegar hann er kynntur til sög-
unnar en ekki endurtekið nema í 510. í þriðja lagi er konungurinn sagður
„talhlýðinn og eigi djúpsær“ og nokkru áður segir einnig í 510: „konungur
var eigi djúpsettur“ (4). Þessi orð um konunginn er ekki að finna í öðrum
gerðum þó að viðtakendur kunni að hafa dregið slíkar ályktanir af óbeinum
lýsingum.
Síðasta verk Fjölnis stækkar einnig hlutverk hans í 510. Pálnatóki
drepur fjölni í erfidrykkjunni eftir Harald í öllum gerðum en aðdragandi
þess að Sveinn uppgötvar að það var Pálnatóki sem drap föður hans er
ólíkur. Í 291 segir: „þá er þess við getið, að fjölnir víkur að konunginum
38 Jómsvíkinga saga (efter Cod. Am. 510, 4to), 5; stafsetning samræmd. Héðan í frá er vísað til
þessarar útgáfu með blaðsíðutali í sviga aftan við beinar tilvitnanir í 510.
ÞrJÁr GErÐ Ir J Ó M S V Í K I N G A S Ö G U