Gripla - 20.12.2017, Page 91
91
í 510 er frásögnin rækilegri, viðtakendur heyra ræðu Pálnatóka á þingi og
viðbrögð þegna landsins þegar hann tilkynnir erindi þeirra:
Síðan var stefnt fjölmennt þing í Jótlandi og í Vébjörgum, og sótti
þangað víða af Danmörk [allri] þetta þing mikið fjölmenni. Pálnatóki
talaði snjallt erindi á þinginu og segir mönnum kunnigt vera mundi
fráfall Haralds kóngs „og hefir hans ríki lengi verið yfir þessu landi;
er það nú maklegt“ segir Pálnatóki, „að sá ráði nú ríkinu eftir hann
liðinn, er áður hefur lengi án verið. En þó Sveinn hafi nokkuð af
gjört við yður, vill hann það nú allt bæta yður, sem áður hefir hann
brotið, og þótt nokkuð hafi orðið harðleikið í hans tilgjörningum, er
það þó vorkunnarmál fyrir sumra hluta sakir; en nú vill hann með
öllu vingast við yður.“ Þá svara menn hans máli, að margir þóttust
harðindi fengið hafa af Sveini; báðu þeir, að Pálnatóki gjörðist höfð-
ingi yfir ríkinu; þeir sögðu hann best til fallinn. Pálnatóki segir það
eigi eiga að vera og kveðst vilja heldur styrkja Svein til ríkis; og með
ráði Pálnatóka taka Danir, þeir er þar voru á þinginu, Svein til kóngs
yfir Danmörk, og hvar sem þeir fóru, var Sveinn til kóngs tekinn
um alla Danmörk, áður þeir fóru í burt (21–22).
Í ljósi þessara atburða verður fyrirskipun um dráp Pálnatóka í erfinu
kaldrifjaðri en í öðrum gerðum því að hér á Sveinn tign sína alfarið
Pálnatóka að þakka. fleiri dæmi smærri má tína til sem sýna sköpunina í
sögugerð 510 í samanburði við 291:
ÞrJÁr GErÐ Ir J Ó M S V Í K I N G A S Ö G U
AM 510 4to
a) Nú verður fyrst að segja frá
Pálnatóka, að hann býst heiman
og Björn hinn breski með honum.
Þá mælti Ólof, kona Pálnatóka:
„Svo segir mér hugur um, að við
munum eigi sjást síðan.“ Pálnatóki
kvað það eigi mundu fyrir standa
för sinni, „og er Sveini kóngi mál
að vita hið sanna um líflát föður
síns, þótt ég munda kjósa, að
kóngur hefði annan ráðgjafa en
fjölni“ (25).
AM 291 4to
En nú verður að segja frá Pálnatóka,
að hann býst heiman og Björn hinn
breski (124).